Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 117 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju sofum við?

Ýmislegt bendir til þess að við sofum frekar til þess að hvíla hugann heldur en líkamann. Heiða María Sigurðardóttir fjallar um tilgang svefns í svari við spurningunni Hvers vegna sofum við? Þar segir meðal annars: Rannsóknir á mönnum hafa samt leitt í ljós að fólk sem ekki fær að sofa verður slappt og sljótt og...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getið þið frætt mig um heilarafritun, eða EEG?

Heilarafritun (e. EEG, electroencephalography) er taugalífeðlisfræðileg mæling á rafvirkni í heilanum. Við mælinguna eru notuð rafskaut sem eru sett á höfuðið eða í einstaka tilvikum beint á heilabörkinn, ysta lag heilans. Fyrst er höfuðið undirbúið með því að setja rafleiðandi gel undir rafskautin. Gelið minnkar ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er martröð og hvað orsakar hana?

Martröð er óþægilegur draumur, en draumar eru meðvitundarástand sem er til staðar í svefni. Annars vegar er um að ræða straum tilfinninga og hins vegar atburðarás sem fólk upplifir og sér fyrir sér. Myndin er skynjuð í lit og líkist raunveruleikanum. Draumar með atburðarás eru líklega einkum á því stigi svefns sem...

category-iconFornfræði

Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem heitir Oizys?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem á dönsku heitir Oizys og er gyðja sorgarinnar. Ég hef aldrei heyrt hennar getið. Er til íslenskt nafn á hana? Forngríska orðið oizys, ὀιζυς, þýðir eymd en þýðendur, eins og Helgi Hálfdanarson og Jón Gísl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sofa skordýr? Ef svo er hversu marga klukkutíma á sólarhring?

Lengi vel var talið að svefninn einskorðaðist við spendýr og fugla, en nýlegar rannsóknir á þessu fyrirbæri benda til að svefn sé mun almennari í dýraríkinu en áður hefur verið talið. Svefnrannsóknir hafa verið stundaðar á hinum ýmsu hópum dýra með því að fylgjast með heilabylgjum þeirra. Hins vegar er það hæg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Með hvers konar andfælum vakna menn upp?

Orðið andfælur (kvk. ft.) merkir 'ofboð' og sambandið að vakna upp með andfælum merkir að 'vakna snöggt og í ofboði'. Sambandið er notað með fleiri sögnum eins og þjóta upp, rjúka upp, hrökkva upp. Andfælur eitt og sér þekkist þegar í upphafi 17. aldar úr lækningabók Odds Oddssonar prests á Reynivöllum og er elsta...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju dreymir mann?

Draumar hafa löngum þótt merkilegir og jafnvel verið taldir geta gefið mikilvægar upplýsingar um framtíðina eða um manns eigið ómeðvitaða hugarstarf. Ekki er þó ýkja langt síðan farið var að rannsaka þá á vísindalegan hátt. Vísindamenn eru ekki sammála um af hverju fólk dreymir. Ein hugmynd er sú að draumar séu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?

Fjöldi fólks hefur sent okkur spurningar þessa efnis. Spyrjendur auk Gests eru þau Gunnar Arnarson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Björn Rafnsson, Sandra Guðlaugsdóttir og Jói Gunnarsson.Svefninn er lífeðlisfræðilegt fyrirbrigði sem mikið hefur verið rannsakað en ekki er þó þekkt til hlítar enn. Hins vegar hafa rannsók...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sofa hákarlar og hvalir?

Spurningin var upphaflega á þessa leið: Geta hákarlar sofið ef þeir þurfa alltaf að vera á stöðugri hreyfingu? Hvernig sofa hvalir ef þeir þurfa stöðugt að fara upp á yfirborðið til að fá súrefni? Bæði hákarlar og hvalir sofa. Hvalir hafa þróað ákveðna aðferð við öndun meðan á svefni stendur, svokallaða vilj...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Björnsdóttir rannsakað?

Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík. Viðfangsefni hennar í rannsóknum, kennslu og klínísku starfi hafa tengst svefni og svefnsjúkdómum. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Erla stofnaði einnig sprotafyrirtækið B...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig er best að svæfa börn?

Aðferðir til að svæfa börn geta verið bæði menningarbundnar og persónubundnar. Val á aðferð fer mikið eftir viðhorfum foreldra en einnig eftir aldri og persónugerð barnsins. Hér á eftir er stiklað á stóru varðandi nokkra þætti sem skipta máli þegar börn eru lögð til svefns. Börn fæðast með þann hæfileika að ge...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er melatónín og hver eru áhrif þess á dægursveiflur?

Frá örófi alda hefur verið þekkt að sveiflur setja mark sitt á lífverur, bæði í dýra- og jurtaríki. Lengd sveiflanna er breytileg. Algengastar eru dægursveiflur, til dæmis svefn og vaka, eins eru dægursveiflur í hormónalosun, ensímvirkni og fleira. Aðrar eru lengri, til dæmis árstíðabundnar breytingar á æxlunarfær...

category-iconSálfræði

Af hverju fær maður martraðir og sýna þær eitthvað?

Vísindamenn skipta svefninum okkar í tvær gerðir sem einkennast meðal annars af mismunandi dýpt. Þegar við sofnum förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn sem skiptist síðan í fjögur stig, þar sem það fjórða er dýpst. Hin gerðin af svefni nefnist REM-svefn og hún einkennist meðal annars af hröðum augnhreyfingum. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?

Samkvæmt "Ritreglum" Íslenskrar málstöðvar sem gefnar voru út í Stafsetningarorðabókinni árið 2006 er stafrófið samsett úr 32 bókstöfum og þar er ekki að finna c, q, z eða w. Í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 eru umræddir fjórir bókstafir sagðir tilheyra íslenska stafrófinu sem viðbótarstafir: að ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað get ég gert til að vaxa hraðar?

Ýmsir þættir hafa áhrif á vöxt og þroska og þar eins og í svo mörgu öðru spila saman erfðir og umhverfisþættir. Á suma þætti er hægt að hafa einhver áhrif áður en einstaklingurinn hættir að vaxa, en eftir að vaxtarlínur beinanna lokast lengist fólk ekki meira. Sá þáttur sem mestu ræður um vaxtarhraða og hversu...

Fleiri niðurstöður