Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1545 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Gæti einhver íslenskur fugl drepið mann?

Í íslenskri náttúru eru engin lífshættuleg dýr líkt og í náttúru margra annarra landa. Sum dýr hér á landi sýna þó mikla árásarhneigð við ákveðnar kringumstæður, til dæmis þegar fólk fer of nærri hreiðrum þeirra eða búi. Einhverjir hafa eflaust lent í árásum geitunga á sumrin. Nokkrar fuglategundir vernda hreið...

category-iconFornfræði

Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?

Í grískri goðafræði var Mínos konungur á eynni Krít. Þegar Mínos og bræður hans Hradamanþys og Sarpedon vildu fá úr því skorið hver þeirra skyldi verða konungur Krítar bað Mínos guðinn Póseidon um að senda sér naut til fórnar. Póseidon sendi honum naut úr sjónum en Mínos fékk sig ekki til að fórna því. Gerði þá Pó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kúrbítur?

Orðið kúrbítur á rætur að rekja til latínu cucurbita í merkingunni ‘grasker’. Í miðaldalatínu er gert ráð fyrir myndinni *curbita, sem ekki virðist koma fyrir það vitað sé og þess vegna stjörnumerkt. Í fornháþýsku hét jurtin kurbiz, fengin að láni úr latínu, en í háþýsku heitir hún Kürbis. Í eldri dönsku hét j...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?

Silfurskottur eru meðal kunnustu meindýra í húsum landsmanna. Hér á landi er útbreiðsla þeirra einungis bundin við heimahús og er svo víða um heim. Nánar má lesa um silfurskottur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju koma silfurskottur í hús? Hér er hins vegar spurt um tegundir sem leggja sér silfurskot...

category-iconHeimspeki

Hver var heilagur Tómas af Aquino?

Lífshlaup Tómasar Tómas af Aquino var merkasti heimspekingur miðalda og raunar einn af mestu heimspekingum Vesturlanda. Kaþólska kirkjan tók hann í dýrlingatölu og þess vegna er oft einnig vísað til hans sem „heilags“ Tómasar. Tómas fæddist árið 1225 í kastala nokkrum að nafni Roccasecca sem liggur miðja ve...

category-iconHugvísindi

Hver var Jón lærði Guðmundsson?

Jón lærði hét fullu nafni Jón Guðmundsson og var sjálfmenntaður alþýðumaður og náttúruskoðari sem lifði á 17. öld. Nafn hans tengist atburðum brennualdar þar eð yfirvöld sökuðu hann um kukl og galdur. Saga Jóns lærða er raunaleg lífssaga manns sem var uppi á „þeirri öld sem spillti upplagi hans og hæfileikum“ eins...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna klofnaði Rómverska keisaradæmið í austur- og vesturhluta?

Skipting Rómaveldis í austur- og vesturhluta varð til á löngum tíma. Segja má að stjórnarkreppur og valdaátök hafi átt sinn þátt í að kljúfa ríkið en aðstæður í austur- og vesturhluta ríkisins voru einnig gerólíkar. Rómaveldi varð í reynd að keisaradæmi árið 27 f.Kr. enda þótt það væri enn þá lýðveldi að nafnin...

category-iconJarðvísindi

Hvernig var landslag á Íslandi fyrir ísöld?

Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Við mótun landsins takast á innræn öfl og útræn: eldgos bæta jarðmyndunum ofan á þær sem fyrir voru, en roföflin rjúfa yfirborðið og bera jarðefnin til sjávar, auk þess sem brimaldan mótar ströndina án afláts. Hvorum vegnar betur á ...

category-iconTrúarbrögð

Er líf eftir dauðann?

Ef þessari spurningu væri beint til raunvísindamanns mundi hann segja að hvorki hefði tekist að sanna né afsanna fullyrðingu um að líf væri eftir dauðann. Afdráttarlaus fullyrðing á annan hvorn veginn væri þess vegna utan við þekkingu vísindanna, að minnsta kosti að svo stöddu. Margir raunvísindamenn mundu síðan l...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er páskaliturinn í kirkjunni fjólublár en ekki gulur eins og venjulegi páskaliturinn?

Páskaliturinn er nú reyndar hvítur en tíminn fyrir páska, það er að segja fastan, hefur fjólubláan lit. Að baki spurningunni liggur málvenja síðari ára sem lætur páskana byrja ekki síðar en þegar skólar fara í páskafrí. Af þeirri ástæðu er farið að kalla vikuna fyrir páska páskaviku, þótt hún heiti frá fornu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til mörg hestakyn?

Allt frá því að menn tóku hross í þjónustu sína fyrir 3-4 þúsund árum á steppum Mið-Asíu hafa hestar gegnt mikilvægu hlutverki í samfélögum manna víða um heim. Í árdaga voru villihestar mikilvæg veiðidýr en þegar fyrst var farið að halda hesta var það aðallega vegna þess að hægt var að nýta kjötið af þeim og mjólk...

category-iconStærðfræði

Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?

Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...

category-iconFélagsvísindi

Er ölvaður ökumaður alltaf í órétti ef hann lendir í árekstri?

Skýrt er kveðið á um það í umferðarlögum að akstur ökutækis undir áhrifum áfengis er bannaður. Þetta kemur fram í 2. mgr. 44. gr., og 45. gr. laganna. Í 102. gr. laganna er kveðið á um að brot gegn 45. gr. laganna og segir þar að slík brot valdi sviptingu ökuréttar. Í 107. gr. a. er kveðið á um að hafi ölvunarakst...

category-iconTrúarbrögð

Hver er uppruni hugtaksins heilagur andi?

Að kristnum skilningi er heilagur andi andi Guðs og er uppruna hugtaksins heilagur andi að finna í Biblíunni. Í Gamla testamentinu er litið á anda Guðs eða heilagan anda sem mátt eða kraft frá Guði. Hann er nefndur í sköpunarsögunni: “Andi Guðs sveif yfir vötnunum" (1. Mósebók 1.2) og í einum Davíðssálmi segir: “F...

category-iconSálfræði

Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?

Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...

Fleiri niðurstöður