Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 901 svör fundust
Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?
Hugmyndir um mannlegt eðli, og þá hugsanlega ólík og jafnvel ósættanleg eðli karla og kvenna, eru ævagamlar. Þær gengu jafnvel svo langt að fela í sér að nánast væri um tvær aðgreindar tegundir fólks að ræða. Tvíhyggjuhugmyndir af þessu tagi hafa einkennt vestræna hugsun allt frá Grikklandi hinu forna og fram á þe...
Hver voru vinsælustu svör nóvembermánaðar 2018?
Í nóvembermánuði 2018 voru birt 56 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir lásu svar við spurningunni Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur? Svör um striga...
Hvað er lotugræðgi og hvað orsakar hana?
Lotugræðgi er átröskun sem einkennist af óhóflegu áti fólks í endurteknum lotum. Að lokinni hverri lotu er reynt að "hreinsa" burt hitaeiningarnar sem neytt var, til dæmis með því að framkalla uppköst eða nota hægðarlosandi lyf. Í lotuáti borða sjúklingar óeðlilega mikið magn af hitaeiningaauðugum mat á skömmum tí...
Nýttist Hubblessjónaukinn til annars en að taka myndir af geimnum?
Eins og fram kemur í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun? uppgötvaðist skekkja í spegli Hubble eftir að hann var prófaður í geimnum. Í ljós kom að safnspegillinn hafði verið slípaður á rangan hátt svo skeikaði 10 nanómetrum. Þetta olli svonefndri k...
Hvað eru estrógen og prógesterón og hvaða hlutverki gegna þau?
Estrógen og prógesterón eru kynhormón sem einkum er að finna í konum. Meginhlutverk þeirra er að stjórna tíðahring kvenna, en einnig gegna þau veigamiklu hlutverki við meðgöngu og fósturþroska. Bæði estrógen og prógesterón myndast í eggjastokkunum og að auki í svolitlu magni í nýrnahettum bæði kvenna og karla. ...
Hvað eru margir hreppar og sveitarfélög á Íslandi?
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru 122 sveitarfélög og 94 hreppar á landinu síðan 1. janúar 2001. Þann 1. janúar sameinuðust Skriðuhreppur, Öxnadalshreppur og Glæsibæjarhreppur í Hörgárbyggð. Heimildir: Samband íslenskra sveitarfélaga og Hagstofan. Hagstofan birtir ýmsar upplýsingar af þessu tagi í Ís...
Hvenær var byrjað að nota hástafi í upphafi setninga? Hver hóf þann rithátt og hvers vegna? Hvort eru eldri hástafir eða lágstafir ('A' eldra en 'a')?
Upphafsstafir voru fátíðir í upphafi setninga í elstu handritum. Þeir voru þó oft notaðir í upphafi málsgreina og í byrjun kafla voru þeir iðulega stórir og skreyttir. Í eiginnöfnum eða örnefnum voru þeir nánast aldrei notaðir. Þessi ritvenja hélst fram um 1500 eða fram á 16. öld. Þegar kom fram á 16. öld voru...
Hvers vegna þurfa konur í íslamskri trú að hylja sig með blæju ef ekkert stendur í Kóraninum um það?
Skiptar skoðanir eru um það hvort sú hefð að íslamskar konur hylji sig með blæju sé upprunnin í Kóraninum eða aðeins túlkun ráðandi afla á orðum Kóransins. Frá upphafi hefur verið deilt um hvernig túlka beri Kóraninn og hver hafi vald til þess. Lengst af hafa konur verið útilokaðar frá því ferli. Í arabísku er...
Skipta kynjasjónarmið máli í umræðunni um COVID-19?
Eftir því sem best er vitað eru engir ónæmir fyrir veirunni sem veldur COVID-19, nema mögulega þeir sem hafa fengið hana. Félagslegar aðstæður gera það þó að verkum að áhrif hennar og afleiðingar snerta fólk með ólíkum hætti. Veiran sjálf gerir ekki upp á milli fólks eftir félagslegum breytum en margt bendir hins ...
Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir?
Fornleifar sýna að Ísland var fyrst byggt fólki á síðari hluta 9. aldar og á 10. öld. Víðs vegar um nánast alla þá hluta landsins sem töldust byggilegir á síðari öldum skildi fólk eftir sig byggingar og annað jarðrask á þessu tímabili. Nokkur ólík ráð eru til að tímasetja fornleifarnar, en nýtilegast til þess er s...
Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í efnafræði veitt árið 1918?
Nóbelsverðlaunin eru líklega þekktustu verðlaun heims á eftir Óskarsverðlaununum. Nóbelsverðlaununum var fyrst úthlutað árið 1901. Sænska akademían sá þá um úthlutun í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum en norska Stórþingið veitti friðarverðlaun Nóbels. Hagfræðiverðlaun hafa verið veitt frá því 1969....
Hvaða reglur gilda í ESB um helgunarsvæði raflína?
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni eru engar reglur um nýtingu lands í Evrópurétti þar eð aðildarríkin fara ein með þá valdheimild. Allar reglur um nýtingu lands fyrir verkefni á sviði almennrar orkuvinnslu eða rafmagnsflutninga svo og réttindi landeigenda í þessu tilliti fall...
Er nafnið Snorre upprunalegra en Snorri?
Bókstafurinn –e í Snorre stendur í algerri bakstöðu. Forngermanskt –i í bakstöðu varð í forníslensku mjög snemma og fyrir ritun íslenskra heimilda að –e, samanber geste, hirþe í stað gesti, hirði. Þegar fyrir 1250 kom –i inn aftur í stað –e þótt fyrri ritháttinn megi sjá mun lengur í sumum handritum. Samkvæmt þess...
Hvað þurfa dýr að búa lengi á Íslandi til þess að kallast íslensk?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þurfa dýr að búa lengi í landinu til þess að kallast íslensk eins og til dæmis íslenska landnámshænan eða íslenski hundurinn? Spurningin er einföld en ekki er til augljóst eða einfalt svar við henni sem á við um öll dýr sem búa á Íslandi. Til einföldunar gæti al...
Hvernig fer passaskoðun fram þegar strangtrúaðar múslimakonur með blæju fyrir andlitinu eiga í hlut?
Eins og kunnugt er bera sumar strangtrúaðar múslimskar konur blæju sem þekur ekki eingöngu hár þeirra og axlir heldur einnig andlit þeirra. Ef ferðamenn eru þannig til fara liggur það í hlutarins eðli að erfitt er fyrir lögreglu og útlendingaeftirlit að sannreyna að manneskjan sem fer í gegnum vegabréfsskoðunina s...