Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 173 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er einn faðmur margir sentimetrar?

Faðmur er ein þeirra lengdareininga sem taka mið af mannslíkamanum. Sama má segja um fet, þumlung og tommu. Það er augljós galli við þessar lengdareiningar að mennirnir eru ekki jafn stórir. Fet hjá lágvöxnum manni er ekki það sama og hjá þeim sem stærri eru. Þetta var ein ástæða þess að metrakerfið var innleitt. ...

category-iconUnga fólkið svarar

Er til fjall sem heitir Paramount og ef svo er, hvar er það?

„Fjallið“ Paramount er auðvitað þekktast sem merki Paramount Pictures. Engar heimildir styðja það að Paramount sé raunverulegt fjall en fólk hefur líkt því við ýmis fjöll víða um heim. Fjallið Artesanraju í Perú er þekkt sem fyrirmynd Paramount-merkisins enda eru þau mjög lík, en þó ekki nákvæmlega eins. ...

category-iconGátur og heilabrot

Hvernig er hægt að láta jöfnuna 5 + 5 + 5 = 550 standast með því að bæta við einu striki?

Hægt er að láta útreikningana 5 + 5 + 5 = 550 standast á að minnsta kosti tvennan hátt með því að bæta við einu striki. Í fyrsta lagi má setja strik þvert á "jafnt og" merkið til að fá út "ekki jafn og" merkið og þá stendur 5 + 5 + 5 er ekki jafnt og 550 sem er alveg rétt. Skemmtilegri aðferð er þó sú ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hefur einræktaður (klónaður) einstaklingur eins fingraför og fyrirmyndin?

Í stuttu máli, nei. Eineggja tvíburar hafa ekki eins fingraför og því myndu einræktaðir einstaklingar ekki heldur hafa eins fingraför. Fingraför eineggja tvíbura eru reyndar mjög lík, en alls ekki eins. Ástæðan fyrir þessu er að mynstur fingrafara ræðst ekki eingöngu af erfðafræðilegum þáttum heldur líka því hv...

category-iconMálvísindi: almennt

Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?

Á 14. öld var töluð í Bretlandi svokölluð 'miðenska', sem var töluvert frábrugðin þeirri ensku sem við þekkjum nú. Hún hafði breyst mikið frá engilsaxnesku eða fornensku, sem töluð var í Englandi fram eftir 12. öld, en fornenska var mun líkari íslensku en nútímaenska. Miðenska var rík af mállýskum, bæði rituðum og...

category-iconLögfræði

Fá ættingjar engu um það ráðið hvort maður sé krufinn eftir að hafa dáið í slysi eða af óþekktum ástæðum?

Um þetta efni gilda lög nr. 61/1998 um dánarvottorð, krufningar og fleira. Samkvæmt þeim lögum eru krufningar tvenns konar: krufning í læknisfræðilegum tilgangi annars vegar og réttarkrufning hins vegar. Krufning í læknisfræðilegum tilgangi er heimil ef hinn látni veitti heimild fyrir henni fyrir andlátið. Anna...

category-iconHugvísindi

Hvar er Adolf Hitler grafinn?

Adolf Hitler, leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, féll fyrir eigin hendi í Berlín þann 30. apríl 1945 eins og lesa má í svari við spurningunni Hvenær dó Hitler? Ástkona hans til margra ára, Eva Braun (sem varð reyndar Eva Hitler aðeins nokkrum klukkustundum áður þegar þau gengu í hjónaband) fyl...

category-iconFornfræði

Hver var Hektor í rómversku sögunni?

Hektor er ekki persóna í rómverskri sögu, heldur grískri. Hann var prins í Tróju, elsti sonur Príamosar konungs og Hekúbu drottningar og mesta hetjan í liði Trójumanna í Trójustríðinu. Lík Hektors borið til Tróju. Hektor vó Patróklos, vin Akkillesar, sem neitaði að berjast fyrir Grikki vegna deilna sinna vi...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?

Norrænn þjóðflokkur, sem nefndist Englar, ríkti upphaflega á Suður-Jótlandi, í Slésvík og á Holtsetalandi (Holstein). Á 2. öld og fram á 6. öld varð mikil hreyfing á germönskum þjóðflokkum. Meðal þeirra flokka sem færðu sig úr stað voru Englar en þeir, ásamt Jótum og Söxum, lögðu undir sig mestan hluta Englands á ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru svín bleik?

Svín eru hvít að lit en vegna æðanets undir skinninu kemur fram bleikur litur á húð. Þetta líkist mjög húðlit Norður-Evrópubúa. Líkt og með húð okkar sem telst vera hvít eða öllu heldur hvítbleik þá eru hvít svín afar viðkvæm fyrir sólargeislum og baða sig því í drullu húðinni til verndar. Slíkt drullubað heldur l...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er blandað hagkerfi?

Hugtakið blandað hagkerfi hefur verið notað til að lýsa samfélögum þar sem sum gæði, það er vörur og þjónusta, ganga kaupum og sölu á frjálsum markaði og eru framleidd af einkaaðilum en önnur eru framleidd og þeim úthlutað samkvæmt opinberum tilskipunum. Blandað hagkerfi er því eins konar millistig á milli hreins ...

category-iconBókmenntir og listir

Hverju sætir myndin sem oft sést af manni innan hrings og fernings með hendur og fætur útrétta?

Hér er spyrjandi að vitna til teikningar ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) sem er að finna í skissubók hans. Hugmyndina að teikningunni er að finna í riti rómverska húsameistarans Vitrúvíusar (1. öld fyrir Krist) De architecture eða Um byggingarlistina. Í þriðju bók ritsins segir að e...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Akkilles?

Akkilles var sonur Peleifs konungs í Þessalíu og Þetisar sjávargyðju. Hinir ólympsku guðir ákváðu að Peleifur skyldi kvænast Þetisi þrátt fyrir að hún hefði engan hug á því. Áður höfðu æðsti guðinn Seifur og sjávarguðinn Póseidon verið biðlar Þetisar en þeir drógu bónorð sín í skyndi til baka þegar þeir fréttu þan...

category-iconHugvísindi

Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni?

Samkvæmt 1. grein laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu númer 36 frá 1993 er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Hins vegar er ekkert sem kveður á um að sérstök kirkjuleg eða önnur trúarleg athöfn fari fram á undan jarðsetningu. Það er ekkert eitt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til dýr með fleiri en eitt hjarta? Hefur gíraffi 7 hjörtu til að dæla blóði upp hálsinn?

Gíraffinn hefur ekki sjö hjörtu heldur, líkt og önnur spendýr, aðeins eitt hjarta sem sér um að dæla blóði um líkamann. Þó eru til dýr sem hafa fleiri en eitt hjarta. Meðal annars eru það liðdýr (annelida) sem hafa svokölluð pípuhjörtu (e. tubular hearts). Þessi hjörtu eru ólík þeim hjörtum sem spendýr bera í...

Fleiri niðurstöður