Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 276 svör fundust
Hvaða áhrif hefur gangráður á venjulegt líf fólks?
Gervigangráður sem starfar rétt hefur lítil sem engin áhrif á venjulegt líf fólks. Það tekur nokkrar vikur að jafna sig eftir aðgerð og lengist sá tími með aldri. Hjá flestum fer lífið í sömu skorður og áður eftir fáeina daga. Gangráðurinn á ekki að hindra fólk við vinnu eða í líkamsrækt en það kemur fyrir að hann...
Hvað heitir áhaldið sem notað er til að slökkva á kertum?
Upphafleg spurning var svohljóðandi: Mig vantar gamalt íslenskt heiti yfir áhald sem notað er til að slökkva kerti. Áhaldið er úr málmi (kopar), ca. 20 cm löng stöng með píramíta á endanum sem settur er yfir logann og slekkur hann. Áhaldið sem spurt er um hefur fleiri en eitt nafn. Það hefur verið nefnt skarhjá...
Hvað þýðir orðtiltækið ‘að ganga ekki heill til skógar’?
Merking orðatiltækisins að ganga ekki heill til skógar er að ‘vera ekki við góða heilsu, eiga við meiðsl eða veikindi að stríða’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er fengið úr Safni af íslenzkum orðskviðum eftir Guðmund Jónsson sem gefið var út árið 1830. Þar er orðatiltækið prentað: ,,Hann gengr ekki heill til ...
Hvert er innihald gelatíns og í hvaða neysluvörum er það að finna?
Gelatín er hlaupkennt, lyktarlaust og bragðlaust prótein sem verður til við hitun kollagenþráða meðal annars úr sinum og beinum spendýra í nærveru vatns. Eins og önnur prótein, samanstendur gelatín af amínósýrum. Út frá næringarfræðilegu sjónarmiði er gelatín ekki hágæðaprótein eins og önnur dýraprótein, vegna þe...
Hvaða vítamín eða steinefni vantar í líkamann ef maður fær mjög oft sinadrátt?
Sinadráttur getur fylgt ýmiss konar aðstæðum. Einna algengast er að fá sinadrátt við eða eftir óvenjulega og mikla áreynslu eins og fylgt getur íþróttaiðkun, erfiðri göngu eða áreynslu í starfi. Margir þekkja það að fá sinadrátt að kvöld- eða næturlagi, til dæmis í kálfa, án sérstakrar ástæðu. Sumur konur fá sinad...
Er það satt að genið sem veldur rauðu hári, ljósri húð og freknum komi frá neanderdalsmanninum?
Svarið við þessu hlýtur að vera „nei”. Eins og fram kemur í svari Einars Árnasonar við Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"? og svari Haraldar Ólafssonar við Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn? er nútímamaðurinn, Homo sapiens sapiens, ekki kominn af neanderdal...
Af hverju heitir Kolgrafafjörður þessu nafni?
Kolgrafafjörður er norðanmegin á Snæfellsnesi, milli Grundarfjarðar að vestan og Hraunsfjarðar að austan. Nafnið Kolgrafafjörður er nú notað um fjörðinn allan, allt frá botni (Hlöðuvogi) og út undir Akureyjar. Að fornu var nafnið eingöngu notað um innri hluta fjarðarins, frá botni og fram undir þrengingarnar við H...
Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég þarf að vita hvað frjáls vilji og löghyggja er?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég er í Framhaldskólanum á Hornafirði og er að læra sálfræði en mig vantar að vita hvað er frjáls vilji og hvað er löghyggja, kær kveðja Tinna Mirjam Reynisdóttir Já, við viljum endilega reyna að hjálpa þér að skilja þessi hugtök. Löghy...
Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?
Blaise Pascal (1623-1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, uppfinningamaður, trúspekingur og ritsnillingur. Hann fæddist í Clermont, sem nú heitir Clermont-Ferrand í Auvergne, þar sem faðir hans var forseti skattdómsins og þekktur áhugamaður um stærðfræði og vísindi. Móðir hans dó þegar hann var þrigg...
Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"?
Upphaflega spurningin var sem hér segir: Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar ennþá hinn svonefnda "týnda hlekk" til að tengja nútímamanninn við háþróuðustu frummenn?Með spurningunni er lagt fyrir einskonar krossapróf með tveimur tæmandi kostum: Veldu annaðhvort a) það er til bein lína...
Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?
Með bragðskyninu greinum við eingöngu súrt, salt, sætt og beiskt. Það bragð (flavour) sem við finnum af mat eða drykk er hins vegar samspil bragðskyns, það er að segja þess sem við skynjum með tungunni (taste), og lyktar. Þegar lyktarskynið dofnar, til dæmis þegar við erum kvefuð, bragðast matur þess vegna öðruvís...
Hvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd.
Limited þýðir takmarkaður og þessi skammstöfun vísar til þess að ábyrgð eigenda á rekstrinum er takmörkuð. Skammstöfunin er meðal annars notuð í Bretlandi. Með henni er bent á að ekki er hægt að krefjast þess að eigendur greiði úr eigin vasa það sem upp á vantar ef félagið á ekki fyrir skuldum. Það er því verið að...
Hvað ertu með margar bækur til að svara spurningum?
Starfsfólk Vísindavefsins þarf ekki endilega að hafa margar bækur við höndina til að svara spurningum. Við erum auðvitað með ýmis uppflettirit, orðabækur, alfræðirit og fleira og ef okkar vantar sérstaklega bækur getum við auðveldlega fengið þær að láni hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Þegar við svö...
Eru margir menn heiðnir?
Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera "já", miðað við flestar merkingar orðsins heiðinn. Í Íslenskri orðabók stendur um lýsingarorðið heiðinn: 1) sem er heiðingi, ókristinn; guðlaus; heiðinn siður Ásatrú; heiðinna manna heilsa fornmannaheilsa, góð heilsa. 2) ófermdur, illa upplýstur um trúmál. 3) sem va...
Hvenær ber að nota orðið báðir og hvenær orðin hvor tveggja?
Óákveðna fornafnið báðir er notað um það sem telja má með töluorðinu tveir, tvær, tvö. Dæmi: Jón og Sigurður eru vinir. Þeir eru báðir í grunnskóla. Sigríður og Þóra eru báðar í fimleikum. Einar og Þóra spila bæði á píanó. Það er ekki notað með fleirfaldstölunum tvennir, tvennar, tvenn. Þar fer betur á að n...