Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 84 svör fundust
Hver var Hektor í rómversku sögunni?
Hektor er ekki persóna í rómverskri sögu, heldur grískri. Hann var prins í Tróju, elsti sonur Príamosar konungs og Hekúbu drottningar og mesta hetjan í liði Trójumanna í Trójustríðinu. Lík Hektors borið til Tróju. Hektor vó Patróklos, vin Akkillesar, sem neitaði að berjast fyrir Grikki vegna deilna sinna vi...
Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?
Sæl, nemendur í Hólabrekkuskóla. Langlífi hefur löngum heillað mannfólkið og þá einkum ástæður þess. Hægt er að lesa meira um það í svarinu Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá? Þegar þetta er skrifað er bandaríska konan Besse Cooper elsta nú...
Hvað átti Johann Sebastian Bach mörg börn?
Þýska tónskáldið Johann Sebastian Bach (1685-1750) eignaðist tuttugu börn í tveimur hjónaböndum. Með fyrri eiginkonu sinni, Maríu Barböru Bach, átti hann sjö börn og með þeirri síðari, Önnu Magdalenu Wilcke, eignaðist hann 13. Af tuttugu börnum tónskáldsins dóu alls tíu í æsku. Þrír synir Bachs voru kunn tónská...
Hvað hefur vísindamaðurinn Orri Vésteinsson rannsakað?
Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við rannsóknir á fornleifafræði Norður Atlantshafs – Íslands og Grænlands – á víkingaöld og miðöldum. Orri hefur stjórnað uppgröftum víða um land, sérílagi á Norðausturlandi, til d...
Hvað eru margir píramídar í Egyptalandi?
Alls hafa fundist um 80 píramídar í Egyptalandi. Þeir eru þó ekki allir heilir og margir eru rústir einar. Egyptar voru líklega fyrstir allra þjóða til að reisa píramída. Elsti píramídinn var að öllum líkindum reistur kringum 2650-2575 f.Kr. og er nefndur þrepapíramídinn í Sakkara. Lesa má meira í svari Unnars ...
Hver er elsta bjórtegundin?
Guinness frá Írlandi var fyrst brugguð árið 1759 og er líklega sú tegund af öli sem er elst. Elsta ölgerð heims er hins vegar Weihenstephan sem er í Freising rétt norður af München. Hún var stofnuð 1040. Bruggun á lager hófst hins vegar 1842 og þar gerir Pilsner urquell frá Tékklandi tilkall til titilsins elsti la...
Hvers vegna er grís tákn sparnaðar, sem sparibaukur?
Svínið og grísinn hafa haft sérstöðu í mörgum samfélögum síðan dýrið var tamið. Sérstaklega var grísinn í uppáhaldi fyrr á öldum meðal fátækra bænda í Evrópu. Þeir töldu grísinn góða fjárfestingu því að hann vex hratt og gefur af sér mikið kjöt. Lítinn grís var hægt að ala án mikils tilkostnaðar á afgöngum sem urð...
Hvaða tungumál töluðu Föníkar?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona:Hvaða tungumál töluðu Föníkar (er að reyna að skrifa ritgerð)?Fönikía nefndist semískt fornríki í Litlu-Asíu. Ríkið var á um 200 km langri sléttu fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem nú er Líbanon, Sýrland og Palestína. Fönikía sést hér við botn Miðjarðarhafs en gullituðu lan...
Hvað þýðir passía?
Íslenska orðið passía er myndað af latneska orðinu passio sem þýðir þjáning (sbr. passion á ensku, dönsku og þýsku). Passio Christi, þjáning Krists, er heiti þeirra hluta guðspjallanna er greina frá þjáningu Krists. Í textum frá 16. öld kemur orðið passía fyrir sem heiti á þjáningar- eða píslarsögu Jesú Krists. Þá...
Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?
Tvö þúsund króna seðill hefur ekkert sérstakt verðmæti umfram það sem á honum segir. Hann er sem sé tvö þúsund króna virði. Það má því kaupa fyrir hann jafnmikið og fyrir til dæmis tvo þúsund krónu seðla eða fjóra fimm hundruð króna seðla. Tvö þúsund krónu seðlar eru hins vegar frekar lítið notaðir og því alge...
Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?
Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%. Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli. Þykkt jökulsins hefur verið mæld...
Hvað getið þið sagt mér um rímur?
Rímur eru sérstök tegund íslenskra söguljóða. Þær eiga rætur að rekja til síðari hluta miðalda en rímnaformið kom fram á 14. öld og var fullmótað á þeirri 15. Alla tíð síðan hafa menn kveðið rímur án þess að verulegar breytingar yrðu á þeim. Í rímunum er sögð saga. Skáldin semja ekki söguna heldur endursegja ha...
Hvað eru til margar skordýrategundir í heiminum?
Eins og fram kemur svari eftir Gísla Má Gíslason við spurningunni Hvaða áhrif hefði það fyrir lífið á jörðinni ef öllum skordýrum væri eytt? eru þekktar tegundir skordýra um ein milljón talsins. Vísindamenn áætla hins vegar að í raun og veru séu tegundirnar um fimm milljónir. Þær tegundir sem enn hefur ekki verið ...
Hvað hafa margir farið í geimferðir?
Þegar þetta er skrifað, í lok árs 2010, hafa 517 manns farið út í geiminn, 463 karlar og 54 konur. Þetta fólk er af 38 þjóðernum, langflestir frá Bandaríkjunum eða 334. Sovétmenn sendu 72 út í geiminn og eftir fall þeirra hafa Rússar og önnur fyrrverandi ríki Sovétríkjanna átt 35 geimfara. Fyrsti maðurinn til...
Hvað eru margir skólar í Reykjavík?
Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins má finna lista yfir allar stofnanir á hennar vegum. Þegar þetta er skrifað í júní árið 2010 má sjá að í Reykjavíkurborg eru starfræktir 94 leikskólar, 46 grunnskólar, 11 framhaldsskólar og 3 háskólar. Auk þess eru 25 tónlistarskólar. Þannig eru 179 skólar af öllum skólas...