Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 512 svör fundust
Hver er besta aðferðin fyrir fullorðna sem vilja læra önnur tungumál?
Því miður er engin ein aðferð best fyrir fullorðna til að læra tungumál. Þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á hvort og að hve miklu leyti fullorðnum tekst að læra erlend tungumál eru meðal annars hvatinn til námsins, þörfin fyrir að nota tungumálið, tilgangurinn með náminu og það hversu gott aðgengi nemandinn he...
Hvað er rétt málfræði?
Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt þar sem fræðimenn og aðrir eru ekki alltaf sammála um hvað sé rétt málfræði tungumáls. Það á oftast við um einstök atriði, svo sem beygingu einstakra orða, ef um beygingarmál er að ræða, en um meginatriðin eru menn yfirleitt sammála. Þegar tungumál er rannsakað og má...
Hvaða heimildir eru til um Vatnsenda-Rósu og hvað er vitað um hana?
Lítið hefur verið skrifað um Rósu Guðmundsdóttur (1795-1855) sem oft er kölluð Vatnsenda-Rósa. Samtímaheimildir um búsetu hennar, störf og getu er einkum að finna í umsögnum presta, en þessar umsagnir eru þó heldur þurrar og ná á engan hátt að fanga persónuna sjálfa. Það er þó einnig skrifað nokkuð um Rósu í Natan...
Hvaða ár fór fyrsta víkingaskipið á flot?
Í dag veit enginn hvenær fyrsta víkingaskipinu var siglt. Ýmsar heimildir eru til um siglingar víkinga. Frá þeim er meðal annars sagt í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum. Ein erlend heimild segir frá því að fyrsta víkingaferðin hafi verið árið 793 þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið...
Hvernig á eiginlega að rita heiti Landspítalans?
Það virðist vefjast fyrir ýmsum hvernig eigi að rita nafn Landspítalans. Á vefsetri Landspítalans eru teknar saman upplýsingar um það hvernig eigi að orða og rita ýmislegt sem tengist heiti spítalans og starfsemi hans. Þar kemur meðal annars fram að spítalinn hét Landspítali - háskólasjúkrahús frá 2. mars 20...
Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr?
Súrmatur var borðaður nánast á hverjum degi til sveita nokkuð fram á 20. öld. Hann var því enginn sérstakur hátíðamatur. Orðið þorramatur varð ekki til í málinu fyrr en eftir miðja 20. öld, og kjarni hans er því ekkert annað en gamall íslenskur hversdagsmatur. Kæstur hákarl, hangikjöt, sviðakjammar, sviðasulta, s...
Hvenær hættir að snjóa í Reykjavík?
Það hættir að snjóa í Reykjavík þegar ekki er lengur nógu kalt og rakt í háloftunum yfir okkur til að snjór geti fallið. Ástæðan fyrir því að það snjóar á veturna í Reykjavík en ekki á sumrin er sú að á veturna er loftið kalt og rakt. Stundum getur þó verið nógu kalt og rakt á sumrin til að snjói, einkum á fjöl...
Hvaða merking liggur að baki orðinu kontór í barnaleiknum sannleikurinn og kontór?
Þrátt fyrir eftirgrennslan hefur ekkert komið fram sem varpað gæti öruggu ljósi á orðið kontór í leiknum sem spurt var um. Í stuttu máli snýst leikurinn um það að leikmenn velja milli þess að svara spurningu (sannleikurinn) eða leysa þraut (kontór). Orðið kontór, sé um það að ræða, er tökuorð úr dönsku kontor...
Hvers konar niðurlög eiga menn við þegar talað er um að ráða niðurlögum elds?
Orðið niðurlag er notað í merkingunni ‛endir, lok einhvers’, til dæmis niðurlag ritgerðar eða sögu. Í sambandinu að ráða niðurlögum einhvers er orðið alltaf haft í fleirtölu og sambandið hefur tvær merkingar. Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum elds.Annars vegar er það notað um að sigrast á einhverju ...
Merkir forliðurinn/orðið steypa það sama í orðum eins og steypireiður, steypiregn, steypibað, steypa af stóli og steypihríð?
Öll orðin sem nefnd eru í spurningunni tengjast sögninni að steypa sem notuð er í ýmsum merkingum, til dæmis ‛hafa endaskipti á, varpa (sér), stökkva, hoppa; svipta völdum; hella; búa til í steypumóti, velta, hrinda’. Þannig er steypireyður reyður (í fornu máli reyðarhvalur) sem steypir sér, steypibað er bað...
Hvað eru beinin stór í húsflugum?
Hvorki húsflugur (Musca domestica) né önnur liðdýr (Arthropoda) hafa bein. Stoðgrind flugna er kölluð ytri stoðgrind (e. exoskeleton) en stoðgrind hryggdýra (Vertebrata) nefnist innri stoðgrind (e. endoskeleton) og samanstendur hún af beinum eða brjóski. Húsfluga (Musca domestica) gæðir sér á kleinuhring. Stoðgr...
Hvað þýðir orðið "fuð" samanber örnefnin Gunnufuð, Mangafuð og Fjósafuð á Goðalandi?
Orðið fuð merkir ‚kvensköp‘ en í þessum örnefnum er merkingin ‚(kletta)gjögur‘ (Ásgeir Blöndal Magnússon, 214). Þórður Tómasson í Skógum kallar Gunnufuð og Mangafuð bergskoru (Þórsmörk, 61). Á vef Útisvistar er að finna leiðarlýsingu inn á Goðaland. Þar segir: Hvannárgil skiptist innar í Norðurgil og Suður...
Hvernig er hægt að rækta krækling?
Kræklingur (Mytilus edulis) er skeldýrategund sem tilheyrir flokki samlokna (Bivalvia). Tegundin er mjög útbreidd og finnst á kaldtempruðum svæðum, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Hún er algeng allt í kringum Ísland nema við suðurströndina þar sem skilyrði eru honum víðast óhagstæð. Kræklingur finnst í ...
Hver var Rasmus Christian Rask?
Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask fæddist 22. nóvember 1787 í bænum Brændekilde á Fjóni en lést 14. nóvember 1832 í Kaupmannahöfn. Hann gekk í latínuskóla í Óðinsvéum og hóf síðan guðfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann stundaði það samt lítt þar sem hann var með allan hugann við mál og málfræði....
Hvert er lengsta þekkta orð í heimi og úr hvaða tungumáli er það?
Svar úr Heimsmetabók Guinness (ritstj. Örnólfur Thorlacius, útg. Örn og Örlygur 1985): Lengsta orð, sem vitað er um í samanlögðum bókmenntum heimsins, er í gríska leikritinu Þingkonunum eftir Aristófanes (448-380 fyrir Krist), í frumtextanum 170 stafir. Orðið merkir mat sem er samsettur úr 17 hlutum, súrum og sæt...