Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 52 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan koma örnefnin Ljárskógar og Ljárvatn?

Örnefnin eru kennd við ána Ljá í Laxárdal í Dalasýslu. Ýmsar skýringar hafa verið uppi um nafnið. Í Noregi er til Ljå, samanber Ljådal, Ljåmo og fleiri örnefni. Norski fræðimaðurinn K. Rygh taldi nafnið vera skylt orðinu lé eða ljár og væri farvegur árinnar ljálaga. (Norske elvenavne, bls. 46). Ásgeir Bl. Ma...

category-iconHugvísindi

Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum?

Rauði liturinn á að tákna eld, blái liturinn hafið og himininn og hvíti liturinn jökla. Rautt og hvítt táknar þannig eld og ís. Rauði liturinn var settur í íslenska fánann að beiðni danskra stjórnvalda en Íslendingar höfðu fyrst valið sér bláhvítan fána. Meginröksemd Dana var sú að bláhvíti fáninn væri allt of ...

category-iconLandafræði

Af hverju er nepalski fáninn ekki ferkantaður?

Hefðin fyrir ferhyrndum þjóðfánum á líklega rætur að rekja til siglingafána sem notaðir voru í Evrópu og öðrum Miðjarðarhafslöndum fyrr á tímum. Vissulega voru notuð flögg með öðru lagi en smám saman festist þessi ferhyrnda lögun með ákveðnum hlutföllum milli lengdar og breiddar í sessi. Í mörgum tilfellum urðu si...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þýða litirnir í þýska fánanum?

Í þýska fánanum eru þrír litir, svartur, rauður og gylltur. Til eru tvær kenningar um uppruna þeirra. Önnur þeirra segir að litirnir séu komnir frá búningum Lützow Free Corps, sem var hreyfing stúdenta og menntamanna sem hafði það markmið að frelsa Þýskaland undan oki Napóleóns. Hin kenningin segir að litirnir...

category-iconStærðfræði

Hvenær var talan i og tvinntölur uppgötvaðar og til hvers gagnast þær?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvenær var talan i uppgötvuð og í hvaða tilgangi? Hvenær uppgötvuðu menn tvinntölur og til hvers gagnast þær? Rauntölur eru knöpp og handhæg aðferð til að setja fram fjölda og stærðir í rituðu máli. Eða hver vildi rita ártal eins og 2014 í orðum dags daglega? Og hve...

category-iconFélagsvísindi

Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins?

Á fána Evrópusambandsins eru tólf gull-litaðar stjörnur sem mynda hring á bláum fleti. Það er almennur misskilningur að stjörnurnar tákni aðildarlönd sambandsins en það er ekki rétt enda eru löndin nú 28 talsins. *** Fáninn á að tákna sameiningu Evrópu en ekki aðeins aðildarlandanna. Hringurinn er tákn eini...

category-iconLandafræði

Hvar er landið Moldóva?

Eitt af ríkjum Sovétríkjanna hét Moldavía, eða öllu heldur Sovétlýðveldið Moldavía. En þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 lýsti þetta ríki yfir sjálfstæði og tók upp nafnið Moldóva. *** Moldóva liggur að mestu leyti á milli ánna Prut og Dnjestr sem renna í Svartahaf. Landið liggur að Rúmeníu til v...

category-iconLandafræði

Hvað þýða litirnir í spænska fánanum?

Spænski fáninn hefur þrjár láréttar rendur. Tvær þeirra eru rauðar, sú efsta og sú neðsta, en röndin í miðjunni er gul að lit. Gula röndin er tvöfalt stærri en hvor rauða röndin. Litir fána tengjast oftar en ekki einhverju sem einkennir bæði land og þjóð. En þó eru skiptar skoðanir um hvað litirnir standa fyrir. G...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fórum við að nota íslenskar stúdentshúfur?

Stúdentshúfur á Íslandi eiga sér langa sögu en segja má að stúdentshúfan sem flestir nota í dag eigi rætur að rekja til áranna rétt fyrir og eftir 1918, eða til þess tíma sem Íslendingar urðu fullvalda. Saga húfunnar tengist þeim hræringum sem urðu í íslensku þjóðlífi í aðdraganda fullveldis. Eiginlegar stúdent...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'flanki' er á Flankastöðum?

Flankastaðir eru bær í Miðneshreppi í Gullbringusýslu. Þeir eru nefndir í skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270, skrifað "flankastader", en í afritum bæði "flangastader" og"flantastader". Bæjarnafnið er einnig ritað "flankastader" í skrá um hvalskipti á sama stað og frá sama tíma (Ísl. fornbréfasafn II:7...

category-iconLögfræði

Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?

Um íslenska fánann gilda lög sem í daglegu tali eru oft kölluð fánalögin en raunverulegt heiti þeirra er: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í þessum lögum kemur fram hvernig íslenski fáninn skuli líta út og undir hvaða kringumstæðum hann má nota. Í 12. gr. laganna segir meðal annars: Enginn má óvi...

category-iconLandafræði

Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?

Þjórsá er lengsta fljót Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Vatnasvið Þjórsár er 7530 ferkílómetrar (km2) og er það næststærsta vatnasvið fljóta á Íslandi á eftir Jökulsá á Fjöllum. Meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss er um 360 rúmmetrar á sekúndu (m3/s). Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju heldur Alþingi hátíðarfund á Þingvöllum 18. júlí í sumar?

Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum miðvikudaginn 18. júlí er liður í því að minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Hinn 1. desember 2018 verða hundrað ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Hefð er fyrir því að Alþingi minnist merkra tímamóta í sögu landsins með því að funda á Þingvö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju sjá hestar í svart-hvítu?

Það hefur lengi verið almannarómur að hross, og einnig klaufdýr, sjái aðeins í svart-hvítu og geti ekki greint á milli lita. Það sem nú er vitað um litaskyn þessara dýra bendir til að þetta sé ekki rétt, og að hross hafi í raun litaskyn, þótt það sé frábrugðið því sem gerist hjá mönnum. Þetta byggist á tvenns kon...

category-iconJarðvísindi

Hvenær var nafni Arnarfellsjökuls breytt og heitið Hofsjökull tekið upp?

Hofsjökull er heitið sem flestir nota í dag um jökulinn sem er á milli Langjökuls og Vatnajökuls. Nafnið er dregið af jörðinni Hofi í Vesturdal í Skagafirði en hún er fyrir norðan jökulinn. Annað heiti jökulsins er Arnarfellsjökull. Það hefur bæði verið notað um jökulinn allan og einnig syðri hluta hans. Nafnið...

Fleiri niðurstöður