Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 570 svör fundust
Hver er merking og uppruni orðsins "hósanna"?
Orðið hósanna, einnig skrifað hósíanna er lofgerðarhróp guði til dýrðar. Það má til dæmis sjá í 11. kafla Markúsarguðspjalls í versi 9 og 10:Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: „Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!S...
Hver er uppruni orðsins "mella"?
Orðið mella hefur fleiri en eina merkingu og er uppruninn mismunandi. Það getur merkt ‘loka, slagbrandur; lykkja’ og er þá tökuorð úr dönsku malle eða nýnorsku melle ‘hringja, sylgja’ sem aftur hafa tekið orðið að láni úr fornfrönsku maille ‘möskvi, reimargat’. Önnur merking orðsins er ‘dýr með afkvæmi sitt;...
Tilheyrir Ísland raunverulega Skandinavíu eða er það bara talið með Norðurlöndunum vegna skyldleika?
Gömul merking orðsins Skandinavía nær yfir löndin Noreg og Svíþjóð. Ekki er vitað fyllilega hver upprunaleg merking orðsins var en þó hafa menn hallast að því að merkingin sé eyja myrkursins eða þokueyjan (Norska orðið skodde merkir þoka og avia eða aujo sem er norskt að uppruna merkir eyja). Á fornum kortum er Sk...
Hefur orðið reisluvog fleiri en eina merkingu?
Í Íslenskri orðabók, sem gefin var út af Menningarsjóði 1983, er sagt að reisla sé „sérstök vog, vog með löngu skafti (löngum armi) og einu lóði.“ Sama merking kemur fram í þeim dæmum sem finnast í seðlasafni Orðabókar Háskólans. Safnið er öllum aðgengilegt hér. Orðabókin á aðeins eitt dæmi um reisluvog og virðist...
Hvað merkja orðin 'Heims um ból'?
Heims um ból helg eru jólSvona hefst hinn þekkti jólasálmur Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852) sem sunginn er við lag Franz Gruber (1787-1863). Orðaröðin er ungum lesendum líklega framandi og jafnvel merking einstakra orða. Hér merkir 'ból' byggð eða annað aðsetur manna, samanber orðalagið 'hvergi á byggðu ból...
Hver er uppruni, aldur og merking orðsins "kverúlant"?
Orðið kverúlant er dönsk sletta en í dönsku er kværulant notað um þann sem er kvartsár og aðfinnslusamur. Það á rætur að rekja til latínu en sögnin qveror merkir að ‘kvarta yfir einhverju’ og nafnorðið qverulus er notað um þann sem kvartar. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er nú aðeins eitt dæmi um kverúlant...
Hver er uppruni og upprunaleg merking orðsins skíthæll?
Orðið skíthæll virðist koma fram í málinu í lok 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1899 og elsta heimild á vefnum timarit.is er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1905. Í báðum tilvikum er farið með orðið eins og vel þekkt skammaryrði þannig að reikna má með að það hafi verið þekkt í talmáli ...
Hver er merking orðatiltækisins að skripla á dögunum?
Sögnin að skripla merkir að ‘renna, hrasa’. Ég kannast ekki við orðasambandið að skripla á dögunum en hins vegar að eitthvað skripli, skriki á skötunni í merkingunni ‘eitthvað mistekst, fer úrskeiðis’. Það þekkist þegar á 17. öld. Þekkt er sagan af séra Hálfdáni í Felli í þjóðsögum Jóns Árnasonar (1954 I:502). Sér...
Hvað merkir hugtakið landslag?
Orðið landslag er rótgróið í íslenskri tungu. Samkvæmt íslenskri orðabók táknar það „heildarútlit landsvæðis, form náttúru á tilteknum stað“ (Mörður Árnason, 2007). Þessi merking orðsins vísar annars vegar til hlutbundinna eiginleika lands og lögunar, hins vegar til þess að landslag er sjónrænt. Samkvæmt Orðabók u...
Hvenær er núna?
Núna er auðvitað nákvæmlega á þessari stundu, það er að segja þegar þetta er skrifað ... eða kannski alveg eins þegar þetta er lesið. Núna er eitt af þeim orðum sem kölluð hafa verið ábendingarorð (e. indexicals) og eru þeim eiginleikum gædd að merking þeirra ræðst af því hver segir þau, hvar og hvenær. Me...
Hvenær á að nota "myrkur í máli" og hvenær "ómyrkur í máli"?
Sá sem er myrkur í máli talar þannig að erfitt getur verið að skilja hvert hann er að fara, hver skoðun hans er. Þá er til dæmis hægt að segja: ,,Ræðumaðurinn var svo myrkur í máli í málflutningi sínum að áhorfendur skildu illa boðskap hans.” Oft er sagt eitthvað á þessa leið: ,,Hann var ekki myrkur í máli í ræðu ...
Hvað er að vera kostulegur?
Lýsingarorðið kostulegur hefur þekkst í málinu öldum saman. Það var upphaflega notað í merkingunni ,dýrmætur, ágætur, dýrlegur’, til dæmis um kostuliga veislu og kostuligt kramverk (Fritzner II:338). Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Historíu pínunnar sem gefin var ...
Hver er heimspekileg notkun orðanna inntak og umtak?
Orðin inntak (e. intension) og umtak (e. extension) eru notuð í heimspeki til að gera grein fyrir tveimur mismunandi gerðum merkingar. Annars vegar er um að ræða það sem viðkomandi orð (eða setning) gefur í skyn eða lætur í ljós og hins vegar þann hlut í heiminum sem orðið táknar eða vísar til. Þannig gæti inntak ...
Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is?
Í gögnum Orðabókar Háskólans fundust ekki örugg dæmi um veislubarn. Aftur á móti er í fornu máli til orðið veislumaður og er ein merking þess ‘sá sem er á framfæri annars’ (Fritzner 901). Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld finnast bæði orðin veislukarl og veislukona. Skýringar eru á ...
Getið þið sagt mér hvað orðið Gemlufall þýðir?
Bærinn Gemlufall er í Mýrahreppi í V-Ísafjarðarsýslu norðan Dýrafjarðar. Gemla er hæsti hnjúkurinn á fjallinu ofan við bæinn (724 m). Orðið gemla gat merkt ,veturgömul ær' og síðar ,gamalær' eða ‚gömul tönn‘. Merking bæjarnafnsins gæti því verið ‚ærfall‘, að þar hafi gemla fallið, svo líklegt sem það kann að þykja...