Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Fimmundin er afar mikilvægt tónbil í tóntegundabundinni tónlist og eru fimmundatengsl skilgreind sem sterkasta samband á milli tveggja hljóma. Fimmundin er undirstöðutónbil í flestum hljómum og bassagangur í fimmundum er mjög algengur í tónlist.
Dúr- og molltóntegundir eru skipulagðar í svokallaðan fimmundahring, en hann tiltekur tóntegundir byggðar á öllum tólf tónum áttundarinnar.
Byrjum á dúr. Tónstiginn á hvítu nótunum á píanóinu frá C - C kallast C-dúr.
C-dúr. Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Ef við færum okkur upp um fimmund erum við komin í G-dúr, en þá bætist við ein svört nóta, nótan fís, sem er 7. tónn tónstigans. G-dúr hefur sem sagt eitt formerki, það er hækkunarmerki eða kross.
G-dúr. Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Fimmund fyrir ofan G-dúr tekur D-dúr við og enn bætist við ein svört nóta, það er cís, 7. nótan hækkar og krossunum fjölgar um einn. Þetta ferli heldur áfram allt að Fís-dúr, sem hefur sex krossa. Fís-dúr er samhljóma Ges-dúr, sem hefur sex lækkunarmerki eða bé, þetta þýðir að tóntegundirnar hljóma eins, þó að rithátturinn sé annar, samanber myndina hér á eftir og þetta tóndæmi.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Með því að halda áfram upp fimmundahringinn vinstra megin (samsvarandi frá 6 til 12 á klukkunni) fækkar lækkunarmerkjunum um eitt fyrir hverja tóntegund, þangað til aftur er komið að C-dúr, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Þetta þýðir í rauninni að sama kerfið helst allan hringinn, því að detti lækkunarmerki (bé) út er það jafngilt því að viðkomandi nóta hækki, það er 7. tónninn heldur áfram að hækka allan hringinn (sjá fyrstu mynd).
Molltóntegundirnar eru skipulagðar á sama hátt, nema að nú er það 2. nótan sem hækkar. Mollhringurinn byrjar á a-moll, sem hefur ekkert formerki, fimmund ofar er e-moll, sem hefur einn kross og síðan fjölgar krossunum koll af kolli, þangað til komið er að dís-moll, með 6 krossa, en dís-moll er samhljóma es-moll, sem hefur 6 bé. Hringurinn lokast, þegar aftur er komið að a-moll.
Karólína Eiríksdóttir. „Hvernig er fimmundarkerfið í tónlist?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4139.
Karólína Eiríksdóttir. (2004, 15. apríl). Hvernig er fimmundarkerfið í tónlist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4139
Karólína Eiríksdóttir. „Hvernig er fimmundarkerfið í tónlist?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4139>.