Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Nanna Karlsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sigrún Nanna Karlsdóttir er dósent við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúið að efnisfræði í tengslum við áraun efna í tærandi umhverfi, sér í lagi tæringu málma í jarðhitaumhverfi en einnig oxun háhita-keramikefna, og tjónagreininga vegna tæringar- eða útfellingavandamála í jarðhitanýtingu.

Á undanförnum árum hefur Sigrún Nanna einkum beint sjónum að efnisvali fyrir mjög tærandi jarðhitaumhverfi, sérstaklega hvað varðar tæringu málma í jarðhitagufu í svokölluðu yfirmarksástandi, en slíkt ástand verður til við hærri hita og þrýsting en almennt þekkist í jarðhitanýtingu í dag.

Rannsóknir Sigrúnar Nönnu hafa snúið að efnisfræði í tengslum við áraun efna í tærandi umhverfi, sér í lagi tæringu málma í jarðhitaumhverfi en einnig oxun háhita-keramikefna, og tjónagreininga vegna tæringar- eða útfellingavandamála í jarðhitanýtingu.

Orkunýtni rafmagnsframleiðslu úr jarðhitagufu batnar eftir því sem hitastig gufunnar er hærra. Nýlega hafa verið gerðar tilraunir til djúpborana hér á landi þar sem jarðhiti hefur mælst yfir 400°C og þrýstingur yfir 300 loftþyngdum. Ef nýta á jarðhita við slíkar aðstæður til rafmagnsframleiðslu þarf hins vegar að þróa nýjar leiðir í efnisvali og tæringarvörnum. Sigrún hefur birt vísindagreinar á alþjóðlegum vettvangi, hlotið rannsóknastyrki úr orkugeiranum, tekið þátt í stórum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og sinnt ráðgefandi hlutverki fyrir íslensk orkufyrirtæki varðandi tæringu og efnisval í jarðhitaumhverfi.

Sigrún Nanna Karlsdóttir er fædd árið 1980. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbautarskólanum í Breiðholti árið 2000 og BS-gráðu frá véla- og iðnaðarverkfræðideild Háskóla Íslands árið 2003. Hún lauk doktorsgráðu í efnisfræði og efnisverkfræði frá Michigan-háskóla í Bandaríkjunum árið 2007. Doktorsverkefni Sigrúnar fjallaði um oxunarþol ofurháhitaþolinna keramik-samsetninga við hátt hitastig (1600-2100°C) þar sem rannsóknir hennar sýndu að flæði og uppgufun bór- og kísiloxíða sem myndast við oxun ZrB2-SiC keramik-samsetninga skipta miklu máli í tengslum við tæringarþol efnanna.

Sigrún Nanna starfaði sem verkefnisstjóri við efnis-, líf- og orkutækni deild Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á árunum 2008-2013. Sigrún er meðstofnandi og meðeigandi verkfræðiráðgjafar- og rannsóknafyrirtækisins Gerosion ehf. og hefur hún verið stjórnarformaður þess frá árinu 2014.

Mynd:

  • Úr safni SNK.

Útgáfudagur

27.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Nanna Karlsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75308.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 27. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Nanna Karlsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75308

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Nanna Karlsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75308>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Nanna Karlsdóttir rannsakað?
Sigrún Nanna Karlsdóttir er dósent við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúið að efnisfræði í tengslum við áraun efna í tærandi umhverfi, sér í lagi tæringu málma í jarðhitaumhverfi en einnig oxun háhita-keramikefna, og tjónagreininga vegna tæringar- eða útfellingavandamála í jarðhitanýtingu.

Á undanförnum árum hefur Sigrún Nanna einkum beint sjónum að efnisvali fyrir mjög tærandi jarðhitaumhverfi, sérstaklega hvað varðar tæringu málma í jarðhitagufu í svokölluðu yfirmarksástandi, en slíkt ástand verður til við hærri hita og þrýsting en almennt þekkist í jarðhitanýtingu í dag.

Rannsóknir Sigrúnar Nönnu hafa snúið að efnisfræði í tengslum við áraun efna í tærandi umhverfi, sér í lagi tæringu málma í jarðhitaumhverfi en einnig oxun háhita-keramikefna, og tjónagreininga vegna tæringar- eða útfellingavandamála í jarðhitanýtingu.

Orkunýtni rafmagnsframleiðslu úr jarðhitagufu batnar eftir því sem hitastig gufunnar er hærra. Nýlega hafa verið gerðar tilraunir til djúpborana hér á landi þar sem jarðhiti hefur mælst yfir 400°C og þrýstingur yfir 300 loftþyngdum. Ef nýta á jarðhita við slíkar aðstæður til rafmagnsframleiðslu þarf hins vegar að þróa nýjar leiðir í efnisvali og tæringarvörnum. Sigrún hefur birt vísindagreinar á alþjóðlegum vettvangi, hlotið rannsóknastyrki úr orkugeiranum, tekið þátt í stórum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og sinnt ráðgefandi hlutverki fyrir íslensk orkufyrirtæki varðandi tæringu og efnisval í jarðhitaumhverfi.

Sigrún Nanna Karlsdóttir er fædd árið 1980. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbautarskólanum í Breiðholti árið 2000 og BS-gráðu frá véla- og iðnaðarverkfræðideild Háskóla Íslands árið 2003. Hún lauk doktorsgráðu í efnisfræði og efnisverkfræði frá Michigan-háskóla í Bandaríkjunum árið 2007. Doktorsverkefni Sigrúnar fjallaði um oxunarþol ofurháhitaþolinna keramik-samsetninga við hátt hitastig (1600-2100°C) þar sem rannsóknir hennar sýndu að flæði og uppgufun bór- og kísiloxíða sem myndast við oxun ZrB2-SiC keramik-samsetninga skipta miklu máli í tengslum við tæringarþol efnanna.

Sigrún Nanna starfaði sem verkefnisstjóri við efnis-, líf- og orkutækni deild Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á árunum 2008-2013. Sigrún er meðstofnandi og meðeigandi verkfræðiráðgjafar- og rannsóknafyrirtækisins Gerosion ehf. og hefur hún verið stjórnarformaður þess frá árinu 2014.

Mynd:

  • Úr safni SNK.

...