Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 30 svör fundust
Er hægt að lifa án hormóna?
Nei, það er ekki hægt að lifa án hormóna, að minnsta kosti ekki eðlilegu lífi. Hormón teljast til boðefna líkamans. Þau stjórna þroska hans og vexti og sjá um að halda alls kyns starfsemi líkamans í jafnvægi. Hormón eru lífræn efni af ýmsum gerðum. Þau eru mynduð í svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) ...
Hvað getið þið sagt mér um fléttur?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað geturðu sagt mér um fléttur? Hver er stofn þeirra, er einhver samkeppni og hvert er kjörbýli þeirra? Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (e. cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fl...
Hvernig myndast prótín í líkamanum?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig verða prótín til?Hvert er ferli prótínnýmyndunar í frumu í stuttu máli? Prótínmyndun er mjög flókið efnafræðilegt ferli sem byrjar í erfðaefninu DNA en DNA er er efni genanna í litningunum. Hvert gen geymir upplýsingar um gerð tiltekins fjölpeptíðs en prótín eru gerð úr e...
Hvað hefur vísindamaðurinn Már Másson rannsakað?
Már Másson er prófessor í lyfjaefnafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Már stýrir rannsóknarhópi á sviði sem kallast nanólæknisfræði (e. nanomedicine) en það miðar að því að nýta nanótækni í lækningum og lyfjaþróun. Megináhersla þessa sviðs vísinda er að hanna og smíða örsmá tæki, efni, efnisagnir og efnisy...
Hver er munurinn á taugahormóni og taugaboðefni?
Bæði taugahormón og taugaboðefni eru boðefni sem koma boðum milli líkamshluta. Hormónin bera boðin langar leiðir með hjálp blóðrásarkerfisins en taugaboðefni bera boðin stutt milli taugunga, til dæmis innan heilans. Taugahormón er hormón sem myndast í taugavef og er seytt úr honum í blóðrásina eins og önnur ho...
Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er til önnur getnaðarvörn fyrir karla en smokkur?Fyrir utan ófrjósemisaðgerð er smokkurinn enn sem komið er eina getnaðarvörnin á almennum markaði fyrir karlmenn. Smokkur er ekki 100% örugg getnaðarvörn en kostur hans er að hann er einnig vörn gegn mörgum kynsjúkdómum. Mikilvægi h...
Af hverju koma stírur í augun?
Stírur eru í rauninni ekkert annað en storknuð tár. Tár myndast í tárakirtlum sem liggja undir húðinni í jaðrinum á efra augnlokinu. Þau eru samsett úr vatni, söltum, slími og sýkladrepandi efni sem kallast lýsózým. Hlutverk tára er þannig að hreinsa og verja augun og sjá til þess að þau haldist rök. Venjulega ...
Við hvaða hitastig lifir sæði?
Í hverjum mánuði myndar karlmaður um 12 milljarða sáðfrumna í hlykkjóttum sáðpíplum eistna, sem eru í pungnum, húðpoka milli læra fyrir utan líkamann. Ástæðan fyrir því að eistun eru utan líkamans er sú að kjörhitastig fyrir sáðfrumumyndun er nokkuð lægra en eðlilegur líkamshiti, eða um 34-35°C. Eitt helsta h...
Hvað hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað?
Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig sérhæfingu og starfsemi fruma er stjórnað. Rannsóknir hans hafa beinst að stjórnun umritunar í litfrumum og sortuæxlum, einkum að hlutverki stjórnprótínsins MITF. Litfrumur (e. melanocyt...
Í hvað er kopar notaður?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hverjir eru efnafræðilegir eiginleikar og sérkenni kopars? Hvað er efnið eir, í hvað er það notað og hver er munurinn á því kopar? Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum. Kopar gengur einnig undir heiti...
Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Af hverju fær maður hár á kynfærin? Hvers vegna vaxa punghárin? Fara stelpur í mútur? Getur röddin í stelpum breyst? Hvenær fara strákar í mútur? Breytist hárvöxtur á leggjum ungra kvenna við kynþros...
Hvernig notar maður formalín til að hreinsa bein?
Í upphafi þessa svars er rétt að taka fram að formalín er ekki notað til að hreinsa bein. Formalín er notað til þess að varðveita líkamsvefi í sýnum og við líksmurningu eða sem lausn til sótthreinsunar. Ástæðan fyrir þessari notkun formalíns er sú að það hefur bakteríudrepandi áhrif. Því er hægt að varðveita líkam...
Hver var Gerhard Domagk og fyrir hvað er hann þekktur?
Á öðrum og þriðja áratugi 20. aldar voru gerðar margar af hinum miklu læknisfræðilegu uppgötvunum sem áttu eftir að hafa gríðarleg áhrif á lífslíkur manna. Bakteríusýkingar voru mjög skæðar. Klasakokka- (staphylococcal) og streptókokkasýkingar (streptococcal) ásamt lungnasýkingum (pneumpcoccal) og berklum voru mjö...
Er hægt að hraða niðurbroti í rotþróm og draga úr lykt?
Rotþró er einfalt hreinsivirki fyrir húsaskólp sem ætlað er fyrir einstök eða fá hús í dreifbýli þegar ekki er eiginleg fráveita. Í henni fer fram botnfelling og rotnun lífrænna efna við súrefnislausar aðstæður. Frárennsli rotþróa á ávallt að leiða í siturlögn þar sem frekara niðurbrot á uppleystum lífrænum efnum ...
Hvað er kollagen og í hvað er það mest notað?
Allmargir hafa sent Vísindavefnum spurningar um kollagen. Hér er mörgum þeirra svarað, þeirra á meðal: Er það sannað að kollagen sé eins hollt og gagnlegt og framleiðendur fæðubótarefna vilja meina? (Yrsa Rún) Hvað er kollagen? (Ólafur Tumi) Getið þið sagt mér hvað kollagen gerir? (Bragi) Getur það gert gagn að in...