Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 49 svör fundust
Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Ludwig Wittgenstein fæddist í Vínarborg þann 26. apríl 1889. Hann stundaði nám í vélaverkfræði en fékk áhuga á heimspekilegum undirstöðum stærðfræðinnar og hóf nám í rökfræði hjá Bertrand Russell við Cambridge-háskóla. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hann í austurríska hernum en að stríði loknu gaf hann út bókina Tr...
Ef maður þýðir enska bók yfir á íslensku og þýðir þýðinguna svo yfir á ensku, er maður þá ekki að afþýða hana?
Hér er skemmtilegur orðaleikur á ferð og vissulega mætti svara spurningunni játandi, að minnsta kosti í nafni hans. Við nánari athugun kemur þó strax í ljós að bókin verður ekki afþýdd nema hún verði þýdd að nýju. Ferli af þeim toga býður upp á ýmsar pælingar um þýðingar almennt, hvað þær feli í sér og í hverju ga...
Af hverju deyr fólk?
Það má nálgast þessa spurningu á margan hátt, það er hægt að vera með heimspekilegar vangaveltur um líf og dauða (sem þó verður ekki gert hér), skoða hvað það er sem gerist í líkamanum sem veldur því að við deyjum og einnig má skoða hvað það er sem helst dregur okkur til dauða. Það eru ýmsar ástæður fyrir því ...
Hvað er einhyggja og tvíhyggja? Hvers vegna eru þær svo fyrirferðarmiklar í sögunni?
Hugtökin einhyggja og tvíhyggja hafa verið notuð til að flokka heimspekilegar kenningar. Þær sem gera ráð fyrir að veruleikinn sé tvískiptur með einhverjum afgerandi hætti, þannig að um hina tvo hluta hans gildi gerólík lögmál, eru kenndar við tvíhyggju og þær sem hafna slíkri tvískiptingu eru einhyggjukenningar. ...
Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?
Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...
Hvenær er orðið svo mikið drasl í herbergi að maður er í rauninni að taka til þegar maður sparkar í hluti?
Þessi spurning er ekki öll þar sem hún er séð, heldur má heimfæra hana upp á merkilegar og erfiðar ráðgátur í mannlegri hugsun. Undir býr í raun og veru önnur spurning, hvort við getum flokkað eða metið ástandið í herberginu og þannig sagt til um að eitt ástand feli í sér meiri „reglu“ eða „reiðu“ en annað. Samkvæ...
Hvað er vísindafræði?
Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...
Hver eru rök með og á móti beinu líknardrápi?
Ímyndum okkur mann sem er illa kvalinn af ólæknandi sjúkdómi. Hann á enga að og sýnt þykir að bæði honum sjálfum og starfsfólkinu sem annast hann yrði það líkn og léttir ef hann fengi að deyja. Á þessi maður ekki rétt á því að honum sé hjálpað til þess að deyja ef hann biður um það? Það þykir að minnsta kosti ...
Hvað var að gerast í sögu heimsfræðinnar um 1918?
Mikilvægasti atburðurinn í sögu heimsfræðinnar kringum árið 1918 var vafalaust sá að þýsk-svissnesk-bandaríski eðlisfræðingurinn Albert Einstein (1879-1955) setti fram almennu afstæðiskenninguna (e. general theory of relativity) í lok árs 1915. Kjarni hennar fólst í svonefndum sviðsjöfnum sem lýsa gerð rúmsins ása...
Hvaða rök liggja á bakvið bann á mannáti?
Fá viðmið eru eins geirnegld í siðferðislíf okkar og bannið við að leggja sér manneskjur til munns. Listir og dægurmenning hafa lengi nýtt sér þetta viðhorf til að skapa eftirminnilegar en um leið viðurstyggilegar persónur. Persóna Hannibals Lecter sem margir muna eftir er til dæmis sérlega ógeðfelld. Óviðjafnanle...
Hver eru helstu verk Friedrichs Nietzsches?
Ritverkum Friedrichs Nietzsches (1844-1900) er vanalega skipt í þrjú tímabil: Æskuverkin (1872-1877), miðárin (1878-1882) og síðustu árin (1883-1888). Þar sem áhrifa Nietzsches gætir meðal listamanna, arkitekta, heimspekinga, félagsfræðinga, sálfræðinga, rithöfunda, tónlistarmanna, mannfræðinga, kvikmyndagerðarman...
Hver var George Berkeley og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Írski heimspekingurinn George Berkeley (1685-1753) er einn þeirra þriggja sem taldir eru helstu forsprakkar breskrar raunhyggju, en hinir eru þeir John Locke og David Hume. Hann er þekktastur fyrir hughyggjukenningar sínar, sem segja má að kristallist í orðunum „Að vera er að vera skynjaður“, eða „Esse est percipi...
Er hægt að færa rök fyrir tilvist Guðs út frá mögulegum útskýringum á tilvist alheimsins?
Tilvist alheimsins hefur verið mönnum nokkurt undrunarefni svo langt sem heimildir ná, og að öllum líkindum lengur, svo að ekki þarf að koma á óvart þótt reynt hafi verið að leita svara við slíkum spurningum í tímans rás. Hefðbundið svar felst í svonefndum „heimsfræðirökum“, sem eru ein af nokkrum sígildum rökfærs...
Hver var Per Henrik Ling og hvert var hans framlag til sjúkraþjálfunar?
Per Henrik Ling fæddist í Södra Ljunga í Svíþjóð 15. nóvember 1776. Þess má geta að langalangafi hans í móðurætt var hinn frægi vísindamaður Olof Rudbeck (1630-1702) sem lýsti sogæðakerfi mannsins. Ling var prestssonur og fetaði í fótspor föður síns og lauk prófi í guðfræði árið 1797. Að því loknu hélt hann til K...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...