Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 64 svör fundust
Hver fann upp silfur (Ag)?
Silfur er svokallað frumefni. Hugtakið frumefni er notað um efni sem ekki er hægt að kljúfa í önnur einfaldari efni með aðferðum efnafræðinnar. Það var Frakkinn Antoine-Laurent Lavoisier (1743-1794) sem fyrstur setti fram skilgreiningu á frumefnum. Hugtakið frumeind er notað um smæstu eind frumefnis. Silfur er ...
Hvað er selen og til hvers þurfum við það?
Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt. Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ý...
Hver er munurinn á frumefni og frumeind?
Íslenska orðið frumeind er þýðing á erlenda orðinu atom. Orðið atom var sett fram í byrjun 19. aldar sem hugtak yfir smæstu þekktu eindir þess tíma. Í dag er hins vegar vitað að frumeindir eru ekki minnstu eindir sem til eru. Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum raf...
Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni?
Frumeindir (af sama eða mismunandi toga) geta tengst öðrum frumeindum með efnatengjum (e. chemical bonds). Þrjár helstu tegundir þeirra eru samgild tengi, jónatengi og málmtengi. Samgild tengi (e. covalent bonds) er að finna í sameindum (e. molecules) og deila þá frumeindirnar með sér tengirafeindunum sem eru v...
Getið þið sagt mér allt um járn?
Járn hefur sætisgildið 26 í lotukerfinu og það er táknað með stöfunum Fe. Atómmassi þess er 55,845 en eðlismassinn er 7,847 g/cm3. Bræðslumark járns er 1538°C en suðumarkið 2861°C. Járn er frumefni sem hefur verið til frá ómunatíð. Járn er lífsnauðsynlegt fyrir lífverur þar sem járn í blóðrauðanum sér um að ...
Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?
Eðlismassi (e. specific mass, mass density) efnis er skilgreindur sem massi tiltekins rúmmáls af efninu og yfirleitt táknað með einingunni g/cm3 eða kg/l (kílógrömm á lítra) sem er sama talan. Ef efni hefur til dæmis eðlismassann 3 þá hefur einn lítri af því massann 3 kg og einn rúmsentímetri er 3 grömm. Um þe...
Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?
Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...
Hvað er hvítagull (white gold)?
Íslenska orðið hvítagull er aðallega notað yfir málminn platínu. Á ensku er white gold hins vegar efnið sem verður til þegar gulli (Au) og palladíni (Pd), nikkel (Ni) og/eða silfri (Ag) er blandað saman. Þegar það er gert hverfur gullni liturinn úr gullinu og það verður hvítt (eða silfurlitt) og þess vegna er...
Hvaða málmar eru í messing?
Messing (e. brass) er málmblendi sem inniheldur kopar (Cu) og sink (Zn) en bæði efnin eru málmar og nágrannar í lotukerfinu, frumefni númer 29 og 30. Kopar er rauð-appelsínugulur/rauð-brúnn á lit en sink er silfurgrátt. Litur messings svipar til kopars en er meira út í gulllitað. Messing hefur verið notað um la...
Hvernig get ég fundið út fjölda nifteinda í kjarna frumeindar ef ég þekki fjölda róteinda?
Í svari við spurningunni Hver er munurinn á frumefni og frumeind? kemur þetta fram:Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum rafeindum (e. electrons), sem sveima í kringum kjarnann. Kjarninn er svo samsettur úr jákvætt hlöðnum róteindum (e. protons) og óhlöðnum nifteindu...
Hvað er gull og hvers vegna fellur ekkert á það?
Gull er málmur og frumefni númer 79 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Au sem er skammstöfun á latneska heiti þess aurum. Litur gulls er gul-appelsínugulur og er einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir málmar gráir eða silfurlitir/hvítir. Hreint gull er mjúkt og því auðmótanlegt/hamranlegt (e. malleable)...
Af hverju dökknar silfur ef heitt vatn er látið renna á það?
Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er sagt vera hvítt á lit en margir myndu einfaldlega kalla það silfurlitt. Silfur dekkist hins vegar með tíð og tíma og er þá talað um að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir ...
Hvað eru til margar lofttegundir?
Hér verður einungis svarað hversu mörg frumefnanna séu lofttegundir, en lofttegundir eða gös úr tveimur eða fleiri frumefnum eru mun fleiri. Frumefni geta verið í þrenns konar ham:storkuham / fast form (e. solid)vökvaham (e. liquid)gasham (e. gas)Öll efni eru raunar í einhverjum þeim ham sem hér var talinn auk ...
Hvers konar frumefni er xenon og af hverju heitir það þessu nafni?
Xenon hefur sætistöluna 54 í lotukerfinu og er eðallofttegund. Það var uppgötvað af bresku efnafræðingunum Sir William Ramsay (1852-1916) og Morris Travers (1872-1961). Ramsay átt þátt í uppgötvun eðallofttegundarinnar argons árið 1894, ásamt eðlisfræðingnum William Rayleigh. Ramsay sýndi síðan fram á að staðsetni...
Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma?
Vetnisatómið, sem er minnst frumeinda, með sætistöluna einn, samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarna og einni neikvætt hlaðinni rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Milli þessara einda ríkir aðdráttarkraftur vegna andstæðra hleðsla og fráhrindandi miðflóttakraftur. Þegar tekið er tillit til þessa ...