Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 244 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver uppgötvaði ljósröfun?

Þýski eðlisfræðingurinn Heinrich Hertz uppgötvaði ljósröfun árið 1887. Næstu tvo áratugina voru gerðar miklar rannsóknir á fyrirbærinu en eiginleikar þess voru í mikilli mótsögn við klassíska rafsegulfræði. Skýring Einsteins á fyrirbærinu frá 1905 er eitt þeirra verka sem ruddu skammtafræðinni braut. Skýringin hla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhverjum dottið í hug að skoða erfðaefni í íslenskum skinnhandritum til að finna út hvaðan skinnin komu?

Varðveitt íslensk skinnhandrit og handritsbrot eru rétt rúmlega 1000 að tölu. Helmingur þeirra er aðeins eitt eða tvö blöð og aðeins 300 eru meira en 24 blöð. Mjög mikið hefur þar af leiðandi glatast. Allar líkur eru á að þessi handrit hafi verið framleidd hér á landi en lítið sem ekkert er vitað um það hvernig þa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er skyldleiki kengúra við aðrar tegundir og hvernig þróuðust þær?

Vísindamenn telja að aðskilnaður á milli legkökuspendýra og pokadýra hafi orðið á meðan risaeðlur ríktu enn á jörðinni. Ennfremur sýna nýlegar rannsóknir að þriðji hópur spendýra, nefdýr (Monotremata), en til hans heyra breiðnefur og mjónefur, hafi skilist frá fyrrnefndu tveimur flokkunum nokkuð fyrr. Hvenær þetta...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku?

Með auknum samgöngum og svonefndri alþjóðavæðingu má segja að heimurinn sé orðinn nánast eitt sóttkveikjusamfélag. Gott dæmi um það er bráðalungnabólgan HABL (e. SARS) sem kom upp í Suður-Kína fyrir nokkrum mánuðum en setti brátt alla heimsbyggðina í uppnám. Annað dæmi er eyðni, sjúkdómur sem upphaflega hefur senn...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju verða stökkbreytingar?

Hér er einnig svar við spurningunni: Eru stökkbreytingar hagstæðar eða óhagstæðar? Stökkbreytingar eru í víðasta skilningi allar arfgengar breytingar á erfðaefni lífvera. Þær eru gjarnan flokkaðar í tvo meginflokka. Annars vegar genabreytingar sem eru breytingar á einstökum genum og hins vegar litningabreytingar...

category-iconHeimspeki

Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?

Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast jöklar?

Jöklar eru myndaðir úr ís og er eitt megineinkenni þeirra að þeir skríða undan eigin þunga. Jöklar myndast þar sem meiri snjór safnast fyrir að vetri en sumarhlýindi ná að bræða þegar til lengdar lætur. Mörkin milli svæða þar sem snjór safnast og auðra svæða þar sem hann bráðnar og hverfur eru kölluð jöklunarm...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver er saga krukkunnar og hver fann eiginlega upp krukkur?

Í tímans rás hafa matvæli og vökvar af ýmsu tagi verið geymd og varðveitt í alls kyns ílátum, oftast búnum til úr leir. Krukkurnar sem við þekkjum í dag, sem yfirleitt eru úr gleri með áskrúfuðu málmloki, hafa líkast til þróast frá ákveðinni tegund krukkna, svonefndum albarello-krukkum, sem fyrst voru búnar til í ...

category-iconLæknisfræði

Er til eitthvað sem nefnist kínversk læknisfræði og eru aðferðir hennar enn í notkun?

Kínversk læknisfræði er svo sannarlega til og hún er enn mikið ástunduð, jafnt innan sem utan Kína. Almennt er raunar vísað til hennar sem „hefðbundinnar kínverskrar læknisfræði“ (kínv. chuantong zhongguo yixue 傳統中國醫學, e. traditional Chinese medicine, oft stytt sem TCM), e...

category-iconHeimspeki

Hvernig er best að skilgreina hið vonda?

Spurningin er viðamikil. Við leiðum hugann frá atriðum sem eru fólgin í orðalagi þó að vert sé að taka eftir þeim. Sér í lagi hljótum við að benda á að hér er beðið um bestu skilgreiningu en nokkrar eru sannarlega mögulegar og hvorki ljóst hvað mundi gera einhverja þeirra besta – er það sú nothæfasta eða sú rétta?...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?

Það er hreint ekki eins einfalt og stjórnmálaleiðtogar heimsins vilja vera láta að skilgreina hverjir teljist hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Skilin á milli hryðjuverkamanna, skæruliða og jafnvel hermanna eru oft óljós og markast gjarnan af því hver það er sem skilgreinir og hverra hagsmuna viðkomandi á að gæta. ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig hljómar eiðurinn sem læknar sverja?

Hippókrates, sem nefndur hefur verið faðir læknisfræðinnar, var uppi frá um 460 til um 375 fyrir Krist og er kenndur er við grísku eyjuna Kos þar sem hann starfaði. Hann var menntaður sem læknir og er sennilega ein þekktasta persónan í sögu læknisfræðinnar. Hippókrates hafnaði hjátrú, hindurvitnum og galdralækning...

category-iconSálfræði

Dreymir fólk virkilega í svart-hvítu?

Hér er reynt að svara eftirfarandi spurningum: Sumir halda því fram að okkur dreymi í svarthvítu. Er það satt og ef svo, hvers vegna? Dreymir okkur (mennina) í svarthvítu eða lit? Það fyrsta sem vert er að velta fyrir sér er af hverju fólk hefur yfirleitt þörf fyrir að spyrja spurningar sem þessarar. Engi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni kattardýra og hvernig er talið að elsta rándýrið líti út?

Í dag eru þekktar 41 tegund kattardýra og telja vísindamenn að þær séu allar komnar af sameiginlegum forföður sem var uppi fyrir rúmum 10 milljón árum síðan. Þessi forfaðir núlifandi kattardýra kom upphaflega frá Asíu og dreifðist þaðan til allra meginlanda nema Ástralíu og Suðurskautslandsins. Nýlegar rannsóknir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur efedrín haft hættuleg áhrif á fólk?

Í aldanna rás hefur jurtin ma huang verið notuð í kínverskum lækningum. Jurtin, sem oftast er nefnd ephedra á erlendum tungumálum, inniheldur meðal annars efedrín sem er virkasta innihaldsefnið. Efedrín er að finna í mörgum fæðubótarefnum sem markaðssett eru fyrir fólk sem vill grennast og fólk sem er að leita að ...

Fleiri niðurstöður