Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 369 svör fundust
Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?
Til þess að líkaminn geti starfað eðlilega þurfum við að fá 13 mismunandi vítamín út fæðunni sem við neytum. Þessi vítamín gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum og skorti eitthvert þeirra er hætta á hörgulsjúkdómi. Vítamín skiptast í vatnsleysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vat...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Ingólfsdóttir rannsakað?
Kristín Ingólfsdóttir er fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild. Hún stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og við King's College, University of London, þaðan sem hún lauk doktorsprófi. Rannsóknir hennar hafa einkum snúist um efnafræði og lífvirkni efna sem finnast í íslenskri n...
Hvað er veira?
Veira (e. virus) er örvera sem inniheldur erfðaefni en getur þó ekki fjölgað sér sjálf. Hver gerð af veiru getur sýkt ákveðna lífveru og fjölgað sér innan fruma hennar. Veirur eru mjög sértækar með tilliti til hýsillífvera og geta oftast bara sýkt eina eða fáar tegundir, til dæmis bara menn eða nokkrar tegundir dý...
Hvernig eru gen flutt milli lífvera, óháð skyldleika þeirra, samanber erfðabreytt matvæli?
Við flutning erfðaefnis milli tegunda notfæra menn sér oftast nær svonefndar genaferjur, en það eru annað hvort litlar hringlaga, tvíþátta DNA-sameindir sem nefnast plasmíð eða veirur sem hafa DNA fyrir erfðaefni. Plasmíð fyrirfinnast í flestum bakteríum og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þau eftirmyndast sjál...
Hvað getur þú sagt mér um Klinefelter-heilkenni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver eru einkenni XXY-litningagalla? Klinefelter-heilkenni var fyrst lýst árið 1942 þegar maður að nafni Klinefelter gaf út skýrslu um níu karlmenn sem höfðu óvenjustór brjóst, gisinn hárvöxt í andliti og á líkama, og lítil eistu sem mynduðu ekki sæði. Þessi einkenni hlutu heitið...
Af hverju er hætta á að þeir sem eru of feitir fái sykursýki?
Sykursýki (e. diabetes) er ástand sem getur varað alla ævi og hefur áhrif á getu líkamans til að nýta orkuefni í fæðu sem eldsneyti. Til eru þrjár megingerðir af sykursýki, sykursýki af gerð 1, sykursýki af gerð 2 og meðgöngusykursýki. Nánar er fjallað um þessar tegundir í öðrum svörum á Vísindavefnum. Einsykr...
Hvað veldur ólagi á hormónastarfsemi og hvaða lyf er hægt að fá við því?
Hormón mannslíkamans eru mörg og frá mörgum framleiðslustöðvum, kirtlum og innkirtlum. Starfsemi þeirra er stýrt af stjórnstöðvum sem eru jafnmargslungnar og hormónin eru mörg og flókin. Í stjórnstöðvunum eru frumur og efnahvatar sem lesa úr breytingum í blóði og líkamsvökvum, vessum, hvernig framleiðslu hvers ákv...
Hvað felst í umritun og afritun gena?
Áður en lengra er haldið má benda á að gott er að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Umritun á við það þegar erfðaefnið (DNA) er notað sem mót við nýmyndun RNA sameinda. DNA keðja gens er tvíþátta og við umritun er tekið RNA umrit af öðrum þættinum. Þan...
Geta bakteríur stækkað og orðið eins stórar og menn?
Nei, bakteríur geta ekki orðið jafnstórar og menn af þeirri meginástæðu að bakteríur sem eru aðeins ein fruma hafa ákveðna hámarksstærð. Bakteríur geta ekki orðið jafnstórar og menn. Eftir því sem lífverur urðu stærri í árdaga lífsins urðu þær að þróa með sér virkara flutningskerfi til að fá næringu og súre...
Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar?
Veirur verða að sýkja frumur til að geta fjölgað sér. Þær eru því algjörlega háðar hýsilfrumum sínum og nýta sér efni og aðbúnað í þeim til að mynda nýjar veiruagnir sem svo aftur geta sýkt fleiri frumur. Lífsferill veira er jafn mismunandi og þær eru margar, en í aðalatriðum þurfa veirur að festa sig við hýsil...
Gegna veirur hlutverki í mannslíkamanum?
Óhætt er að fullyrða að veirur gegni hlutverki í mannslíkamanum þrátt fyrir að þekking á því sé enn afar takmörkuð. Fyrst ber að nefna að veirur hafa mikil áhrif í þróun lífsins og flutningi gena á milli lífvera og að stór hluti erfðamengis mannsins virðist kominn frá veirum. Ef einblínt er á veirur sem finnast...
Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?
Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þega...
Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?
Miltað tilheyrir vessakerfi líkamans og er stærsta líffærið í líkamanum úr eitilvef. Það er þakið hylki úr þéttum bandvef og liggur milli maga og þindar. Í miltanu eru ýmsar gerðir af blóðfrumum, þar með talin rauðkorn, átfrumur og hvítfrumur. Miltað síar ekki vessa eins og önnur líffæri vessakerfisins en það i...
Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól?
Skaðsemi sólarljóssins má rekja til útfjólublárra geisla en útfjólublátt ljós skiptist í tvær gerðir, UVA og UVB. Ljósabekkir eru frábrugðnir sólinni að því leyti að ljós þeirra inniheldur eingöngu UVA-geisla sem hafa lengri bylgjulengd en UVB-geislarnir. En það eru UVB-geislarnir sem valda því að við brennum í só...
Hvað heitir hættulegasta veira í heimi? Hvar í heiminum er hún og hvernig deyr maður af henni?
Í svari Evu Benediktsdóttur við spurningunni Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama? er veirum lýst svo:Veirur eru ekki frumur og ekki sjálfstæðar lífverur, raunar eru menn ekki sammála um hvort beri að kalla þær lífverur: Oft er talað um veirur sem "sýkjandi agnir", og frekar sagt ...