Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 38 svör fundust
Hvers vegna er hátíðlegast hjá okkur á aðfangadag þegar við opnum pakkana, en á jóladag víða annars staðar?
Fæðingarhátíð Jesú Krists, jólin, er haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl....
Halda mýs að leðurblökur séu englar?
Þetta er föstudagssvar og því ber ekki að taka hvert orð alveg bókstaflega. Til að komast að raun um hvort mýs haldi að leðurblökur séu englar fékk Vísindavefurinn Félagsvísindastofnun til að gera skoðanakönnun meðal músa, og var hlutfallið milli húsamúsa og hagamúsa jafnt. Því miður fékkst engin niðurs...
Af hverju eru hérar hafðir með í langhlaupum í frjálsum íþróttum?
Fyrir þá sem ekki vita er sá kallaður héri sem hleypur á undan keppendum í langhlaupi en tekur sjálfur ekki þátt í baráttunni um verðlaunasætin (þótt reyndar hafi það gerst að hérar klári hlaup og vinni). Nafnið fær hann auðvitað af samnefndu dýri sem þekkt er fyrir mikla spretthörku. Héranum er gert að halda uppi...
Hvar finnur maður helgan stein og hvernig sest maður í hann?
Maður byrjar á því að fá her manns til að stela öllu steini léttara. Þá eru aðeins eftir steinar og það sem er þaðan af þyngra en þó gæti legið fiskur undir steini á stöku stað. Helga eða heilaga steininn má síðan finna með því að berja höfðinu við steininn, það er að segja alla steinana þar til sá rétti finnst. R...
Er til einhver tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni?
Það vill svo skemmtilega til að Vísindavefurinn er nýbúinn að gefa út bókina Leiðarvísir með börnum sem framvegis mun fylgja með öllum börnum við fæðingu, en í henni er einmitt fjallað um þetta mikilvæga málefni! Við birtum hér útdrátt úr kaflanum „Tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni“. Tæk...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?
Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda. Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera...
Hvað getur orsakað mænuskaða og er hægt að lækna hann?
Ýmislegt getur orsakað mænuskaða, svo sem áverkar á andliti, hálsi, höfði, brjóstkassa eða baki. Slíkt getur hent eftir bílslys, lendingu á höfði, árekstur í íþróttum, fall úr mikilli hæð, eftir dýfingaslys, rafstuð eða mikinn snúning um miðju líkamans. Auk þess mætti nefna áverka eftir byssukúlu eða hnífsstungu. ...
Hefur vindur áhrif á þráðlaust net?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef ég er að stelast inn á nettengingu nágrannans, geta þá hlutir eins og vindátt verið áhrifavaldar í því hversu sterka tengingu ég fæ hverju sinni? Það er mikill dagamunur á þessu! Þráðlaust net er rafsegulbylgja á útvarpsbylgjutíðni (2,4 GHz eða 5 GHs) sem kemur f...
Ef málfrelsi ríkir og allir mega tjá skoðanir sínar, má ég þá predika hið gagnstæða?
Hægt er að skilja þessa spurningu á tvo vegu: Annars vegar getur þetta verið spurning um hvort halda megi fram skoðunum sem eru andstæðar skoðunum annarra. Hins vegar getur spurningin verið um hvort leyfilegt sé að predika skoðun sem er gagnstæð málfrelsi, til dæmis þá skoðun að málfrelsi skuli skert eða afnumið. ...
Hversu miklu munar á að ferðast umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar og í flugvél, ef farið er um miðbaug?
Miðbaugur er mjög nærri því að vera hringur með geislann $6.378,1370$ kílómetra, eins og sýnt er á myndinni að neðan. Til að finna vegalengd ferðalags umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar um miðbaug nægir að reikna ummál þessa hrings. Þekkt er að ummál hrings má reikna með því að margfalda saman þvermál hans ...
Hversu oft er veiruerfðaefni magnað upp þegar sjúkdómurinn COVID-19 er greindur í mönnum?
Upprunalega spurningin var: Hver er algengasti afritunarfjöldinn (e. cycle threshold) í kjarnsýrugreiningum á Íslandi vegna veirunnar SARS-CoV-2? Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að útskýra hugtakið kjarnsýrumögnun (e. polymerase chain reaction, PCR) og setja það í samhengi við COVID-19 (sem orsaka...
Af hverju?
Þetta er afar mikilvæg spurning, kannski ein af þeim allra mikilvægustu í heiminum! Með henni spyrjum við um orsök en ekki eingöngu um staðreyndir. Hún er þess vegna lykillinn að því sem við köllum skilning og margir telja merkilegra fyrirbæri en þekkingu eða trú. Þannig fer þessi spurning nærri kjarna vísindanna ...
Hver er munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð?
Veðurstofa Íslands er með nokkrar tegundir veðurstöðva sem safna mismiklum upplýsingum. Í stuttu máli felst munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð í því að á skeytastöðvum er veðrið athugað oftar á sólahring, fleiri þættir eru mældir eða metnir og niðurstöður eru sendar að loknum hverjum athugunartíma en ekki...
Hvaða kvarðar eru helst notaðir til að mæla stærð jarðskjálfta?
Fljótlega eftir að skjálftamælingar hófust á virkum skjálftasvæðum, varð ljóst að jarðskjálftar voru mjög misstórir. Áhrif þeirra og tjón sem af þeim leiddi, var ekki sérlega góður mælikvarði á mikilvægi atburðanna í jarðfræðilegum skilningi. Þörf var á að finna kvarða sem gerði kleift að bera saman stærðir skjálf...
Er virkilega hægt að poppa maísbaun með því að láta farsíma hringja umhverfis baunina, eins og sýnt er á myndböndum á Netinu?
Stutta svarið við spurningunni er nei. Myndböndin eru falsanir sem ýmist eru gerðar með klippingu og límingu eða að kröftugum örbylgjusendi er komið fyrir undir borðplötunni fyrir neðan baunina. Við vekjum athygli þeirra sem horfa á þessi myndbönd á gólfsíða borðdúknum sem einkennir flest þeirra. Í öllum þes...