Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 51 svör fundust
Er "Area 51" til?
Þessari spurningu má svara bæði játandi og neitandi. Enginn vafi leikur á að staðurinn sem sumir kalla Area 51 (svæði 51) er til. Nafnið er þá haft um herstöðina við Groom Dry Lake í Nevada-ríki eða hluta hennar. Þar er óviðkomandi bannaður aðgangur svo sem löngum hefur tíðkast í herstöðvum. Sumir telja jafnvel að...
Búa grænar geimverur á Mars?
Í svari við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? ræðir Þorsteinn Þorsteinsson mismunandi kenningar um þetta efni sem skotið hafa upp kollinum í gegnum tíðina. Eldri kenningar gerðu greinilega ráð fyrir að lífverur sem hugsanlega gætu búið á Mars væru líkar manninum á ýmsan hátt, til dæmi...
Hvernig er hægt að sanna að það sé ekki líf á einhverri plánetu?
Spurninguna má skilja á tvo vegu:A. Hvernig er hægt að sýna fram á að ekki sé til einhver pláneta utan jarðarinnar, þar sem líf er að finna? B. Ef við horfum á einhverja tiltekna reikistjörnu, hvernig er þá hægt að sýna fram á að ekki sé líf á henni?Vert er að taka eftir að við kjósum heldur að nota orðalagið "...
Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?
Það mundi kosta talsverðan tíma og þolinmæði að koma á góðum samskiptum við geimverur. Búast má við að reynsluheimur þeirra sé allur annar en okkar, til dæmis hafi líf á reikistjörnum utan sólkerfisins þróast allt öðru vísi en hér á jörðinni. En í eðli sínu væru samskiptin engu að síður hliðstæð því þegar við læru...
Er líf í geimnum?
Enginn veit ennþá hvort líf leynist einhvers staðar í geimnum utan jarðar, eins og Þorsteinn Vilhjálmsson bendir á í svari við spurningunni Er líf á einhverri annarri stjörnu en jörðinni?. Við hvetjum lesendur til að skoða þessi svör við sambærilegum spurningum: Eru geimverur til?Hvernig er hægt að sanna að ...
Hvar er mest af geimskipum á Íslandi?
Í gegnum tíðina hefur Ísland fengið heilmikla athygli umheimsins vegna ýmiss konar yfirnáttúrulegra fyrirbæra sem talið er að fyrirfinnist hér á landi. Til að mynda hefur því verið haldið fram að einn frægasti svikari sögunnar, Júdas, sé geymdur í Heklu. Er þetta einungis ein af fjölmörgum sögum sem tengjast Hekl...
Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar?
Það er deginum ljósara að líf eins og við þekkjum það á jörðinni þarfnast vatns. Líf jarðarinnar hefur þróast í vatni og með vatni og lífverur hafa lært að nýta sér hina sérstöku eiginleika þessa vökva. Vatn, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ráða að verulegu leyti byggingu og líffræðile...
Af hverju blaktir bandaríski fáninn á myndinni af Apollo 11 á tunglinu 1969?
Þessa spurningu mætti ef til vill skilja sem svo að spyrjandi vilji vita af hverju það sé bandaríski fáninn sem blaktir þarna en ekki eitthvað annað. En við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé allvel að sér, meðal annars eftir að hafa kynnt sér ýmsa hluti á Vísindavefnum. Hann viti þess vegna að á tunglinu er ekkert l...
Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?
Spurningin hljóðar svo í fullri lengd: Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Til dæmis sögðu vísindamenn einu sinni að breiðnefur væri ekki til, en svo var komið með breiðnef beint fyrir framan nefið á þeim. Til að svara þessari spurningu þurfum við ...
Er andlit á reikistjörnunni Mars?
Andlitið á Mars, sem sást á mynd sem Viking 1 geimfarið tók árið 1976 af Cydoníu-svæðinu, er ekkert annað en vindsorfin hæð og leikur ljóss og skugga. Á myndinni sést það sem mörgum finnst við fyrstu sýn vera mannsandlit. NASA sendi myndina til fjölmiðla því að menn töldu að hún væri til þess fallin að vekja a...
Eru Marsbúar til?
Árið 1976 fóru tvö könnunarför til reikistjörnunnar Mars. Þau leituðu meðal annars að ummerkjum um frumstætt líf. Í fyrstu héldu menn að örverur væru í jarðvegssýnum frá Mars en að lokum kom í ljós að svo var ekki. Í svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? seg...
Hvernig væri heimurinn ef allir væru heyrnarlausir?
Ímyndum okkur plánetu í fjarlægum hluta alheimsins þar sem búa viti bornar geimverur. Þær eru ekki alls ósvipaðar okkur mönnunum en það er eitt sem greinir þær frá okkur: Þær eru heyrnarlausar. Hvernig ætli þeirra heimur sé? Þar sem verurnar eru viti bornar hljóta þær að tjá sig með einhverjum hætti. Það gæti veri...
Af hverju er karlinn að hrópa á myndinni "Ópið"? Hvað gerðist svona hræðilegt?
Margt hefur verið sagt um Ópið (1893) eftir Norðmanninn Edvard Munch (1863-1944) en fátt nýtt hefur komið fram um verkið í áratugi. Flestir tyggja einfaldlega upp það sem allir vita: "Málverkið táknar angist nútímamannsins í veröld firringar þar sem Guð er dauður". Þetta segir okkur hins vegar lítið um það af hver...
Ef við erum ekki einu vitsmunaverurnar í heiminum, af hverju verðum við þá ekki vör við útvarpsbylgjur frá öðrum?
Þetta er góð spurning og hefur dýpri merkingu en menn gera sér almennt grein fyrir. Margir hafa spurt hennar áður og enn í dag vita menn ekki svarið við henni. Í hádegishléi árið 1950 var hópur kjarneðlisfræðinga á spjalli í Los Alamos-rannsóknarstöðinni í Bandaríkjunum. Þar var meðal annars ítalsk-bandaríski n...
Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?
Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...