Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 385 svör fundust
Ungt fólk sem ég hef átt í samskiptum við er í sífellu að kalla hvert annað sjomli og sjomla. Hvað merkir það eiginlega?
Orðið sjomli er fremur nýtt í málinu og ekki á allra vörum. Ég hef leitað til yngra fólks og þekkja það margir en alls ekki allir. Sumir segja að það merki „gamli minn“, aðrir að það sé notað í merkingunni „spaði eða flottur gaur“ eins og ungur maður orðaði það. Það næsta sem ég hef komist upprunanum er að vinsæld...
Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?
Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...
Er gott að trúa á Jesú?
Hér er einnig svarað spurningu Áskels Harðarsonar: Hvað gerir trúin í daglegu lífi manns? Spurningin er persónulegs eðlis og í svarinu er lýst persónulegu viðhorfi kristins manns. Jesús segir mér að ég eigi í honum vin sem aldrei bregst. Hann segir mér að hvað sem gerist með líf mitt á jörðu, þá sé það aldrei h...
Er þetta spurning?
Einfalt svar gæti verið: Ef þetta er spurning, þá er þetta svar. Flóknara svar: Það fer að sjálfsögðu eftir því, til hvers ábendingarfornafnið "þetta" vísar. En þar sem ekki er gefið í skyn hér að það vísi til neins annars en orðanna "er þetta spurning?", skulum við gera ráð fyrir að svo sé. Nú geta "orð" ve...
Mig langar að vita allt um þorskinn.
Þorskurinn (Gadus morhua morhua) hefur alla tíð verið okkar verðmætasti nytjafiskur og er svo enn í dag. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar árlega veitt á bilinu 200-400 þúsund tonn af þorski og hefur útflutningsverðmæti hans numið tugum milljarða króna. Fyrir utan svæðið umhverfis Ísland finnast nokkrir s...
Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann?
Herslumunur er samsett orð úr hersla ‘herðing, það að herða; áreynsla’ og munur ‘mismunur, breyting’. Hér vantar aðeins herslumuninn. Herslumunur er notað um smávegis átak til viðbótar svo að unnt sé að ljúka einhverju. Það er mjög oft notað í sambandinu það vantar aðeins/ekki nema herslumuninn og er þá átt...
Af hverju hleypur stundum í mig svefngalsi?
Þegar orðið er framorðið, fólk á erfitt með einbeitingu og er jafnvel farið að haga sér kjánalega er það gjarnan kallað að vera í svefngalsa. Svefn er ein af grunnþörfum líkamans. Meðalsvefnþörf fullorðinna er um sjö og hálf klukkustund á nóttu en getur þó munað um 1-2 klukkustundum til eða frá milli manneskja....
Getið þið frætt mig um Uberman-svefnhringinn?
Kenningin um Uberman-svefnhringinn virðist hafa komið fyrst fram á bloggsíðu árið 2000.1 Í henni kristallast sú hugmyndafræði að manninum sé ekki eðlislægt að sofa í nánast samfelldri lotu einu sinni á sólarhring, en slíkt kallast á fræðimáli monocyclic-svefn. Maðurinn og líklega flestir prímatar hafa þróað með...
Sé bil á milli róteindar og rafeindar, er þá ekki fræðilegur möguleiki að tveir einstaklingar fari í gegn þegar þeir hlaupa hvor á annan?
Hér er væntanlega vísað til þess að massi atóms er nær allur í kjarna þess, en hann er aðeins mjög lítill hluti af stærð þess. Því finnst okkur við fyrstu sýn að atómin séu næstum tóm (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?) og þau ættu að geta runn...
Er flóðhestamjólk bleik og ef svo er, af hverju?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, mjólk flóðhesta er bleik á litinn! Þessi kálfur hefur gætt sér á bleikri mjólk! Flóðhestar seyta tveimur merkilegum efnasamböndum úr húðinni. Þau eru það einstök í dýraríkinu að þau bera heiti flóðhesta. Þetta eru efnin hipposudoric-sýra og norhipposudoric-sýra. Efn...
Hvenær ber að nota orðið báðir og hvenær orðin hvor tveggja?
Óákveðna fornafnið báðir er notað um það sem telja má með töluorðinu tveir, tvær, tvö. Dæmi: Jón og Sigurður eru vinir. Þeir eru báðir í grunnskóla. Sigríður og Þóra eru báðar í fimleikum. Einar og Þóra spila bæði á píanó. Það er ekki notað með fleirfaldstölunum tvennir, tvennar, tvenn. Þar fer betur á að n...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í febrúar 2015?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör febrúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2015 þessi hér: Eru sítrónur eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum? Hvað er Asperger-heilkenni? Af hverju er öskudagur haldinn hátíðlegur? Hver er eðlilegur blóðþrýstingur? Hver eru einkenni lungn...
Er rangt að hafa samtengingu í upphafi setningar?
Aðalhlutverk samtengingar er að vera tengiliður milli einstakra orða, orðasambanda eða setninga. Í setningunni Jón og Gunna eru systkin er og samtenging, sömuleiðis í setningunni mennirnir gengu að húsinu og börðu að dyrum. Samtengingum er gjarnan skipt í aðaltengingar og aukatengingar. Aðaltengingar eru yfirl...
Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?
Argos hafði viðurnefnið panoptes á grísku, en það þýðir bókstaflega 'alsjáandi' enda var skrokkur hans alsettur 100 augum. Í grískum goðsögum kemur hann mest við sögu í einu af mörgum framhjáhöldum Seifs. Mynd af morði Argosar á fornum grískum vasa. Hermes leggur til Argosar og Íó í kvígulíki stendur hægra me...
Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Dögg Flosadóttir rannsakað?
Helga Dögg Flosadóttir er doktor í eðlisefnafræði, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Atmonia ehf. Helga Dögg hefur stundað rannsóknir á sviði efnagreininga, eðlisefnafræði, skammtafræðilegra útreikninga og lífrænna efnasmíða. Að loknu doktorsprófi tók hún við ...