Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 578 svör fundust
Hvers vegna þurfa konur í íslamskri trú að hylja sig með blæju ef ekkert stendur í Kóraninum um það?
Skiptar skoðanir eru um það hvort sú hefð að íslamskar konur hylji sig með blæju sé upprunnin í Kóraninum eða aðeins túlkun ráðandi afla á orðum Kóransins. Frá upphafi hefur verið deilt um hvernig túlka beri Kóraninn og hver hafi vald til þess. Lengst af hafa konur verið útilokaðar frá því ferli. Í arabísku er...
Hvernig fer passaskoðun fram þegar strangtrúaðar múslimakonur með blæju fyrir andlitinu eiga í hlut?
Eins og kunnugt er bera sumar strangtrúaðar múslimskar konur blæju sem þekur ekki eingöngu hár þeirra og axlir heldur einnig andlit þeirra. Ef ferðamenn eru þannig til fara liggur það í hlutarins eðli að erfitt er fyrir lögreglu og útlendingaeftirlit að sannreyna að manneskjan sem fer í gegnum vegabréfsskoðunina s...
Af hverju hugsa strákar bara með klofinu?
Það er stundum haft á orði að strákar hugsi með klofinu. Þetta ber þó vitanlega ekki að skilja bókstaflega enda hugsum við öll með heilanum. Hér er átt við að karlmenn hafi meiri áhuga á kynlífi en konur. Spurningin snýst þess vegna í grunninn um það af hverju strákar og stelpur hugsi ekki eins. Kannski mundu m...
Gerðu öll menningarsamfélög fornaldar ráð fyrir yfirburðum karlmanna?
Við þessu er eiginlega ekkert einfalt svar. Í fyrsta lagi er ekki auðvelt að afmarka við hvað er átt með því að tala um menningarsamfélög fornaldar. Mér finnst eðlilegast að þar séu talin þau samfélög sem áttu sér ritmál. Einungis í þeim ríkjum og samfélögum þar sem varðveist hafa ritaðar heimildir um hvaðeina, er...
Hvernig á að beygja erlend nöfn og íslensk ættarnöfn í eignarfalli?
Oft er fólk í vafa um beygingu erlendra nafna og íslenskra ættarnafna í eignarfalli. Mælt er með eftirfarandi reglum (sjá nánar um þetta efni rit Ingólfs Pálmasonar, Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku, 1987): Ættarnöfn kvenna, innlend sem erlend, eru að jafnaði ekki beygð: að sögn Sigríðar Snævarr, þáttu...
Hver var Cecilia Payne-Gaposchkin og hvernig sýndi hún fram á að sólin væri að mestu úr vetni?
Cecilia Helena Payne-Gaposchkin er eflaust frægust fyrir að hafa sýnt fram á að sólin væri að mestu leyti úr vetni. Áður fyrr höfðu vísindamenn talið að sólin og aðrir himinhnettir hefðu efnasamsetningu svipaða jörðinni en Payne-Gaposchkin sýndi fram á að svo var ekki í doktorsritgerð sem rússnesk-bandaríski stjar...
Af hverju þarf maður rafmagn?
Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Það þarf rafmagn til að knýja öll tæki og tól sem ganga fyrir rafmagni. En auðvitað væri hægt að vinna ýmis verk án rafknúinna tækja og kannski er spurningin til komin vegna þess að spyrjandi veltir fyrir sér hvort hægt sé að spara rafmagn með því að minnka notk...
Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað?
Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað. Rannsóknir Helgu eru flestar unnar í nánu samstarfi ví...
Er allt krabbamein lífshættulegt?
Einfalt og fljótlegt svar við þessari spurningu er nei. En við skulum líta örlítið nánar á þetta og þá blasir strax við að mikill munur er milli mismunandi tegunda krabbameina. Langt er síðan farið var að líta svo á að þær tegundir krabbameina sem helst leggjast á börn og ungt fólk séu læknanlegar. Þetta á til...
Er áfengi fitandi?
Spurningin í heild sinni var svona: Er áfengi (etanól) sem slíkt fitandi eða er það lífsstíllinn sem fylgir mikilli neyslu sem hefur áhrif á líkamsvöxtinn? Í hverju grammi af etanóli eru 7 hitaeiningar (he), öðru nafni kílókaloríur (kkal). Við hóflega drykkju bætast þessar hitaeiningar við þær hitaeiningar sem f...
Hvaða áhrif geta reykingar haft á heilsuna og lungun?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það rétt að lungu reykingafólks hreinsast og verða eins og hjá fólki sem ekki hefur reykt ef það hættir að reykja? Stutta svarið Áhrif reykinga á lungun eru oft viðverandi ef reykt er lengi. Með því að hætta er þó alltaf hægt að bæta ástand lungnanna sem losna vi...
Hvað er póstmódernismi?
Póstmódernismi er hugtak. Það er ekki aðeins eitt af stærri hugtökum í vestrænni hugmynda- og menningarsögu, heldur varðar það nútímann og lifandi fólk. Nú kann það sem er risavaxið og í seilingarfjarlægð að virðast auðgreinanlegt og svarið við spurningunni: Hvað er póstmódernismi? að liggja í augum uppi. En því m...
Hvað hefur vísindamaðurinn Erlingur Jóhannsson rannsakað?
Erlingur Jóhannsson er prófessor í íþrótta- og heilsufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Erlings tengjast lýðheilsu, velferð eða lifnaðarþáttum fólks og íþróttum. Erlingur hefur stýrt fjölmörgum umfangsmiklum rannsóknarverkefnum á undanförnum árum, bæði íhlutunarrannsóknum og langtímarannsóknum....
Hjá hvoru kyninu er geðveila meira ríkjandi?
Með „geðveilu“ er líklega átt við geðröskun eins og geðsjúkdómar eru nú yfirleitt nefndir. Í heild er ekki neinn munur á algengi eða tíðni geðraskana eftir kyni. Þunglyndis- og kvíðaraskanir eru þó tíðari meðal kvenna en á móti kemur að geðraskanir vegna áfengisnotkunar eru algengari meðal karla. Á pers...
Hvaða rannsóknir hefur Silja Bára Ómarsdóttir stundað?
Allt er alþjóðlegt. Ein fyrsta reglan sem við lærum er í umferðarskólanum, þar sem okkur er kennt að líta fyrst til vinstri, svo hægri og loks aftur til vinstri. Hið alþjóðlega snertir allt okkar líf, bæði hversdagslega og sérstaka þætti þess. Ósjálfráð hugrenningatengsl okkar um alþjóðamál eru kannski að þau séu ...