Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 419 svör fundust
Hvers vegna komu fyrstu landnámsmennirnir til Íslands?
Á Vísindavefnum er til ýtarlegt svar við spurningunni Hverjar eru helstu ástæður landnáms? Þar fjallar Orri Vésteinsson almennt um það af hverju fólk nemur land. Í svarinu er gerður gagnlegur greinarmunur á þeim sem fá hugmyndina og skipuleggja landnám og þeim sem framkvæma það, það er flytja til hins nýja lands. ...
Hvað er þekking?
Ef þekkingarfræðingum tækist að finna einfalt og þægilegt svar við þessari spurningu yrðu mikil hátíðahöld með flugeldasýningu og öllu tilheyrandi. Hér verður stiklað á stóru um ýmis afbrigði spurningarinnar og nokkrar tilraunir til svara. Þessu svari er engan veginn ætlað að gera spurningunni full skil og lesendu...
Hvað er melatónín og hver eru áhrif þess á dægursveiflur?
Frá örófi alda hefur verið þekkt að sveiflur setja mark sitt á lífverur, bæði í dýra- og jurtaríki. Lengd sveiflanna er breytileg. Algengastar eru dægursveiflur, til dæmis svefn og vaka, eins eru dægursveiflur í hormónalosun, ensímvirkni og fleira. Aðrar eru lengri, til dæmis árstíðabundnar breytingar á æxlunarfær...
Fyrir hvað vann John Nash Nóbelsverðlaun og hvert var framlag hans til hagfræðinnar?
Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Bandaríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið ...
Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en grunnlitir tölvuskjáa og sjónvarpa rauður, grænn og blár?
Með þremur mismunandi litum er oft hægt að búa til marga aðra liti. Þó er ekki sama hvernig þessir þrír "grunnlitir" eru valdir, til dæmis ef ætlunin er að geta búið til sem flesta aðra liti. Mesti munurinn á sjónvarpsskjá og málarastriga er sá að skjárinn er upphaflega svartur en striginn hvítur og við sjáum liti...
Er hægt að búa til andþyngdarafl?
Eðlilegt er að þessi spurning komi upp og eðlisfræðingar hafa vissulega velt henni fyrir sér. Hún snýst um það hvort til sé fráhrindikraftur sem væri í hlutfalli við massa hlutarins sem hann verkar á og mundi upphefja þyngdarkraftinn eða vinna gegn honum. Svarið er að flestir vísindamenn telja afar ólíklegt að slí...
Er hugsanlegt að maðurinn geti lifað á öðrum plánetum með hjálp tækninnar?
Svarið er já; það er tvímælalaust talið hugsanlegt að menn geti lifað á öðrum plánetum. Til þess þyrfti þó vafalítið "hjálp tækninnar" eins og spyrjendur segja, að minnsta kosti fyrst í stað. Við fyrstu sýn kann að virðast nauðsynlegt að skipta svarinu í tvennt eftir því hvort átt er við reikistjörnur í sólkerf...
Er alnæmi það sama og HIV-veiran?
Í stuttu máli er svarið við þessari spurningu það að alnæmi (Aquired Immunodeficiency Syndrome – AIDS) er sjúkdómurinn sem HIV veiran (Human Immunodeficiency Virus) veldur. Á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands er að finna góða útskýringu á hugtökunum HIV og alnæmi. Þar segir:HIV er sú veira sem valdið getur...
Hvernig er stjórnkerfinu og hagkerfinu háttað í fríríkinu Kristjaníu?
Kristjanía í Kaupmannahöfn er hluti af danska ríkinu og íbúar hennar lúta því dönskum lögum eins og aðrir þegnar Danmerkur. Kristjanía hefur samt nokkra sérstöðu og í framkvæmd hefur dönskum lögum á sumum sviðum verið beitt með öðrum hætti þar en annars staðar. Þetta á aðallega við um fíkniefnalöggjöfina og að...
Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda?
Besta leiðin til þess að útskýra aðferðafræði félagsvísinda er að nota þau hugtök sem félagsvísindamenn nota sjálfir til þess að fjalla um rannsóknir sínar. Annars vegar er um að ræða hugtök sem lýsa hvaða grundvallarnálgun býr að baki mismunandi rannsóknaraðferðum. Helst ber að nefna skiptingu í megindlegar (e. q...
Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?
Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsme...
Hversu margar tegundir af tígrisdýrum hafa verið til og hverjar eru útdauðar?
Það hefur aðeins ein tegund tígrisdýra komið fram í þróunarsögunni, tegund sem á fræðimáli kallast Panthera tigris og við köllum einfaldlega tígrisdýr. Tegundinni hefur hins vegar verið skipt í deilitegundir eða undirtegundir en það er stundum gert þegar mikill breytileiki er í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund...
Gætu mörgæsir lifað á Íslandi?
Mörgæsir (Sphenisciformes) finnast einungis á suðurhveli jarðar; á Suðurskautslandinu og fjölda eyja í Suðurhöfum en einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). Það sem einkennir heimkynni mörgæsa er aðgengi að ríkulegum fiskistofnum á hafsvæðum með mik...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Valfells rannsakað?
Ágúst Valfells er prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann leggur aðallega stund á rannsóknir í rafeðlisfræði, en einnig á sviði orkumála. Rannsóknir Ágústar í rafeðlisfræði hafa einkum snúið að hegðun rafeindageisla og að ákveðinni gerð ómandi afhleðslu (e. multipactor) í örbylgjurás...
Hvað hefur vísindamaðurinn Eyjólfur Ingi Ásgeirsson rannsakað?
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit. Bæði bestun og hermun ganga út á að beita stærðfræðilíkönum til að hjálpa að greina og leysa flókin vandamál. Í bestun er vandamálið sett up...