Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 190 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Gísli Jónsson stundað?
Jóhannes Gísli Jónsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á setningafræði og innan hennar hefur hann glímt við ýmis viðfangsefni sem tengjast nútímaíslensku, færeysku, íslensku táknmáli og forníslensku. Allar þessar rannsóknir taka mið af beinum eða óbei...
Hverjir fundu upp bækur?
Bókin í þeirri mynd sem við þekkjum hana er uppfinning Rómverjanna. Bók með síðum sem hægt er að fletta, svonefnt codex, festist í sessi undir lok þriðju aldar. Áður höfðu menn lesið af rollum, en það voru lengjur úr papýrusblöðum vafin upp á kefli. Hægt er að lesa meira um bækur í svari við spurningunni Hvað er b...
Hvort tveggja má rita dygð og dyggð. Hvort er "réttara" og hvers vegna?
Okkur sýnist að þetta sé gott dæmi um þróun tungumálsins og um aukamerkingar í orðum, sem geta meðal annars tengst rithætti. Til skamms tíma var ekki endilega gerður neinn greinarmunur á dygð og dyggð í íslensku en á síðustu árum hafa íslenskir heimspekingar farið að gera greinarmun á þessum tveimur orðum og merki...
Hvaða sannanir eru fyrir því að Aristóteles hafi verið til?
Vissulega getur verið ástæða til að staldra við svona spurningar og hugleiða þær, ekki síst þegar um er að ræða mann sem á að hafa verið til fyrir rúmum 2300 árum. En í hans tilviki er þó kannski minni ástæða til að spyrja en um marga aðra frá svipuðum tíma. Gríski heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f.Kr.) v...
Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust og hvernig þá, eða leitast hún við að hafa leiðbeinandi áhrif og skilgreina "rétt mál"?Orðabók Háskólans er stofnun sem vinnur að orðfræðilegum rannsóknum. Eitt meginhlutverk hennar er að safna til sögulegrar orðabókar sem ná á yfir mál...
Hvernig er nútímahraunum skipt eftir aldri?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru nútímahraun? eru nútímahraun þau hraun sem runnið hafa á nútíma og ísaldarjökull ekki gengið yfir. Yfirleitt er nútímahraunum skipt í tvennt eftir aldri og miðast skiptingin við landnám manna. Hraun sem runnu fyrir landnám eru nefnd forsöguleg hraun en hraun ...
Hvað þýða orðin "Mont Rass"?
Spyrjandi tilgreinir því miður ekki á hvaða tungumáli hann hefur rekist á þessi orð. Ef hann á við íslensku hefði hann varla þurft að spyrja því að þá er líklegast að hér sé á ferðinni afbökun á orðinu "montrass". Á hinn bóginn þarf þá að gera að minnsta kosti þrjár stafsetningarvillur til að út komi það sem spurt...
Hvers eðlis er sálin?
Hugtakið sál hefur margs konar merkingu, og hefur gegnt lykilhlutverki í trúarbrögðum. Náttúruvísindi fjalla um náttúruna og reyna að skýra fyrirbæri hennar náttúrlegum skilningi. Sálfræði hefur mótast af þeirri hefð. Því er það svo, þó undarlegt megi telja, að sálfræðin fjallar í raun ekki um hugtakið sál. Þó má ...
Hvað merkir orðið sál?
Íslenska orðið sál hefur flókna, margbrotna og svolítið óáþreifanlega merkingu svipað og samsvarandi orð í öðrum tungumálum kringum okkur. Flestar merkingar þess eru þó tengdar hugarstarfsemi manna eða því sem tilheyrir lífverunni eða manninum en hverfur eða skilur sig frá líkamanum þegar maðurinn deyr. Ein...
Hver er munurinn á sprungurein og sprungusveim?
Munurinn er eingöngu málfarslegur því að merkingin er hin sama: kerfi eða þyrping af samsíða sprungum. „Sprungusveimur" er bein þýðing úr ensku, „fissure swarm", en sumum finnst orðið „sveimur" fela í sér of mikla hreyfingu, samanber "flugnasveimur" = 'flugnager,' "sveim'"= 'reik,' 'rangl,' og "að sveima" = 'líða,...
Beygist vefur ekki þannig: vefur - vef - vef - vefjar?
Jú, þetta er sú beyging sem ýmsar orðabækur sýna. Hins vegar finnst okkur eignarfallið "Vísindavefs" fara alveg eins vel og "Vísindavefjar" svo að við höfum hyllst til þess að nota báðar orðmyndirnar á víxl, bæði hér á vefsetrinu og í Morgunblaðinu. Við erum ekki þar með að leggja til að beygingu orðsins sé bre...
Getur verið að orðið klósett sé komið af orðinu closed? Hér áður fyrr voru snerlar á hurðum með þessu orði.
Orðið klósett er talið tökuorð úr dönsku, kloset. Þangað er orðið komið úr ensku, sbr. water-closet í sömu merkingu. Að baki liggur fornfranskt orð clos með smækkunarendingu, þ.e. closet, sem aftur á rætur að rekja til latínu clausus 'lokaður'. Það er því rétt að klósett og enska closed eru skyld orð....
Hvernig á að fallbeygja orðið "banani" í fleirtölu?
Orðið banani fallbeygist svona: Eintala nf banani þf banana þgf banana ef banana Fleirtala nf bananar þf banana þgf banönum ef banana Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð ...
Hvaðan kemur orðið patent og hvað merkir það, til dæmis þegar talað er um „patentlausn”?
Lýsingarorðið patent í merkingunni 'hentugur, hagkvæmur' er tökuorð úr dönsku. Orðið er leitt af nafnorðinu patent sem merkir 'einkaleyfi'. Að baki liggur franska orðið (lettre) patente sem merkir 'opið (bréf)'. Það er aftur sótt til latínu patens 'opinn', lýsingarháttar sagnarinnar patere 'vera opinn'. Lýsing...
Er hægt að nota orðið "þverfaglegt" án allra útskýringa?
Vissulega er hægt að nota orðið þverfaglegt án þess að skýra það frekar. Í sumum tilvikum gæti útskýring jafnvel spillt fyrir, til dæmis ef einhver vildi nota orðið til að slá um sig í þeirri von að viðmælendur vissu ekki hvað orðið þýddi. En vilji maður nota það til að gera sig skiljanlegan þá er eins víst að úts...