Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3169 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað er rafrænt lýðræði (e-democracy)?

Ef litið er á hvað orðin þýða þá gæti orðið rafrænt staðið fyrir upplýsingakerfi sem flytja eða geyma gögn og upplýsingar á stafrænum miðlum. Upplýsingatækni (UT) felur til dæmis í sér tölvunotkun, skrifstofusjálfvirkni, fjarskipti og stjórnunartækni og tekur til fjölbreyttra stafrænna verkfæra fyrir ákvarðanatöku...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað gera dýrafræðingar?

Dýrafræðingar vinna að mjög fjölbreytilegum rannsóknum á dýrum af öllum stærðum og gerðum. Á verksviði dýrafræðinga er meðal annars flokkunarfræði dýra, að kanna skyldleika tegunda innbyrðis og stærri hópa og fylkinga, hegðun dýra, lýsa útliti þeirra og lífsháttum svo að fátt eitt sé nefnt. Aristóteles til vins...

category-iconEfnafræði

Hver fann upp á kryptoni?

Krypton er ekki uppfinning heldur svokallað frumefni en allt í veröldinni er samsett úr frumefnum. Krypton hefur sætistöluna 36 í lotukerfinu og telst vera eðallofttegund. Eðallofttegundirnar eru sex talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe) og radon (Rn). Einnig er líklegt að frumefnið ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var William Rayleigh og hvert var hans framlag til vísindanna?

John William Strutt fæddist í Essex á Englandi 1842. Hann var af aðalsættum, sonur Johns Strutts baróns Rayleigh og erfði titilinn sem þriðji barón Rayleigh eftir föður sinn 1873. Framan af var skólaganga hans skrykkjótt vegna heilsubrests og umhverfið sem hann mótaðist í snerist um óðöl og landbúnað frekar en vís...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?

Harvard-háskóli í Cambridge, Massachusetts, á sér langa sögu og mun ég því aðallega fjalla um stofnun skólans og starfsemi hans fyrstu áratugina þar á eftir. Ítarlega umfjöllun um sögu skólans má til að mynda finna í bók Samuels S. Morisons, Three Centuries of Harvard. Harvard-háskóli (fyrst nefndur Harvard Col...

category-iconLæknisfræði

Hver var William Harvey og hvaða uppgötvanir gerði hann?

Enski læknirinn William Harvey var fyrstur til að lýsa nákvæmlega hringrás blóðsins um líkamann. Hann uppgötvaði að blóðið flæðir frá hjartanu með slagæðum og snýr til baka til hjartans með bláæðum. Hann sannaði að hjartað ynni eins og pumpa og sæi um að dæla blóðinu um líkamann. Uppgötvun hans hefur verið talin m...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er spegill á litinn?

Speglun ljóss á fleti gerist með tvennum hætti; stefnubundin eða dreifð. Við stefnubundna speglun (e. spatial reflection) er stefnuhorn speglaðs geisla jafnstórt stefnuhorni innfallsgeisla, sjá mynd 1. Þessi eiginleiki gerir speglinum fært að mynda spegilmynd sem eins konar afrit af fyrirmyndinni. Speglaður ge...

category-iconHugvísindi

Getur verið að Morinsheiði sé kennd við enska ferðalanginn William Morris?

Morinsheiði er á þekktri gönguleið yfir Fimmvörðuháls. Örnefnið Morinsheiði er sérkennilegt og uppruni þess er ekki þekktur. Orðhlutinn Mor- er kunnur, getur merkt ‘smáagnir’, ‘óhreinindi’ og líka ‘mistur’ eða ‘moldrok’. Orðið getur einnig táknað lit og merkir þá það sama og þegar eitthvað er sagt mólitað. Til dæm...

category-iconBókmenntir og listir

Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?

Enska skáldið John Keats lést úr berklum í Rómaborg 23. febrúar 1821, aðeins 25 ára að aldri. Lokaorðin eru venjulega sögð þessi:Severn - reistu mig upp - ég er að dauða kominn - dauðinn verður mér léttur - ekki óttast - vertu duglegur og þakkaðu Guði fyrir að hann sé loksins kominn.Í sjö klukkutíma lá hann í örmu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig voru logratöflur búnar til fyrir daga tölvunnar?

Bæði í verkum síðmiðalda og í verkum Arkímedesar (287 – 212 f. Kr.) má sjá þess merki að menn hafa tekið eftir því að samlagning veldisvísa tiltekinnar tölu, til dæmis 2, samsvarar margföldun talnanna. Dæmi um það gæti til dæmis verið 25·27 = 32·128 = 4096, en einnig mætti reikna 25·27 = 25+7 = 212 = 4096. Margfö...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Vilhjálmur Tell?

Vilhjálmur Tell (á þýsku Wilhelm Tell, frönsku Guillaume Tell, ítölsku Guglielmo Tell og ensku William Tell) er nafn alþýðuhetju sem kemur fyrir í svissneskum frásögnum. Að sögn gegndi Tell hlutverki í tilurð Sambandsríkisins Sviss snemma á 14. öld, forvera nútímaríkisins Sviss. Stytta í bænum Altdorf í Sviss þ...

category-iconHugvísindi

Hve margir hafa forsetar Bandaríkjanna verið og hvað hétu þeir?

Forsetar Bandaríkjanna hafa alls verið 45 að sitjandi forseta, Donald Trump, meðtöldum. Forsetar Bandaríkjanna hingað til: George Washington 1789—1797 (Stjórnarskrá tekur gildi 1789.) John Adams 1797—1801 Thomas Jefferson 1801—1809 (Vesturhlutinn sem tilheyrði Frakklandi innlimaður í Bandaríkin 1803.) Jame...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er himinninn blár?

Með þessu er einnig svarað spurningu Andrésar Magnússonar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svo framvegis. En hvernig stendur þá á því að tunglið er gult og jafnvel rauðleitt þegar það er lágt á himni?Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthj...

category-iconHugvísindi

Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?

Þessi bókstafur er oftast nefndur o-e límingur vegna þess að hann er settur saman ("límdur saman") úr bókstöfunum o og e. Hann var einstaka sinnum notaður í elstu íslensku handritunum á tólftu og fram á þrettándu öld en í íslensku nú á dögum sést hann fyrst og fremst í prentuðum útgáfum fornra texta, einkum ritum ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að rannsaka hvort maður er með ofnæmi fyrir aukefnum í mat?

Svonefnt aukefnaóþol fyrir íblöndunarefnum í matvælum hefur lengi verið ágreiningsefni meðal lækna. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var mikið skrifað um óþol fyrir þessum efnum, en þegar tvíblind þolpróf voru gerð fyrir einstökum aukefnum var niðurstaðan sú að innan við 1% af fólki væri með aukefnaóþol. T...

Fleiri niðurstöður