Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 165 svör fundust
Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann?
Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...
Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?
Konungsríkið Sádí-Arabía gekk í gegnum miklar samfélagsbreytingar á síðustu öld og segja má að það hafi þróast frá því að vera vanþróað ríki þar sem meirihluti íbúanna lifðu hirðingjalífi, í það að vera eitt ríkasta land í heimi með tilheyrandi borgarlífi og neyslu. Kúvendingin varð þegar olía fannst í austurhlut...
Eru skrímsli til?
Fljótt á litið kann einfalda svarið að virðast vera: Nei, skrímsli eru ekki til í raun og veru. Hið rétta er að svarið er flóknara en svo og öllu áhugaverðara. Það er nokkuð á reiki hvaða eiginleikum lífvera þarf að vera búin til að teljast skrímsli því þeir eiginleikar eru breytilegir frá einum tíma til annars...
Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Ramses II.?
Ramses II. eða Ramses hinn mikli var þriðji faraó Egyptalands og tilheyrði svonefndu 19. ættarveldi. Hann var sonur Seti I. og Tuyu drottningar. Ramses II. var uppi um 1292–1190 f.Kr. og stóð valdatími hans yfir frá um 1279 til 1213. Talið er að hann hafi verið 96 ára þegar hann lést og á löngum valdatíma lét hann...
Hver er sagan á bak við Gvendarbrunna og hversu gamalt er vatnið sem kemur úr þeim?
Hér er einnig svarað spurningu Leifs:Hver er aldur drykkjarvatns úr Gvendarbrunnum? Fyrir þjóð eins og Íslendinga, sem ávallt virðist eiga nóg af góðu og heilnæmu vatni, hljómar sparneytni í vatnsmálum ef til vill furðulega. Nánast hvar sem er á landinu er hægt að drekka vatn í ám og lækjum án þess að hreinsa þ...
Af hverju var framið þjóðarmorð í Rúanda árið 1994?
Fjölgmargir hafa spurt Vísindavefinn um atburðina í Rúanda. Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvaða áhrif höfðu þjóðarmorðin í Rúanda á þjóð og komandi ár? Af hverju gerðust atburðirnir í Rúanda 1994 og hverjar eru afleiðingar þeirra? Hvernig byrjaði allt blóðbaðið í Rúanda og hvernig standa málin í dag? H...
Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið í Bandaríkjunum?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um Þrælastríðið og efni tengt því. Hér er meðal annars að finna svör við spurningunum: Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið sem var milli suður- og norðurríkja Ameríku þegar svertingjar voru þrælar? Af hverju kallast bandaríska borgarastyrjöldin („civil war“) „Þrælastríðið“...
Er nauðsynlegt að við varðveitum tungumál okkar eða er þetta óþörf fornaldardýrkun?
Spurningunni, eins og hún er orðuð, hvort það sé nauðsynlegt fyrir okkur íbúa þessa lands að tala íslensku eður ei, ætti í sjálfu sér að vera auðsvarað og það neitandi. Strangt tekið er það ekki samkvæmt neinu náttúrulögmáli heldur af sögulegum ástæðum og tilviljunum að við höfum talað þetta tungumál í hartnær tól...
Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?
Á fjórða árþúsundinu fyrir Krist fór að breiðast út um vestanverða Evrópu sá siður að gera mannvirki úr stórum steinum. Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd á máli vísindanna „megalithos“ (e. megaliths) sem er komið úr grísku og merkir „stór steinn“, en á íslensku hafa þau verið kölluð jötunsteinar. Stærsta og tilkomu...
Hvað gerðist í bókmenntum á Íslandi árið 1918?
Freistandi væri að svara einfaldlega að fremur lítið hafi gerst í íslenskum bókmenntum árið 1918. Íslendingar höfðu um ýmislegt annað að hugsa þetta ár sem bar í skauti sér margskonar hörmungar. Þetta ár lauk fyrri heimstyrjöldinni sem hafði haft í för með sér kreppt kjör almennings svo staðan var ekki beysin þega...
Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?
Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...
Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum upphaflega, hvert er það í dag? Hefur það alltaf verið það sama? Eins og iðulega er tilfellið með einfaldar spurningar, þá er ekki til neitt einfalt svar og það er ekki hægt að gefa eitt svar við þessari spurn...
Hver er Noam Chomsky og hvers vegna er hann öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs?
Uppruni og menntun Noam Chomsky fæddist 7. desember 1928 í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru William og Elsie Chomsky. Faðirinn var þekktur fræðimaður í hebreskum fræðum, prófessor við Gratz College í Pennsylvaníu og innflytjandi frá Úkraínu. Móðirin ólst upp í Bandaríkjunum, átti æt...
Er það satt að Forngrikkir og aðrar gamlar menningarþjóðir hafi verið litblindar?
Þetta er áhugaverð spurning sem vert er að skoða nánar. Það er líklega einkum tvennt sem leiðir til hennar. Í fyrsta lagi eru meira og minna allar varðveittar styttur Forngrikkja ómálaðar, annaðhvort hvítar marmarastyttur eða bronslitar eirstyttur. Í öðru lagi hafa nútímamenn stundum furðað sig á því hvernig fornm...
Eru fangelsismál á Íslandi ólík því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum?
Íslensk fangelsi í samanburði við önnur norræn ríki Íslenska ríkið á og rekur öll fangelsi hér á landi.[1] Fangelsismálastofnun var stofnuð árið 1989 eftir forskrift systurstofnana á Norðurlöndum og hefur ætíð síðan sótt fyrirmyndir sínar þangað. Samstarf milli norrænu þjóðanna er náið, bæði hvað varðar ný full...