Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 104 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um San Marínó?

San Marínó er ríki í Appennínafjöllunum á norðanverðum Ítalíuskaga, á mörkum héraðanna Emilía-Rómanja og Marke. San Marínó er landlukt sem þýðir að það á hvergi landamæri að sjó og er það umlukið Ítalíu. Landið er með allra minnstu ríkjum heims aðeins 61,2 ferkílómetrar eða örlítið minna en sveitarfélagið Sandger...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fjarlægja gallgöng og lifa án þeirra?

Ef gallgöng eru fjarlægð þarf að endurbyggja þau á einhvern hátt því líkaminn getur ekki starfað til lengdar ef gall kemst ekki frá lifrinni. Gall er gulgrænn basískur vökvi sem í grófum dráttum gegnir tvenns konar hlutverki - annars vegar sér hann um að losa líkamann við úrgangsefni, til dæmis gallrauða (e. b...

category-iconLandafræði

Hver sigldi fyrstur umhverfis jörðina?

Fyrsta hnattsiglingin er venjulega kennd við portúgalska sæfarann Magellan. Rétt er að hann fór fyrir fyrsta leiðangrinum sem sigldi umhverfis jörðina, en sjálfur náði Magellan þó ekki að ljúka ferðinni þar sem hann lést áður en hringnum var lokað. Ferdinand Magellan fæddist í norðurhluta Portúgals um 1480. Ung...

category-iconLandafræði

Hvaða höfuðborg er fámennust í heiminum?

Þegar leitað er að minnstu höfuðborg heims á netinu, fær maður ýmis misjafnlega marktæk svör. Meðal annars rakst undirritaður á eina síða þar sem fullyrt var að það væri Reykjavík! Annars staðar er því ýmist haldið fram að Þórshöfn í Færeyjum eða Nuuk á Grænlandi sé minnsta höfuðborgin, en þessi lönd tilheyra D...

category-iconLandafræði

Hvar er mesta þéttbýli í Bandaríkjunum?

Samkvæmt upplýsingum um Bandaríkin á Wikipediu búa tæpar 314 milljónir manna í Bandaríkjunum en íbúaþéttleiki er tæplega 34 íbúar á ferkílómetra (km2). Til samanburðar er íbúaþéttleiki Íslands um 10 sinnum minni en í Japan 10 sinnum meiri. Íbúaþéttleiki Bandaríkjanna er tiltölulega lítill miðað við önnur lönd. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta froskdýr orðið gömul?

Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona). Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum ...

category-iconJarðvísindi

Eru til fleiri en einn kvarði til að ákvarða stærð jarðskjálfta?

Hægt er að skilgreina stærð jarðskjálfta á ýmsan veg og hafa margir stærðarkvarðar verið notaðir til að ákvarða hana. Til eru kvarðar sem nota útslagsstærð (ML) en það er hin upphaflega stærð jarðskjálfta samkvæmt skilgreiningu Richters, rúmbylgjustærð (mb), yfirborðsbylgjustærð (Ms), varandastærð (M$\tau$) og væg...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er bitormasýki og hvernig smitast menn af henni?

Tvær tegundir sníkjuþráðorma (Nematoda); Ancylostoma duodenale og Necator americanus orsaka sjúkdóm í meltingarvegi manna sem nefna mætti bitormasýki (e. hookworm diseases). Hvorug tegundin er landlæg á Íslandi en báðar berast hingað reglulega með ferðalöngum sem smitast hafa erlendis. Fyrrnefnda tegundin er landl...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þá rekur saman þar sem annar flekinn sekkur undir hinn — þar heita niðurstreymisbelti. Á kortinu hér fyrir ofan sést að Kyrrahafið er markað a...

category-iconSálfræði

Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður?

Upphaflegar spurningar voru: Hvernig vitið þið að sjónin er aftan á heilanum en ekki framan á eða á hliðunum? Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður? Enginn hluti heilans er algjörlega órannsakaður, en ekki er þar með sagt að allt sé vitað um hann – þvert á móti! Heilinn er sérlega spennandi rannsó...

category-iconSálfræði

Hvað er Likert-kvarði sem notaður er í spurningakönnunum?

Upprunalega hljóðaði spurningin: Ég hef heyrt talað um Likert þegar fjallað er um spurningakannanir. Hvað er Likert-kvarði? Likert-kvarði er algengasti svarkvarði í spurningakönnunum sem meta viðhorf fólks og skoðanir og fleira þar sem huglægt mat svaranda er grunnur að svari hans. Likert-kvarði er ráðandi ...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Langflestir jarðskjálftar tengjast hreyfingum þessara fleka. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum (hjárek), ýtast hvor frá öðrum (frárek), eða þrýstast hver undir annan (samrek). Á öllum þessum flekasamskeytum byg...

category-iconLandafræði

Hver eru sex fjölmennustu löndin í Evrópu og hver er íbúaþéttleiki þeirra?

Þegar fólksfjöldi er metinn er litið til náttúrulegrar fjölgunar (e. natural growth) og fólksflutninga á milli ríkja. Náttúruleg fjölgun er munurinn á fjölda fæðinga og fjölda andláta innan ríkja. Íbúaþéttleiki er yfirleitt mældur sem hlutfall milli fjölda einstaklinga og ákveðinnar svæðiseiningar og yfirleitt set...

category-iconFornfræði

Var hin týnda Atlantis raunverulega til?

Aðrir spyrjendur eru: Hlynur Traustason, Hrafnhildur Helgadóttir, Rakel Kristjánsdóttir, Stefán Smári, Jóhann Björn, Guðmundur Þorsteinn, Þorsteinn Berghreinsson, Eva Dögg Þórisdóttir, Magni Þórarinsson, Karen Gylfadóttir, Þóra, Arnfríður Ragna Sigurjónsdóttir, Anton Smári Gunnarsson, Hafþór Ari Sævarsson, Aron Þ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða Evrópulönd hafa tekið upp evruna?

Í svari við Gylfa Magnússonar við spurningunni Er hægt að nota allar evrur í öllum ríkjum Evrópusambandsins? segir:Þegar þetta er skrifað, í júní 2003, hafa tólf lönd af fimmtán í Evrópusambandinu tekið upp evrur en Danir og Svíar halda enn í krónurnar sínar og Bretar í pundin. Löndin sem gefa út evrur eru því Fin...

Fleiri niðurstöður