Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 991 svör fundust
Hvað er rottukóngur?
Rottukóngur (e. rat king) kallast það þegar nokkrar (mismargar) rottur eru fastar saman á hölunum, hvort sem halarnir hafa flækst saman, frosið fastir eða límst saman vegna einhverra vessa, eins og saurs, drullu eða blóðs. Í langflestum tilfellum er um svartrottur (Rattus rattus) að ræða. Rottukóngur er afar sjald...
Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?
Sauðlauksdalur er fyrrum prestssetur í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 er staðurinn aðeins nefndur Dalur: Kirkja í Dal (Ísl. fornbréfasafn XII, 13). Í Prestssögu Guðmundar góða frá fyrri hluta 13. aldar er nafnmyndin Sauðlausdalr (Sturlunga saga I, ...
Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?
Landnámabók er vanalega skilin svo að Náttfari sá sem varð eftir nyrðra, þegar Garðar Svavarsson hvarf af landi brott, hafi numið land á undan Ingólfi Arnarsyni. Ari fróði nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók en segir að Ingólfur færi fyrst í könnunarferð til landsins og kæmi svo aftur nokkrum vetrum síðar, beinlí...
Á sumrin koma stöku sinnum kaflar þar sem hiti nær 20 stigum einhvers staðar á landinu marga daga í röð. Hversu langar hafa slíkar syrpur orðið?
Daglegur hámarkshiti er aðgengilegur á skeytastöðvum frá 1949 og frá veðurfarsstöðvum frá og með 1961 (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á veðurfarsstöð og skeytastöð?). Almennt aukast líkur á 20 stiga hita með fjölgun stöðva, en er auðvitað einnig háð dreifingu þeirra. Veðurfarsstöðvarnar 1949 til 1960, ...
Hversu mörg eru öll dýr heimsins?
Ef átt er við tegundafjölda þá er því til að svara að þekktar eru 1,5 milljónir dýrategunda í heiminum um þessar mundir. Gera má ráð fyrir að flestar tegundir stærri dýra séu þekktar. Áætlanir benda til að heildarfjöldi tegunda geti verið milli 10 og 80 milljónir. Skordýrafræðingurinn Terry Erwin safnaði li...
Hver er munurinn á kameldýri og úlfalda?
Úlfaldi er einfaldlega samheiti yfir hin stórvöxnu burðadýr sem tilheyra ættkvíslinni Camelus og lifa í Norður-Afríku, Arabíu og í Mið-Asíu. Talið er að úlfaldar hafi fyrst komið fram í þróunarsögunni fyrir um 40 miljónum ára. Til úlfalda teljast tvær tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus), er me...
Hvað er hættulegt við að eignast barn 14-17 ára?
Þegar konur eru orðnar kynþroska geta þær orðið óléttar við samfarir. Fyrsta egglos hjá stúlkum verður að meðaltali um 13 ára aldur, en það er þá sem sagt er að stelpan sé kynþroska. Þó að stúlkur séu orðnar kynþroska er ekki þar með sagt að þær séu fullvaxta og því eðlilegt að líkaminn eigi eftir að taka út talsv...
Hvað eru margir ísbirnir á Grænlandi?
Árið 1993 var heildarstofnstærð hvítabjarna (Ursus maritimus) talin vera á bilinu 21.470-28.370 dýr og bendir allt til þess að stofninn hafi haldist nokkuð stöðugur síðan. Birna með hún. Hvítabjörnum er skipt niður í nokkra aðskilda stofna sem halda til allt í kringum norðurpólinn. Flestir fræðimenn telja þ...
Tilheyrir Mallorca Spáni?
Eyjan Mallorca tilheyrir Spáni og hefur gert það síðan snemma á 18. öld. Í aldir þar á undan tilheyrði eyjan konungdæminu Aragóníu sem nú er hluti Spánar. Því má segja að hún hafi mjög lengi tilheyrt sama ríki og spænska meginlandið sem er næst henni. Mallorca er stærst Balear-eyja, en svo nefnist eyjaklasi í v...
Er rétt að segja Kúbverjar í stað Kúbanir eins og áður var gert?
Lítið hefur verið skrifað um myndun þjóðaheita og reglur sem um hana gilda. Þó er hægt að benda á tvennt: Í blaðið Tungutak, sem var um skeið húsblað Ríkisútvarpsins og vettvangur umræðna um málfar, skrifaði Árni Böðvarsson, þáverandi málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, í desember 1987:Til þessa hefur ekki þótt ...
Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?
Í teningaspilinu Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Það er kallað Yatsý ef keppandi hefur fengið sömu tölu á alla teningana eftir þrú köst. Hugsum okkur að við höldum alltaf eftir þeim teningum sem hæs...
Er Gnitaheiði til?
Margir vilja sjálfsagt flokka þetta nafn með staðanöfnum goðsagna eins og Valhöll eða Ásgarði og gera ráð fyrir að staður þessi hafi aldrei verið til nema í sögnum og kvæðum. Gnitaheiði á að vísu að vera í mannheimum, enda Sigurður maður, en þar er einkum aðsetur drekans Fáfnis. Meðan kvæði um Sigurð Fáfnisbana vo...
Hvenær hófst notkun gælunafna á Íslandi?
Lengi hefur tíðkast að nota gælandi nöfn um fólk sem langoftast eru styttri en eiginnafnið. Fyrir kemur þó að gælunafnið er lengra en eiginnafnið, til dæmis Jónsi, Jóndi og Nonni í stað Jón. Gælunöfnum bregður fyrir í gömlum heimildum öðru hverju. Í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu, sem talin er samin á 1...
Er 1997 prímtala?
Kannski er fróðlegt fyrir lesendur að sjá hvernig hægt er að fara að til að komast að því hvort tiltekin tala er prímtala. Við byrjum á að hugsa okkur að talan sé skrifuð sem margfeldi tveggja náttúrlegra talna:1997 = n ∙ mþar sem n er náttúrleg tala stærri en einn og m þá sömuleiðis. Önnur af tölunum n ...
Hvað búa margir í Evrópu?
Árið 2000 voru íbúar Evrópu um 12% jarðarbúa eða tæplega 728 milljónir talsins og hafði þeim fjölgað um rúmlega 180 milljónir á fimmtíu ára tímabili. Ekki er gert ráð fyrir að þessi fjölgun haldi áfram eins og myndin hér að neðan sýnir (sjá einnig svar sama höfundar við spurningu um fólksfjöldaspár). Í raun er áæt...