Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3029 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvað gera næringarfræðingar?

Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það þýðir að einstaklingur þarf að ljúka meistaraprófi (MSc) í næringarfræði, sem krefst fimm ára háskólanáms, til að geta sótt um starfsleyfið frá Embætti landlæknis. Meistarapróf í næringarfræði gerir kröfur um tilskilinn fjölda eininga í næringar- og ma...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað gera ráðherrar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hverjir eru ráðherrarnir og hvað gera þeir (starfslýsing)? Ráðherrarnir fara með framkvæmdavald ríkisins, ásamt forseta Íslands, og hafa yfirumsjón með málum sem heyra undir þeirra ráðuneyti. Þannig er það í þeirra verkahring að setja í framkvæmd ýmis mál sem þarf að vinna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?

Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni. En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þjóna geitungar einhverjum tilgangi í náttúrunni?

Dýr koma sér fyrir í fæðuvef tiltekins vistkerfis. Það er vafasamt að álykta að staða þeirra þar hafi einhvern sérstakan tilgang. Á Vísindavefnum er að finna svar um tilgang mannsins, Vilhálmur Árnason fjallar um það í svari við spurningunum Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?. Þar er ekkert komið inn...

category-iconHugvísindi

Er hægt að gera ekki neitt?

Áður en við getum tekist á við þessa spurningu þurfum við að taka afstöðu til þess hvort það að gera ekki neitt megi leggja að jöfnu við að vera ekki að gera neitt. Á svipaðan hátt gætum við spurt hvort það að segja ekki neitt sé það sama og ekki að segja neitt. Sá sem þegir, hann er ekki að segja neitt. En er lík...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er kynorka?

[Föstudagssvar, sjá niðurlagið]. Upphafleg spurning var því sem næst sem hér segir:Hvernig má skilgreina kynorku? Hver er uppruni hennar og notkunarmöguleikar, hagkvæmni og umhverfisáhrif?Kynorka er sú orka sem fylgir kyninu eins og hreyfiorka er orka sem fylgir hreyfingu, vatnsorka er orka vatnsins og efnaorka...

category-iconLögfræði

Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo?

Spurningin er tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort leyfilegt sé að hljóðrita símtal án leyfis. Hins vegar er spurt um hvort heimilt sé að útvarpa slíku símtali. Varðandi heimild til hljóðritunar á símtölum þá segir í 44. gr. laga um fjarskipti:Sá aðili að símtali sem vill hljóðrita símtalið skal í upphafi þe...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er frétt?

Tilraun til skilgreiningar er á þá leið að frétt er frásögn af atburði eða fyrirbæri sem almenning varðar um og ekki var áður kunnugt um. Einnig þarf að haga hugfast að fréttamaðurinn velur þá atburði sem hann fjallar um og mótar fréttina þó að hann fylgi þá oftast hefðum. Hann velur fréttaefnið eftir mikilvægi og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað?

Sögnin að formyrkva ‛myrkva, gera dimman’ kemur fyrst fyrir í málinu 1558 svo vitað sé í þýðingu Gísla Jónssonar á Margarita Theologica … samkvæmt riti Christians Westergaards Nielsens Låneordene i det 16. århundredes trykte islandske litteratur frá 1946. Að baki liggur danska orðið formørke í sömu m...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur segulorka leyst orkuvandamálin, og eru til upplýsingar um rannsóknir á því?

Svarið er nei, eftir því sem við vitum best. --- Í fyrsta lagi er segulorka tæmanleg auðlind en ekki endurnýjanleg eins og orka fallvatna. Um segulorkuna gildir hið fornkveðna að eyðist það sem af er tekið. Það er allsendis óvíst að við kærðum okkur um að eyða segulorkunni með þeim afleiðingum sem það hefði, jafnv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða gagn gera mýflugur?

Hér er einnig svarað spurningunni:Af hverju skapaði guð mýflugur fyrst þær eru svona pirrandi? Mý skiptist í rykmý sem er bæði i stöðuvötnum og straumvötnum og bitmý sem er aðeins í straumvötnum. Auk þess eru nokkrar aðrar ættir sem eru miklu fáliðaðri. Mýflugur eyða mestum hluta lífsferils síns sem lirfur á...

category-iconHugvísindi

Hvenær byggðust Skinnastaðir í Öxarfirði og hvenær var nafni hreppsins breytt úr Ærlækjarhrepp í Skinnastaðahrepp?

Skinnastaðir í Axarfirði eru nefndir fyrst í Íslendinga sögu í Sturlungu í tengslum við atburði 1232, þegar Guðmundur biskup Arason fór af Skinnastöðum og vestur yfir Jökulsá (útg. 1946, I, 336) en við 1255 er nefndur Halldór Helgason, bóndi af Skinnastöðum (I, 519) í sömu sögu. Ekki er kunnugt um eldri heimildir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er rétt að segja „að taka rétta hæð í pólinn” eða „að taka réttan pól í hæðina”?

Orðasambandið að taka pól í hæðina er kunnugt úr nútímamáli. Það er dregið af orðasambandinu að taka pólíhæð eða að taka pólhæð en orðið pólíhæð er aftur dregið af danska orðinu, polihøjde. Orðin póll og pólíhæð eða pólhæð merkja hér 'viðmiðunarpunktur'. Orðatiltækið ‘að taka skakkan pól í hæðina’ er vel kunnug...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna?

Möðruvallabók Skinnhandrit frá 14. öld. Hér er einnig svarað spurningu Ragnars Þórs Péturssonar, 'Hverjir skrifuðu Íslendingasögurnar, hvenær og eftir hvaða heimildum?' Eins og mörgum er kunnugt, hefur lengi ríkt ágreiningur um aldur og uppruna Íslendingasagna, bæði bókmenntagreinarinnar í heild og eins...

category-iconFöstudagssvar

Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?

Þetta svar er í flokknum "föstudagssvar" enda samið á föstudegi. Föstudagssvör eru í léttari dúr en önnur. Við vitum ekki betur en að við höfum svarað spurningunni um fjölda Breiðafjarðareyja eftir því sem best er vitað. Við nefndum töluna 2700-2800, gátum heimilda fyrir henni og vísuðum til þeirra. Við sjáum e...

Fleiri niðurstöður