Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 140 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað leysir upp gull og platínu?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Eins og margir vita eru gull og platína þolgóð efni og fá leysiefni leysa þau upp, en hvaða leysiefni geta það?Gull og platína eru bæði verðmætir málmar og sterkir og leysast ekki auðveldlega upp. Þó er eitt leysiefni sem leysir þá báða upp, kóngavatn. Kóngavatn (lat. aqua r...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju eru loftsteinar verðmætir?

Svipuð lögmál gilda um loftsteina og aðra hluti sem fólk girnist. Ef ekki er til nóg til að fullnægja óskum allra þá ganga þeir kaupum og sölu við einhverju verði. Ef framboð er mjög lítið en eftirspurn mikil getur verðið orðið hátt. Loftsteinar hafa lítið sem ekkert notagildi en það skapar þeim ekki veru...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru oturgjöld?

Oturgjöld eru í skáldskap kenning fyrir gull. Að baki er sögn í Snorra-Eddu er segir frá því að Óðinn, Loki og Hænir hafi farið í ferð til að skoða heiminn allan. Á ferð sinni komu þeir að á þar sem otur var að gæða sér á laxi. Loki drap oturinn með því að kasta í hann steini. Þeir héldu ferðinni áfram og tóku nú ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er hvítagull (white gold)?

Íslenska orðið hvítagull er aðallega notað yfir málminn platínu. Á ensku er white gold hins vegar efnið sem verður til þegar gulli (Au) og palladíni (Pd), nikkel (Ni) og/eða silfri (Ag) er blandað saman. Þegar það er gert hverfur gullni liturinn úr gullinu og það verður hvítt (eða silfurlitt) og þess vegna er...

category-iconEfnafræði

Hvaða málmar teljast eðalmálmar?

Orðið eðalmálmur (e. noble metals) vísar til þess að málmurinn sé æðri öðrum málmum, betri en aðrir málmar. Til eðalmálma teljast vanalega gull (Au), platína (Pt), iridín (Ir), osmín (Os), palladín (Pd), ródín (Rh), rúþen (Ru) og silfur (Ag). Allt eru þetta frumefni og nágrannar úr lotu/röð 4, 5 og 6 í lotukerfinu...

category-iconVísindavefur

Ef gullið sem vitringarnir þrír gáfu Jesú Kristi hefði verið sett í banka, hversu mikils virði væri það í dag?

Ýmis vandkvæði eru á að svara þessari spurningu. Einn vandinn liggur í því að ekki er ljóst hve mikið gull vitringarnir þrír færðu Jesú. Annar vandi liggur í því að ekki er augljóst hvaða vexti ætti að miða við til að reikna út hvernig gullið hefði ávaxtast í 2000 ár. Engu að síður er vandalaust að leika sér m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heitir bjartmáfsdeilitegundin Larus glaucoides kumlieni á íslensku? Hversu oft kemur fuglinn hingað?

Bjartmáfsdeilitegundin Larus glaucoides kumlieni er kallaður vestræni bjartmáfurinn á íslensku. Önnur deilitegund bjartmáfsins er Larus glaucoides glaucoides og nefnist hann á íslensku austræni bjartmáfurinn. Á ensku er vestræni bjartmáfurinn nefndur Kulmien´s Iceland gull en sá austræni True Iceland gull. Ves...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver hefur unnið til flestra verðlauna á Ólympíuleikunum og í hvaða greinum?

Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er sá sem hefur oftast allra staðið á verðlaunapalli á Ólympíuleikum, alls 28 sinnum. Hann keppti í fyrsta skipti á leikunum í Sidney árið 2000, þá aðeins 15 ára gamall. Hann komst í úrslit í 200 m flugsundi en hafnaði í fimmta sæti. Michael Phelps er sigursælasti íþrótta...

category-iconHagfræði

Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru gullkrónur og hvert er verðgildi þeirra sé miðað við íslenska krónu? Til frekari upplýsinga segir í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar að heimilt sé að sekta um 2.000 - 40.000 gullkrónur fyrir brot gegn lögunum en vísað í lög nr. 4/1924 um að miða við...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvort er gull eða silfur betri leiðari og hvað með kopar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvort er gull eða sifur betri leiðari? Er eðlisviðnám gulls minna en silfurs? Hver er svo samanburður við hinn ódýra kopar? Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við rafleiðni en ekki varmaleiðni. Ef spenna er sett á leiðara þannig að annar endinn (skautið) er plús og hinn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðasambandið "að hnoða hinn þétta leir"?

Orðasambandið að hnoða hinn þétta leir er ekki algengt í málinu. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fjórar heimildir. Tvær eru frá 18. öld, önnur úr öðru bindi postillu Jóns biskups Vídalín (1724) en hin úr bók með sjö predikunum (1722) en af þeim samdi Jón Vídalín sex. Í báðum tilvikunum er um fjármuni að ræ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt?

Ef gullgröftur á að borga sig, þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: nægilega mikið rúmmál af nægilega gullríku bergi. Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í tonni af grjóti (g/tonn) en lágmarksstyrkur vinnanlegs gulls mun vera um 1000 sinnum meiri, 5 g/tonn. Nú er talið að allar „auðunnar“ gull...

category-iconEfnafræði

Eru málmarnir gull, brons, ál og platína frumefni?

Lotukerfið inniheldur öll þekkt frumefni, bæði þau sem koma fyrir í náttúrunni og þau sem manneskjan hefur búið til í eindahröðlum (e. particle accelerators). Til þess að finna út úr því hvort tiltekinn málmur sé frumefni eða ekki er einfaldast að skoða lotukerfið eða leita í töflum/texta sem innihalda öll frumefn...

category-iconEfnafræði

Hvaða málmur leiðir best?

Silfur (Ag) hefur hæsta rafleiðni málma við staðalskilyrði. Rafleiðni málma er mælikvarði á hversu greiðlega rafeindir ferðast um málminn milli punkta sem haldið er við mismunandi rafspennu. Því meira sem rafviðnám (mælieining: Ohm) málmsins er því minni er leiðnin. Leiðni er því skilgreind í öfugu hlutfalli vi...

category-iconJarðvísindi

Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?

Basalt er algengasta bergtegund á jörðu, og mynda basalthraun til dæmis nær allan hafsbotninn. Basalt er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins. Nafnið á þessari mikilvægu bergtegund er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos...

Fleiri niðurstöður