Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 99 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Úr hverju er nammihlaup?

Það sem hér fer á eftir á við sælgætishlaup sem kallast „Wine gum“ og margir þekkja, en gera má ráð fyrir að annað hlaup innihaldi nokkurn veginn það sama. Sælgætishlaup er aðallega gert úr gelatíni sem unnið er úr dýraafurðum, ásamt sykri eða öðrum sætuefnum, bragð- og litarefnum. Gelatín er lyktarlaust og br...

category-iconEfnafræði

Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?

Litahlaupið (e. The Color Run) nýtur vinsælda hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Hlaupið er 5 km langt og því fylgir mikil gleði og litadýrð. Hlaupið var fyrst haldið í Phoenix í Bandaríkjunum árið 2012 og síðan þá hafa rúmlega 40 lönd bæst í hópinn. Hlaupið hefur farið fram árlega í júní í Reykjav...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða suðu- er þetta í suðusúkkulaði?

Fyrsti samsetningarliður orðsins suðusúkkulaði er myndaður af þriðju kennimynd sagnarinnar að sjóða (samanber sjóða – sauð – suðum – soðið). Á Tímarit.is má finna eftirfarandi tilvitnun úr Morgunblaðinu í júlí 2004: Samkvæmt gildandi reglum Evrópusambandsins (tilskipun 2000/ 36) þarf vara að innihalda minnst 3...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er HTML?

HTML (HyperText Markup Language) er svonefnt umbrotsmál fyrir tölvur sem lýsir því hvernig innihald vefsíðu birtist. HTML er grunnur allra vefsíðna á Internetinu. Með HTML er hægt að skilgreina texta, myndir, töflur, hlekki og fleira. Ein helsta nýjungin við HTML á sínum tíma var að með því var hægt að tengja sama...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er áróður?

Áróður (propaganda) felst í því að viljandi, ítrekað og kerfisbundið er reynt að breyta eða festa í sessi viðhorf, skoðanir og/eða hegðun hjá tilteknum hópum (mass persuasion) án þess að viðtakendur (þeir sem sjá eða heyra áróðurinn) geri sér endilega grein fyrir því eða óski þess (Jowett & O’Donnell, 1999; Taylor...

category-iconVísindavefur

Af hverju gáfuð þið út bók?

Allt frá upphafi hefur verið haft í huga að gefa mætti út svör af Vísindavefnum á bók. Í bókinni eru tekin saman svör við ýmsum algengum spurningum og þeim raðað upp þannig að hægt sé að lesa bókina á samfelldan hátt. Svörin í bókinni eru 200 talsins og því ekki nema brot af því efni sem er til á vefnum. Við tö...

category-iconHeimspeki

Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?

Hér er líka að finna svar við spurningunni: Hver er munurinn er á því að setja stjórnlög og önnur lög? Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Og þjóðin er í sama skilningi löggjafi. Þar sem í lýðræðisríki er valdið hjá almenningi eða þjóðinni, og þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, er miki...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikið kolefni bindur lúpína á hvern fermetra á ári?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hversu mikil er kolefnisbinding með sáningu lúpínu? Hversu mikið CO2 og NO2 bindur lúpína á hektara? Hefur útbreiðsla lúpínunnar á Íslandi aukið kolefnisbindingu landsins? Vaxtarskilyrði fyrir alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) eru misjöfn hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt...

category-iconLögfræði

Hvernig er staðið að gjafagerningi á fasteign?

Gjafagerningar eru ein gerð samninga. Samningar geta haft nánast hvaða form sem er, allt frá einhliða munnlegum loforðum eins og til dæmis 'ég skal gefa þér þennan bíl hérna', til flókinna skriflegra samninga sem yfirleitt krefjast samþykkis beggja eða allra aðila. Um gjafagerninga á fasteignum gilda ákveðin l...

category-iconNæringarfræði

Úr hverju er nammi?

Innihald sælgætis fer alveg eftir því um hvaða sælgæti er að ræða. Eins og fram kemur í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? er súkkulaði gert úr kakóbaunum. Úr baununum er unnið kakósmjör sem er eitt mikilvægasta innihaldsefni súkkulaðis, auk malaðra kakóbau...

category-iconVísindi almennt

Úr hverju er varalitur búinn til?

Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...

category-iconLæknisfræði

Eru rafrettur hættulegar?

Hér er einnig svarað spurningunni:Ef þú reykir rafsígarettu sem er ekki með nikótíni hefur það einhver skaðleg áhrif á líkamann? Hvaða efni eru í vökvanum í rafsígarettum? Eðlilega hafa margir velt því fyrir sér hvort rafrettur séu skaðlegar. Rafretturnar eru hins vegar það nýjar á markaðnum að ekki er komin n...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar letur er höfðaletur? Hvað má segja um uppruna þess og notkun gegnum tíðina?

Höfðaletur er séríslensk skrautleturgerð sem fyrst og fremst var notuð í tréskurði. Um leið má eiginlega segja að það sé eina séríslenska leturgerðin. Höfðaletur þróaðist út frá gotnesku smástafaletri/lágstafaletri á 16. öld. Það afbrigði gotnesks skrautstíls sem höfðaletur virðist hafa þróast út frá er svokallað ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta hýenur?

Þrjár tegundir hýena finnast í Afríku og ein í Asíu en í þessu svari verður aðeins fjallað um fæðuöflun afrísku tegundanna. Þekktasta hýena Afríku er án efa blettahýenan (Crocuta crocuta) en hún er afar útbreidd í álfunni. Blettahýenan er rándýr en jafnframt er hún afar mikilvirk hrææta. Blettahýenur eru tækif...

category-iconHagfræði

Hvað er vísitölufjölskylda?

Upprunalega spurningin var: Hvernig er vísitölufjölskylda samsett og á hvaða aldri er fólkið? Hvar má finna reglugerð um samsetningu slíkrar fjölskyldu sem og reglur fyrir hvað skal vera innihald í neyslu slíkrar fjölskyldu? Vísitölufjölskyldan er hugtak sem er notað til að lýsa dæmigerðri íslenskri fjölsky...

Fleiri niðurstöður