Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5803 svör fundust
Hvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar?
Salt er efni sem finnst í náttúrunni, bæði uppleyst og óuppleyst. Allt salt sem menn nota er komið frá náttúrunni með tiltölulega einföldum hætti. Okkur sýnist því ekki rétt að tala fortakslaust um salt sem skaðvald í umhverfinu. Það er einfaldlega eitt af því sem náttúran ber í skauti sínu og er ýmist til góðs eð...
Hvernig er stjórnkerfinu og hagkerfinu háttað í fríríkinu Kristjaníu?
Kristjanía í Kaupmannahöfn er hluti af danska ríkinu og íbúar hennar lúta því dönskum lögum eins og aðrir þegnar Danmerkur. Kristjanía hefur samt nokkra sérstöðu og í framkvæmd hefur dönskum lögum á sumum sviðum verið beitt með öðrum hætti þar en annars staðar. Þetta á aðallega við um fíkniefnalöggjöfina og að...
Hvað er séríslenskt?
Þetta er snúin spurning. Þó má draga fram nokkur atriði sem gætu réttlætt þessa einkunn: Eitthvað hefur orðið til á Íslandi og hvergi annars staðar. Eitthvað hefur flust til Íslands og varðveist þar en horfið annars staðar. Eitthvert fjölþjóðlegt fyrirbæri hefur fengið sérstætt snið á Íslandi. Áður en f...
Af hverju var Alþingi stofnað?
Það hefur tíðkast frá ómunatíð víðs vegar um heiminn að menn komi saman á þing til að ráða ráðum sínum, setja lög og dæma í málum manna. Til er sú skoðun að slíkt almannavald sé eldra og upphaflegra en vald fárra og tiginna stjórnenda eins og konunga. Aþeningar hinir fornu, sem löngum hefur verið litið til sem fyr...
Hvernig fann Eratosþenes ummál jarðar svo nákvæmlega meira en 200 árum fyrir Krist?
Á þriðju öld fyrir Krist tókst Eratosþenesi að reikna ummál jarðarinnar með nokkuð góðri nákvæmni. Aðferðina sem hann beitti má skýra með meðfylgjandi mynd. Eratosþenes vissi að á hádegi um hásumar falla ljósgeislar frá sólinni beint ofan í brunn í borginni Sýenu við Níl. Sólin er því beint yfir henni á þessum ...
Hver er meðgöngutími svartadauða?
Svartidauði er sjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Yersinia pestis. Bakterían þrífst í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Hún berst helst á milli dýranna með smituðum flóm og þannig getur hún einnig borist til manna. Sjúkdómurinn hefur gengið í þremur heimsfaröldrum. Fyrst á 6. öld í kring...
Get ég ekki virkjað safnkassann minn og fengið metangas líkt og gert er á Álfsnesi?
Rotnun lífrænna efna getur farið fram á tvennan hátt, annað hvort með súrefni eða án þess. Aðstæðurnar ráða hvernig bakteríur eru að verki. Þegar súrefni er til staðar í safnkassa sjá ákveðnar bakteríur um niðurbrotið og við þess háttar rotnun myndast vatn og koltvísýringur (CO2) auk hita. Við súrefnissnauðar ...
Hvað er fullnæging?
Langoftast þegar verið er að fjalla um kynferðislega fullnægingu er átt við lífeðlisfræðilega svörun líkamans við kynferðislegu áreiti. William Masters og Virginia Johnson voru frumkvöðlar í rannsóknum á sviði kynlífs. Árið 1966 greindu þau frá niðurstöðum sínum sem fjölluðu meðal annars um svörun líkamans við kyn...
Af hverju verður þynning á ósonlaginu yfir suðurpólnum þar sem eru fáar verksmiðjur, en ekki yfir Bandaríkjunum?
Skýringin á því að ósonþynning gerist öðru fremur yfir suðurpólnum er í meginatriðum þríþætt. Í fyrsta lagi berast efnin sem valda þynningunni um allan lofthjúpinn þó að þau eigi að miklu leyti upptök sín í iðnríkjunum eins og spyrjandi hefur í huga. Í öðru lagi dregst ósonið í lofhjúpnum sérstaklega að suðurskaut...
Hvers vegna er komma notuð í stað punkts til að tákna tugabrot á Íslandi?
Spurningin í heild sinni var svohljóðandi: Hvers vegna er notuð komma á Íslandi til að skipta á milli heiltöluhluta og aukastafa í stað punkts eins og tíðkast á flestum öðrum stöðum? Er þetta gert eingöngu til að valda vandræðum eða er einhver vitleg ástæða á bak við þetta? Mismunandi hefðir eru í heiminum u...
Getur verið að margar tegundir geimvera séu á jörðinni, eins og til dæmis skordýr, spendýr, skriðdýr, plöntur, sveppir?
Svarið er já, þetta er ekki bara möguleiki, heldur er það þannig! Við erum nefnilega öll geimverur ef að er gáð, bæði mennirnir, flugurnar, svínin, slöngurnar, mistilteinninn og kúalubbinn. Við höfum orðið til með þeim hætti að ekkert sérstakt útilokar það með öllu að lífverur hafi getað orðið til með sama hætti a...
Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?
Spurningunni fylgdi sú skýring að Krakavellir eru í Fljótum. Forliðurinn í Krakavellir er ef til vill sögnin að kraka. Merking sagnarinnar samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að „ná til botns“ eða „ná einhverju upp frá botni“. Niður af bænum Krakavöllum í Fljótum heitir Nátthagi niður við Flókadalsá. Í örnefn...
Eru önnur lönd í heiminum, fyrir utan Ísland, sem raða nöfnum eftir eiginnafni?
Erfitt er að svara þessari spurningu þar sem upplýsingar virðast ekki liggja frammi um röðun í símaskrá um allan heim. Athugun á Norðurlöndum sýnir að þar er raðað eftir kenninafni (ættarnafni). Annars staðar í Evrópu gildir hið sama. Í Bandaríkjunum og Ástralíu er raðað eftir kenninafni. Um Afríku og Asíu mun...
Af hverju þurfum við vatn til að lifa?
Lífið á jörðinni þróaðist í vatni og allar lífverur nýta sér sérstaka eiginleika vatnsins. Vatnið, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ræður að miklu leyti byggingu og líffræðilegurm eiginleikum prótína, kjarnsýra, fitusameinda og ýmissa annarra sameinda í lifandi frumu. Vatnið er þess ...
Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?
Spurningin í heild var svona:Eru atóm alls staðar og í öllu? Og ef svo er, hver er þá munurinn á uppbyggingu til dæmis manns og steins? Er það þéttleiki atóma og/eða uppröðun? Að lokum, eru öll atóm eins? Og er möguleiki á því að atóm séu lífverur?Atóm (grískt orð yfir "ódeilanlegur") voru lengi talin minnsta bygg...