Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 367 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?

Leifar örvera hafa fundist með vissu í jarðlögum sem eru um 3100 milljón ára gömul og mjög sterkar líkur eru á því að þær megi líka greina í 3450 milljón ára gömlum jarðlögum. Þessi gömlu jarðlög eru í Ástralíu og Suður-Afríku. Menn hafa reyndar fundið enn eldri en ekki alveg örugg merki um líf í um 3800 milljón á...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er mígreni?

Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja sem hrjáir allt að því 5% fólks og er algengari hjá konum en körlum. Verkjaköstin byrja yfirleitt í æsku eða á yngri árum og sjaldan eftir 35 ára aldur. Mígreni er skilgreint sem verkjaköst er standa venjulega yfir í 6-24 klst. Þeim fylgir oft ljósfælni og auk þess fá flestir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ryðga málmar í frosti?

Já, járn ryðgar í frosti ef loftið er rakt, þó hægar en í hlýrra veðri. Ryðmyndun er efnahvarf og þau verða örari eftir því sem hitinn er meiri. Fljótandi vatn eða raka í lofti þarf til ryðmyndunar og því dregur úr henni þegar vatnið frýs Það sem við köllum frost miðast við hitastigið þar sem vatn frýs. Við köllum...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að einrækta útdauð dýr?

Margir muna eftir sögu og kvikmynd um Júragarðinn þar sem risaeðlur, sem höfðu verið útdauðar í 65 milljón ár eða lengur, voru vaktar til lífsins. Í sögunni fundu menn erfðaefni þessara risaeðla í skordýrum sem höfðu sogið blóð úr risaeðlu skömmu áður en þau festust í trjákvoðu sem varð að rafi. Staðreyndin er...

category-iconHeimspeki

Ef sjón og heyrn eru bylgjur, hvað er lykt þá?

Sagt er að menn hafir fimm skilningarvit eða skynfæri: sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. En þótt tilvera okkar markist í stóru og smáu af starfsháttum þessara skynfæra er hreint ekki einfalt mál að segja hvert eðli skynjunar er. Meðal þess sem veldur vanda er að skynfærin geta blekkt og því þarf ti...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ensím?

Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í frumunum. Það er kallað efnahvörf þegar frumefni eða efnasambönd breytast í önnur, til dæmis: A -> B, það er að segja að efnin A breytast í efnin B. Orðið hvati (e. catalyst) er almennt heiti yfir efni sem auka hraða efnahvarfa án þess að e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr því að að „svarti kassinn” í flugvélum eyðileggst ekki, af hverju er þá ekki öll flugvélin úr sama efni?

Ef reynt væri að gera stórar flugvélar úr þykku stáli eins og hylkin utan um flugritana er hætt við að þær gætu ekki flogið vegna þyngsla. Ef við hugsum okkur samt að þær kæmust á loft er óvíst að farþegum yrði vært inni í slíkum flugvélum, til dæmis vegna gluggaleysis. Sömuleiðis er óljóst að farþegarnir yrðu í r...

category-iconUmhverfismál

Hvað er umhverfi?

Stundum notum við orðið umhverfi til að tala um veröldina í kringum okkur í mjög víðum en jafnframt óljósum skilningi, en stundum notum við það í þrengri merkingu, til dæmis þegar við tölum um umhverfi á vinnustað og höfum í huga innviði skrifstofubyggingar en til dæmis ekki götuna sem hún stendur við. Við not...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er hlaupandi meðaltal, er það oft notað og hversu nákvæmt er það í spám sínum?

Hlaupandi meðaltal er þýðing á enska hugtakinu moving average. Það hefur einnig verið kallað hreyfið meðaltal og hreyfanlegt meðaltal. Með því er einfaldlega átt við meðaltal einhverrar tiltekinnar stærðar yfir tímabil með tiltekinni lengd, en upphaf tímabilsins færist hins vegar til. Sem dæmi má taka hagvöxt,...

category-iconEfnafræði

Er hætta á að mengandi efni myndist þegar dagblöð eru brennd í kamínu innanhúss?

Við þessari spurningu væri hægt að gefa einfalt svar: Já, það er óhjákvæmilegt. Skoðum það aðeins nánar. Við alla brennslu myndast mengandi efni í nokkrum mæli. Við brennsluna myndast fínt ryk eða sót og gastegundir eins og koltvíoxíð, kolmónoxíð, nituroxíð og brennisteinstvíoxíð. Reykurinn frá eldi af þessu t...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað merkir menningararfleifð?

Spyrjandi bætir við: Hvað þarf að líða langur tími áður en eitthvað fyrirbrigði verður menningararfleifð? Menning á sér tvenna merkingu: Annars vegar er orðið notað á gildishlaðinn hátt um það besta sem hugsað og sagt hefur verið, og hins vegar nær það yfir það sem tiltekinn hópur fólks gerir. Í fyrri merkingunn...

category-iconHeimspeki

Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár!

Þetta er áhugaverð og áleitin spurning. Strax má þó velta fyrir sér eftirfarandi möguleika: Er það ekki merki um traustleika fremur en veikleika að vísindamenn grundvalli kenningar sínar á nýjustu vísbendingum eða staðreyndum í stað þess að ríghalda í blindni í gamlar kenningar sem stangast á við þær? Á það ekki a...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig býr maður til app?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig býr maður til app, hvaða forritunarmál þarf maður að kunna til að gera það og hvað kostar að gera það? Í þessu svari verður litið á hvernig búa má til smáforrit (e. app) fyrir síma með annars vegar Android-stýrikerfi (símar og spjaldtölvur frá Samsung, LG, Sony og fleir...

category-iconStærðfræði

Til hvers eru vigrar í stærðfræði notaðir?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig geta vigrar í stærðfræði nýst okkur í framtíðinni? Vigur, sem líka er nefndur vektor, hefur bæði tölugildi og stefnu. Vigrar eru því til margra hluta nytsamlegir í viðfangsefnum þar sem bæði tölugildi og stefna koma við sögu. Dæmi um notkun vigra eru: Staðsetning. ...

category-iconStærðfræði

Af hverju eru 4x4+4x4+4-4x4 = 20 en ekki 320?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Margir segja að svarið við reikningsdæminu 4x4+4x4+4-4x4 sé 320 þegar það er 20. Getið þið skýrt ástæðuna og leyst þennan ágreining? Hverju sinni sem verkefni í stærðfræði er sett fram með táknmáli hennar gilda ákveðnar reglur um hvernig beri að lesa úr því. Í verke...

Fleiri niðurstöður