Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 90 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna geta þrjár heilar tölur í röð ekki verið allar frumtölur?

Ástæðan fyrir þessu liggur í að eina slétta frumtalan er 2. Við munum að frumtölurnar eru þær heilu tölur sem eru stærri en 1, og má aðeins skrifa sem margfeldi af 1 og sjálfri sér. Þannig er 2 frumtala, og 3 líka, en ekki 4 af því hún er jöfn 2∙2. Allar sléttar tölur má skrifa á forminu 2∙n, þar sem n...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?

Orka hlutar er í stuttu máli geta hans eða hæfileiki til að framkvæma vinnu, en þessi hugtök eru útskýrð nánar hér á eftir. Stöðuorka og hreyfiorka eru afar nátengd hugtök sem urðu til nokkurn veginn samhliða. Þegar hefðbundin aflfræði (classical mechanics) er kennd nú á dögum er stöðuorka venjulega kynnt fyrst...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort brennir mannslíkaminn fleiri hitaeiningum þegar honum er kalt eða heitt?

Mannslíkaminn brennir hitaeiningum undir öllum kringumstæðum, jafnvel í svefni. Samkvæmt rannsóknum notar hann fleiri hitaeiningar bæði þegar hann hitar sig vegna kulda og þegar hann svitnar til að kæla sig heldur en við venjulegar aðstæður. Áhrif hitastigs á brennsluna fara eftir líkamsmassanum og hversu hátt eð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef p og q eru frumtölur og r = pq, eru þá p og q einu tölurnar sem ganga upp í r (fyrir utan 1 og r)?

Svarið er já. Ef náttúrleg tala r er þáttuð (skrifuð sem margfeldi) og vitað er að tiltekin frumtala s gengur upp í henni, þá gildir almennt að s gengur upp í einhverjum þættinum. Ef frumtalan s gengur upp í r í þessu dæmi vitum við samkvæmt þessu að hún gengur annaðhvort upp í p eða q. Þar sem þær eru báðar frumt...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu? Þeirri sem er breytt í raforku?

Meirihluti raforku þeirrar sem notuð er á Íslandi er framleidd í svokölluðum vatnsaflsvirkjunum. Hefðbundnar vatnsaflsvirkjanir eru þannig gerðar að stífla er byggð svo að vatn úr einni eða fleiri ám safnast saman í uppistöðulón aftan við stífluna. Úr lóninu liggja göng sem halla niður á við. Vatnið flæðir mjö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á rafstraumi og spennu?

Líkja má rafstraumi við rennsli vatns í röri og spennu við þrýstinginn í rörinu. Við vitum að ef mismunandi þrýstingur er við sitthvorn enda rörs leitast vatnið við að flæða frá hærri þrýstingi til lægri. Á sama hátt leitast rafstraumur við að flæða frá hærri spennu til lægri. Þótt mikill spennumunur eða þrý...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru margar sekúndur í einum sólarhring og í einu ári? Hvað eru margar klukkustundir í einu ári?

Hver mínúta er 60 sekúndur og hver klukkustund 60 mínútur. Klukkustund er því 60 * 60 = 3.600 sekúndur. Sólarhringur er 24 klukkustundir eða 24*3600 = 86.400 sekúndur. Við getum svo haldið áfram að reikna: Í hverri viku eru 7*86.400 = 604.800 sekúndur. Fjögurra vikna gamalt barn hefur því lifað í 2.41...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru ekki til 50 og 70 GB harðir diskar heldur bara 10, 20, 30, 40, 60, 80 GB og svo framvegis?

Það eru eflaust engin ein ástæða fyrir því að 50 og 70 GB harðir diskar sjást varla. Þó er ein tæknileg ástæða sem líklega veldur þar mestu. Harðir diskar eru samsettir úr nokkrum skífum sem lokaðar eru inni í sterku málmhulstri. Hægt er að skrifa gögn á báðar hliðar hverrar skífu og eru leshausar disksins því ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segir maður fjörutíu en ekki fjórtíu?

Í fornu máli voru tölurnar frá 30 til 90 myndaðar á þann hátt að við tölurnur 3, 4 og svo framvegis var skeytt orðinu tigr eða tugr (einnig ritað tegr, tøgr), það er þrír tiger, fiórir tiger og beygðust þá báðir liðir talnanna, til dæmis þrjá tigu, fióra tigu (þf.). Aðrar tölur, eins og fimm, sex, sjö og svo framv...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar?

Tvíkímblöðungar tilheyra fylkingu dulfrævinga (Anthophyta) eða blómstrandi plantna. Í klassískri flokkunarfræði plantna er dulfrævingum skipt í þrjá undirflokka: magnólíta (Magnoliids), einkímblöðunga (Monocotyledones) og tvíkímblöðunga (Eudicotyledones). Aðeins 3% dulfrævinga tilheyra magnólítum, en þeir eru ta...

category-iconStærðfræði

Hvenær var talan i og tvinntölur uppgötvaðar og til hvers gagnast þær?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvenær var talan i uppgötvuð og í hvaða tilgangi? Hvenær uppgötvuðu menn tvinntölur og til hvers gagnast þær? Rauntölur eru knöpp og handhæg aðferð til að setja fram fjölda og stærðir í rituðu máli. Eða hver vildi rita ártal eins og 2014 í orðum dags daglega? Og hve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reikna ég hvað fer mikið vatn í baðkar og hvað er mikið vatn í sundlaug og hver er formúlan?

Hlutur sem er í laginu eins og rétthyrndur kassi nefnist einnig rétthyrndur samhliðungur á fræðimáli (e. rectangular parallelepiped). Hann hefur tiltölulega reglulega lögun og við þurfum aðeins þrjár tölur til að lýsa honum, lengd, breidd og hæð (l, b og h). Rúmmálið er einfaldlega margfeldi þessara talna:R = l &...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru sæfíflar?

Sæfíflar eru frumstæð fjölfruma dýr. Þeir tilheyra fylkingu holdýra eins og armslöngur og marglyttur en flokki kóraldýra. Kóraldýr nefnast á latínu anthozoa. Kóraldýr greinast í tvo undirflokka: hexacorallia og octocorallia. Sæfíflar tilheyra fyrrnefnda undirflokknum. Dýr í þeim flokki lifa sér en ekki í stóru ...

category-iconStærðfræði

Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur raðist þannig eftir stokkun að annað hvert spil sé rautt?

Áður hefur verið fjallað um líkur tengdar stokkun í svari sama höfundar við spurningunni Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur verði í réttri röð eftir stokkun? Þar segir meðal annars: Líkurnar á því að fá einhverja ákveðna gerð uppröðunar við stokkun má reikna út með því að finna á hve marga mismunandi vegu u...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fyrir hvað stendur upphrópunarmerkið, '!', í líkindareikningi?

Í líkindareikningi, sem og öðrum greinum stærðfræðinnar, er upphrópunarmerkið notað á eftir tölu til að tákna margfeldi tölunnar sem það stendur við og allra náttúrulegra talna sem eru minni en talan sjálf. Táknið er lesið „hrópmerkt“ þannig að n! er sagt vera n hrópmerkt. Um þetta gildir til dæmis:3! = 3 · 2 · 1 ...

Fleiri niðurstöður