Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 172 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Er hægt að lækna hrygggigt eða er bara hægt að halda einkennum niðri með lyfjum?

Hrygggigt (Spondylitis ankylopoetica) er sjúkdómur sem greinilega hefur fylgt mannkyninu lengi. Sýnt hefur verið fram á hryggikt í múmíum úr gröfum Forn-Egypta og einnig hafa fundist merki um sjúkdóminn í líkamsleifum frá því um 3000 árum fyrir Krist. Ekki er vitað með vissu um algengi hrygggigtar, en talið er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?

Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða hellar til?

Flestir náttúrlegir hellar heimsins hafa orðið til við það að roföfl af ýmsu tagi grófu holrúm í berg sem áður hafði myndast. Undantekningar eru hraunhellar á eldfjallasvæðum, til dæmis á Íslandi og Hawaii, sem verða til samtímis berginu sem þeir eru hluti af. Kalksteinshellar Lang-algengastir og frægastir eru...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Barbara McClintock og hvert var framlag hennar til erfðafræðinnar?

Barbara McClintock var fædd árið 1902 í Hartford í Connecticut. Hún lauk doktorsprófi í grasafræði frá Cornell-háskóla árið 1927, en í rannsóknum sínum hafði hún fengist við erfðir maísplöntunnar. Hún starfaði áfram við Cornell með litlum hléum til ársins 1936 og gerði á þeim árum merkar athuganir á litningum plön...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?

Fyrir 30 þúsund árum þakti ísaldarjökullinn stærstan hluta Skandinavíu þar með talið Noreg. Það má ætla að dýralíf hafi verið mjög fábrotið á þeim tíma og sennilega hefur það verið svipað því sem nú er á Norður-Grænlandi. Þegar tók að hlýna fyrir um tíu þúsund árum losaði ísaldarjökullinn þungar og kaldar krumlur ...

category-iconEfnafræði

Hvað er áburðarsprengja?

Áburðarsprengju mætti frekar kalla ammoníumnítratsprengju, því hægt er að gera sprengju úr ammoníumnítratáburði en ekki öðrum tegundum áburðar. Snemma á 19. öld var farið að nota Chile saltpétur eða natríumnítrat (NaNO3) sem áburð og vitað var að það var köfnunarefnið (efnatákn N) sem jók mjög vöxt plantna. Þe...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?

Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær í þróunarsögu hryggdýra kom kjálkinn fyrst fram og hvaða áhrif hafði það?

Tilkoma kjálkans er talin vera eitt af merkilegustu atvikum í þróunarsögu hryggdýra því hún opnaði nýja möguleika í fæðuöflun. Kjálkar gerðu hryggdýrum kleift að bíta í önnur dýr og þannig nýta aðra fæðu og beita veiðiaðferðum sem voru kjálkleysingjum ómögulegar.[1] Uppruni hryggdýra er að mörgu leyti nokkuð ól...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld?

Hefð er fyrir því að skipta jarðsögunni í upphafsöld, frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Öldum er svo skipt niður í tímabil, sem dæmi skiptist miðlífsöld í trías, júra og krít. Miðlífsöld tók við af fornlífsöld fyrir um 250 milljón árum eftir mesta hrun lífríkis jarðar, þegar meira en 98% tegund...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?

Spurningin sem svo var orðuð árið 2002 og höfundur svaraði þá á Vísindavefnum felur í sér tvær rangar fullyrðingar. Enn fremur hafa í millitíðinni komið fram nýjar upplýsingar um uppruna rykmítla í húsakynnum hérlendis þannig að rétt þykir að uppfæra svarið. Í fyrsta lagi hefur orðið breyting á hugtakanotkun en...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr leynast í rúmum og teppum landsmanna?

Um árabil var það trú manna að rykmaurar, sem nú eru kallaðir rykmítlar (sjá svar við spurningunni Eru rykmaurar það sama og rykmítlar?) lifðu á húðflögum og væru algengir í rúmum og teppum innan húss, til dæmis í svefnherbergjum. Öpuðu menn þetta hver upp eftir öðrum og standa þessar fullyrðingar víða á prenti. N...

category-iconHeimspeki

Hvers virði er mannslíf?

Oft er sagt að mannslíf séu ómetanleg, að ekki sé hægt að setja á þau verðmiða og raunar sé ekki til sú upphæð sem væri of há fyrir mannslíf. Og þannig líður okkur sjálfsagt flestum þegar við hugsum um líf ástvina okkar. En er það rétt að við séum alltaf tilbúin til að gefa hvað sem er til bjargar mannslífum? Á...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað gerist í Bandaríkjunum ef atkvæði í kjörmannakerfinu standa á jöfnu?

Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona: Hvað gerist ef forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum fá báðir 269 kjörmenn? eða ef annar frambjóðandi vinnur nægilega marga kjörmenn til að koma í veg fyrir að hægt sé að ná 270 kjörmönnum? Hvaða afleiðingar gæti það haft ef báðir forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum f...

category-iconJarðvísindi

Hvað er sjávarskafl eða tsunami?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er eitthvað til í því að risaflóðbylgjur sem myndast við jarðskjálfta eða skriðuföll geti náð hátt í 1000 km hraða? Ef svo er hver er þá ástæðan? Árið 1963 sammæltust vísindamenn um að nota orðið tsunami yfir langar bylgjur á yfirborði sjávar sem magnast uppi við landsteina og ve...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geturðu sagt mér allt um birni og sýnt mér myndir?

Birnir tilheyra bjarnarætt (Ursidae) sem skiptist í tvær undirættir; Ailurinae (pandabirnir) en til hennar heyrir aðeins ein tegund risapandan (Ailuropoda melanoleuca), og Ursinae (birnir) sem inniheldur sjö tegundir í þremur ættkvíslum. Einungis verður fjallað um tegundir af Ursinae-undirættinni hér þar sem lesa ...

Fleiri niðurstöður