Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 401 svör fundust
Af hverju heitir brunahani því nafni?
Orðið brunahani er tökuorð og bein þýðing á danska orðinu brandhane. Það þekkist í málinu frá lokum 19. aldar. Ein af merkingum orðsins hani í íslensku er ‘rennslisloki, ventill’ og er það sú merking sem kemur fram í brunahana. Slangan er tengd við rennslislokann og síðan skrúfað frá til þess að fá vatn í slönguna...
Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana?
Tilraunasálfræði er sú undirgrein sálfræði sem beitir tilraunaaðferð náttúruvísinda til að rannsaka huga, heila og hegðun manna og jafnvel dýra. Með tilraunum er átt við kerfisbundnar raunprófanir þar sem reynt er að hafa stjórn á öllum aðstæðum svo hægt sé að álykta um orsakasamband milli þeirra breyta sem skoða ...
Hvernig má skilgreina hugtakið þýði og hvað greinir það frá úrtaki?
Þýði er samansafn eða mengi allra einstaklinga eða staka með tiltekna eiginleika. Í rannsóknum er þetta sá hópur sem ætlunin er að draga einhverja ályktun um. Í rannsókn á menntamálum á Íslandi gæti því þýðið til dæmis verið „öll íslensk grunnskólabörn“. Sömuleiðis gæti þýðið í vistfræðirannsókn verið „allt mólend...
Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Björk Ásgeirsdóttir rannsakað?
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir er dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. Hún hefur stundað rannsóknir við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir & greining frá árinu 1999. Þá stofnaði hún ásamt samstarfsmönnum sínum Þekkingarsetur áfalla við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík árið 2017. Rannsóknir Br...
Hvernig er hægt að sanna það að hundar sjái ekki í lit, eða mjög dauft?
Hundar sjá í lit en þeir sjá ekki eins marga liti og menn. Við vitum hvernig sjón hunda er háttað af því að hægt er að rannsaka sjónfrumur þeirrra sem nefnast keilur. Hundar hafa tvær gerðir af keilum og ljósgleypni þeirra er á tveimur bylgjulengdum, við 429 nm og 555 nm. Hundar nema þess vegna bláan og gulan l...
Hver var Ivan Pavlov og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?
Ívan Petrovitsj Pavlov var fæddur í borginni Rjazanj árið 1849. Faðir hans var prestur í rétttrúnaðarkirkjunni, móðir hans var dóttir prests. Faðirinn hóf störf í fátækri sókn í útjaðri borgarinnar, en lauk ævinni sem höfuðprestur aðalkirkjunnar í Rjazanj. Á æskuárum sótti Pavlov nám í skóla sóknarinnar og hafði æ...
Koma eineggja tvíburar eins út í faðernisprófi?
Erfðaefni eða DNA eineggja tvíbura er eins. Faðernispróf nútímans byggjast á því að rannsaka erfðaefnið. Eineggja tvíburar koma því eins út á slíku faðernisprófi. Þetta á líka við um faðernispróf sem gerð voru fyrr á árum. Þá voru einkum notaðar blóðflokkar í slíkum prófum en þeir ganga í arf eftir einföldum re...
Hvernig get ég lært taugavísindi og orðið taugavísindamaður á Íslandi?
Í háskólum á Íslandi er sem stendur engin sérstök taugavísindadeild. Vilji menn stunda framhaldsnám í greininni verða þeir að gera það utan Íslands. Sem betur fer eru taugavísindi mjög þverfagleg og taugavísindamenn hafa gjarnan bakgrunn í öðrum greinum. Taugavísindum má gróflega skipta í tvennt eftir aðferðafr...
Hvers konar dýr eru vatnabirnir og hafa þeir verið notaðir í vísindalegum tilgangi og sendir í geimferðir?
Dýrin sem spyrjandi nefnir vatnabirni heita réttu nafni bessadýr á íslensku. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Innan fylkingarinnar Tardigrada hefur rúmlega 500 tegundum verið lýst. Það var þýski dýrafræðingurinn Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) sem lýsti fyrstu tegund bessadýra á vísindalegan hátt árið 1773...
Hvaða rannsóknir hefur Sigurveig H. Sigurðardóttir stundað?
Sigurveig H. Sigurðardóttir er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað þjónustu við eldra fólk, bæði þá þjónustu sem veitt er af opinberum aðilum; heimaþjónustu og heimahjúkrun og þá þjónustu sem fjölskyldan veitir öldruðum aðstandendum sínum. Hún hefur einnig rannsakað samskipti kynsl...
Er Lagarfljótsormurinn til?
Lagarfljótsormurinn er vatnaskrímsli sem á að hafast við í Lagarfljóti á Fljótsdalshéraði. Hans er fyrst getið í annálum árið 1345. Skrímsli og ófreskjur eru ekki vísindaleg hugtök heldur tengjast þau hinu yfirnáttúrulega. Ein grein vísinda fæst þó við ófreskjur en það er svonefnd skrímslafræði eða duldýrafræði...
Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Helgadóttir rannsakað?
Áslaug Helgadóttir er prófessor emeritus í jarðrækt og plöntukynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meginviðfangsefni Áslaugar hafa verið ræktun og kynbætur fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað. Túnrækt er undirstaða íslenskrar matvælaframleiðslu og hefur Áslaug varið drjúgum tíma starfsævi sinnar í að rannsaka ...
Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?
Í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn. Annað er með lengri vinstri lappir, hitt með lengri hægri lappir. Það fyrra snýr alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt vinstri hliðinni. Það fyrra fer í sífellu réttsælis kringum eyjuna, hitt rangsælis. Þetta er kallað aðlögun í þróunarfræðinni. Bændur þurfa að gæta þess vel ...
Af hverju dreymir mann?
Draumar hafa löngum þótt merkilegir og jafnvel verið taldir geta gefið mikilvægar upplýsingar um framtíðina eða um manns eigið ómeðvitaða hugarstarf. Ekki er þó ýkja langt síðan farið var að rannsaka þá á vísindalegan hátt. Vísindamenn eru ekki sammála um af hverju fólk dreymir. Ein hugmynd er sú að draumar séu...
Hvaða rannsóknir hefur Ragna Benedikta Garðarsdóttir stundað?
Ragna Benedikta Garðarsdóttir er dósent í félagssálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Félagssálfræði fjallar meðal annars um hvernig samfélög og umhverfisþættir hafa áhrif á hugsun, hegðun og líðan fólks. Sérþekking Rögnu snýr að eðli og afleiðingum neyslusamfélaga og rannsóknir hennar tengjast sjálfsmynd, l...