Mig vantar gamalt íslenskt heiti yfir áhald sem notað er til að slökkva kerti. Áhaldið er úr málmi (kopar), ca. 20 cm löng stöng með píramíta á endanum sem settur er yfir logann og slekkur hann.Áhaldið sem spurt er um hefur fleiri en eitt nafn. Það hefur verið nefnt skarhjálmur, skarhús og ljóskæfa. Orðabók Menningarsjóðs (1983 í viðbæti) hefur einnig orðið kertaslökkvari.
Útgáfudagur
15.6.2001
Spyrjandi
Anna Viðarsdóttir
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvað heitir áhaldið sem notað er til að slökkva á kertum?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2001, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1705.
Guðrún Kvaran. (2001, 15. júní). Hvað heitir áhaldið sem notað er til að slökkva á kertum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1705
Guðrún Kvaran. „Hvað heitir áhaldið sem notað er til að slökkva á kertum?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2001. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1705>.