Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 93 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru útvarpsbylgjur í geimnum?

Útvarpsbylgjur (radio waves) eru ein tegund af rafsegulbylgjum (electromagnetic waves) sem við köllum svo. Rafsegulbylgjur verða til þegar rafhleðslur (electric charge) hreyfast fram og aftur með einhverjum hætti, til dæmis þegar breytilegur rafstraumur fer um sendiloftnet eða rafeindir fara í hringi í segulsviði ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er riðuveiki í sauðfé?

Riðuveiki eða riða (e. scrapie) í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Algengast er að kindur veikist 1½ til 4 ára en þó eru dæmi um riðu hér á landi í 7 mánaða gömlu lambi og 14 vetra á. Riða leggst misþungt á ólíkar arfgerðir sauðfjár. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef þú setur miða með 10 nöfnum í hatt, hverjar eru líkurnar að hver og einn dragi sitt nafn?

Svarið fer eftir því hvort sá sem dregur setur miðann aftur í hattinn þegar hann er búinn að draga eða ekki. Svarið finnst samt á svipaðan hátt í báðum tilvikum. Hér á eftir er gert ráð fyrir að nöfnin séu öll ólík, en ef einhver nafnanna eru þau sömu þá má líka nálgast verkefnið á þann hátt sem lýst er hér á eft...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef flugvél leggur af stað til Ameríku kl. 17:30 og lendir kl.17:30 er þá klukkan alls staðar 17:30 þar sem flugvélin flýgur yfir?

Svarið er bæði já og nei. Hægt er að haga flugi þannig að sólartími sé sá sami alla leið. Staðartími sem menn lesa af klukkum í flugvélinni eða á jörðinni fyrir neðan hana breytist samt um hálftíma til eða frá á leiðinni. Í raunverulegri flugvél er breytingin vafalaust meiri en svo enda er flugið þá ekki miðað ein...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna skelfur maður af kulda?

Hér er einnig svar við spurningunni:Af hverju titrar kjálkinn og glamrar í tönnunum þegar manni verður kalt?Eins og önnur spendýr hefur maðurinn jafnheitt blóð. Það þýðir að líkamshita hans er haldið við 37°C eða því sem næst og þar gegnir undirstúka heilans lykilhlutverki. Þar er hitastillistöð og undirstúkan fær...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um píranafiska?

Allar tegundir píranafiska, eða flensara, tilheyra ættinni Serrasalmidae. Píranafiskar lifa einungis villtir í Suður-Ameríku og í Amasonfljóti finnast um 20 tegundir. Þeirra frægust er Serrasalmus nattereri sem er að öllum líkindum sú tegund sem spyrjendur vilja fræðast um. Líkt og hákarlar laðast píranafiskar...

category-iconHugvísindi

Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?

Það sem við köllum ríkisvald var ekki sterkt á víkingaöld, til dæmis hér á Íslandi. Alþingi fór með löggjafarvald og einnig með dómsvald ásamt héraðsþingum. Valdið sem ríkisstjórnin fer með hér hjá okkur ásamt mörgum stofnunum ríkisins í umboði hennar nefnist framkvæmdavald og það var nánast ekki til hjá víkingum....

category-iconStærðfræði

Ef tvíhyrningar eru ekki til í venjulegri rúmfræði, hvað kallast þá ferhyrningur sem búið er að fjarlægja eina hlið af?

Svarið felst í merkingunni sem lögð er í hugtakið hyrning. Í venjulegri rúmfræði er hægt að skilgreina þetta hugtak svona: Segjum að við höfum þrjá eða fleiri punkta sem liggja í sama slétta fletinum. Látum n tákna fjölda punktanna og tölusetjum þá frá 1 og upp í n. Teiknum nú strik frá fyrsta til annars pun...

category-iconHeimspeki

Hvenær verður teinn að öxli?

Hér er jafnframt svarað spurningum sama efnis frá Hlyni Sveinssyni og Þorgrími Þorgrímssyni. Setjum sem svo að það sem greini teina og öxla í sundur sé sverleikinn, teinar eru mjóir en öxlar sverari. Hugsum okkur nú að við höfum fyrir framan okkur 100 stálsívalninga, sá mjósti er 1 cm í þvermál, sá næsti um 4 mm ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver munur á hvort kjarnorkusprengja springur á jörðu niðri eða í geimnum?

Helsti munurinn á kjarnorkusprengingu í geimnum og á jörðunni er skortur á andrúmslofti (nema þá ef um er að ræða kjarnorkusprengingu við yfirborð einhverrar reikistjörnu með lofthjúpi, til dæmis Venusar). Við kjarnorkusprengingu losnar mikil orka sem kemur fram sem ljóseindir (gamma-geislar), nifteindir og kja...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig er fimmundarkerfið í tónlist?

Fimmundin er afar mikilvægt tónbil í tóntegundabundinni tónlist og eru fimmundatengsl skilgreind sem sterkasta samband á milli tveggja hljóma. Fimmundin er undirstöðutónbil í flestum hljómum og bassagangur í fimmundum er mjög algengur í tónlist. Dúr- og molltóntegundir eru skipulagðar í svokallaðan fimmundahrin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?

Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er latneska heitið á apanum Marcel sem kemur fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends?

Í fyrstu þáttaröðinni af Vinum (e. Friends) kemur apinn Marcel nokkuð við sögu en hann var í eigu persónunnar Ross Geller sem leikinn var af David Schwimmer. Tveir kvenapar tóku að sér hlutverk Marcels í þáttunum og apinn var fyrsti vinurinn sem yfirgaf þáttaröðina fyrir frægð og frama í Hollywood. Aparnir tveir h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið vegasalt?

Nafnið á leiktækinu vegasalt er sett saman úr sögninni að vega 'lyfta, vigta' og nafnorðinu salt. Talað er um að vega salt, til dæmis "Eigum við að vega salt?", oft stytt í: "Eigum við að vega?" Orðin flytjast síðan frá athöfninni yfir á verkfærið og til verður heitið vegasalt. Líkingin er sennilega sótt til þess ...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru sum tungumál lesin frá vinstri til hægri og önnur frá hægri til vinstri?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn! Er einhver skýring á því af hverju latnesku tungumálin eru lesin frá vinstri til hægri en arabíska og hebreska frá hægri til vinstri og kínverska neðan frá og upp? Svarið við þessari spurningu er einfalt: Það veit enginn hver skýringin er, en þrátt fyrir ...

Fleiri niðurstöður