Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2398 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita?

Eiturefni eru afar fjölbreytileg að gerð og uppruna. Paracelsus (1493-1541), sem hefur verið nefndur faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði, setti fram þá kenningu að öll efni væru í raun eitruð og það væri einungis spurning um skammta hvort þau yllu eitrunum eða ekki. Þó að langt sé um liðið síðan þessi kenning va...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur heilinn orðið fyrir varanlegum skaða af völdum svæfingalyfja?

Ekki hafa verið færðar sönnur á að svæfingalyf hafi bein skaðleg áhrif á heilafrumur manna. Rannsóknir hafa ekki sýnt að fullorðið fólk sem gengst undir stærri aðgerðir sem framkvæma má annaðhvort í svæfingu eða deyfingu, farnist ver andlega ef það er svæft. Ekki er vitað til þess að svæfing valdi fullorðnum vara...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað leiðir eru til úrbóta þegar jarðvegsmengun er orðin mikil?

Viðbrögð og aðgerðir vegna jarðvegsmengunar fara fyrst og fremst eftir tveimur meginþáttum. Annars vegar hvaða efni er um að ræða og hins vegar magni mengunarefna. Hér á eftir er fjallað stuttlega um þessa tvo meginþætti. Mengunarefni má flokka á ýmsa vegu. Ein algengasta skiptingin er:ÞungmálmarÞrávirk lífræn ...

category-iconNæringarfræði

Af hverju er orkugjafinn "Ripped fuel" á bannlista á Íslandi en seldur út úr matvöruverslunum í USA?

Ripped fuel er efni ("fæðubótarefni") sem er meðal annars notað til að auka brennslu. Það inniheldur ýmis örvandi efni svo sem guarana og koffein, sem geta valdið óþægindum og eitrunareinkennum ef þeirra er neytt í of stórum skömmtum. Koffeininnihald í Ripped fuel er hærra en leyfilegt er hér á landi. Sumar tegun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar sveppir í híbýlum eru hættulegir fólki?

Hér er væntanlega spurt um myglusveppi. Myglusveppir og gró þeirra finnast alls staðar í náttúrunni. Myglusveppir tilheyra svokölluðum sundrendum og hafa það hlutverk að brjóta niður og flýta fyrir rotnun á lífrænum leifum. Utandyra eru þeir skaðlausir en ef þeir hreiðra um sig inni í húsum, eins og stundum gerist...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?

MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er klám?

Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem engin skilgreining er til á hugtakinu „klámi“ í íslenskum lögum. Engu að síður stendur í 210. grein almennu hegningarlaganna: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum ... eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsi...

category-iconNæringarfræði

Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hver er uppskriftin af Coca-Cola? Hver er efnablanda Coca-Cola? Hvað er þetta efni E338 sem er í Coca-Cola með sykri og hvað gerir það? Það er enginn vandi að tilgreina hver helstu innihaldsefni í drykknum Coca-Cola eru, enda koma þau flest fyrir á innihaldslýsingu á umbúðu...

category-iconLífvísindi: almennt

Á að bera eitthvað á sár þegar greinar brotna af trjám?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í garðinum hjá okkur er hlynur og er að ég hygg sextíu til sjötíu ára og hár eftir því. Í aftakaveðri brotnaði af grein ein allstór á við myndarlegt tré sjálf en með henni rifnaði börkur af stofninum og er þar svöðusár. Ég ætla að þetta gangi nærri trénu og þar verði útgufun vatns...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða efni teljast vera eitur?

Það er til ágætis skilgreining á því hvað telst vera eitur. Skilgreiningin stenst vel en er þó ekki notuð í dag. Hún kemur frá Svisslendingnum Paracelsusi (1493-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði. Paracelsus hélt því fram að í raun væru öll efni eitruð og það væri einungis spurning...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er röntgen og getur röntgengeislinn verið hættulegur?

Oftast þegar orðið röntgen er notað í daglegu tali er átt við rannsóknir með röntgengeislum sem gerðar eru til sjúkdómsgreiningar. Orðið vísar þá annaðhvort til rannsóknarinnar sjálfrar eða staðarins þar sem hún er gerð, það er röntgendeildarinnar. Nafnið röntgen er þannig til komið að geislarnir voru nefndir í...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna?

Besta ráðið til þess að koma í veg fyrir sólbruna er að forðast sólina, til dæmis með því að hylja húðina með fatnaði, nota hatt og sólgleraugu þar sem sólin getur einnig skaðað augun. Ef það er ekki gert eða gerlegt af einhverjum ástæðum þá er mjög mikilvægt að nota sólvörn til þess að draga úr líkum á að skaða h...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um mengun hafsins og afleiðingar hennar?

Mengunarefni geta borist til sjávar frá landi á fjóra vegu: Með lofti, frárennsli, vegna skipa eða sem úrgangsefni sem varpað er í sjóinn. Áætlað er að sú mengun sem fer í hafið á heimsvísu skiptist í þessa fjóra flokka á eftirfarandi hátt: 33% er loftborin mengun (með ryki, úrkomu eða efni eða efnasambönd sem guf...

category-iconUmhverfismál

Hverjir eru helstu mengunarvaldar hafsins og hvaða áhrif hafa þeir á lífverur sjávar?

Orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“ er vel þekkt en það var almenn trú manna að hafið, þetta gríðarlega flæmi sem þekur um 70% af yfirborði jarðar, gæti endalaust tekið við úrgangi okkar mannfólksins. Nú þegar mannkynið er komið yfir 6,3 milljarða og óhugnanlegt magn af úrgangi og spilliefnum berst á hverjum de...

category-iconLæknisfræði

Er ekki hægt að fá mænudeyfingu ef maður er með tattú á mjóbakinu?

Á undanförnum árum hefur orðið æ algengara að ungar konur fái sér húðflúr eða tattú á neðri hluta baks. Oft eru þessi tattú á lendarhrygg á því svæði sem mænudeyfingar og utanbastsdeyfingar vegna fæðinga eru lagðar. Lyf sem notuð eru við mænu- og utanbastsdeyfingar eru þaulrannsökuð og vitað að þau eru örugg. ...

Fleiri niðurstöður