Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 139 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Úr hverju er möttull jarðar?

Möttull jarðar er úr ýmsum samböndum kísils, magnesíns, kalsíns, áls, járns og fleiri frumefna við súrefni. Þótt enginn hafi séð jarðmöttulinn höfum við ýmsa vitneskju um hann. Við þekkjum eðlismassa jarðar og hljóðhraða jarðskjálftabylgna um jarðmöttulinn. Við höfum haft í höndunum brot úr möttlinum s...

category-iconFélagsvísindi

Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn?

Gjaldmiðill Kína heitir renminbi. Það þýðir gjaldmiðill alþýðunnar og er hann gefinn út af Alþýðubankanum þar í landi. Renminbi er skammstafað RMB. Algengasta eining renminbi er eitt yuan en það þýðir kringlóttur hlutur eða kringlótt mynt. Tákn yuansins á alþjóðamörkuðum er CNY. Einnig eru til jiao og fen. Eitt yu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju byrja flest orð í orðabókum á s, í pétrískri orðabók líka?

Ástæða þess að svo mörg orð geta hafist á s- er líklegast sú að s, sem er óraddað önghljóð (blísturshljóð), getur staðið í framstöðu á undan öllum sérhljóðum og allmörgum samhljóðum. Þannig geta orð hafist á sérhljóðunum:sa- (saga), sá- (sál), se- (sef), sé- (séður), si- (siður), sí- (sía), so- (sog), só- (sól...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru algengustu frumefnin í heiminum?

Eins og kemur fram í svarinu: Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni? eru 118 frumefni þekkt í dag og hafa 94 þeirra fundist í náttúrunni í mismiklu magni en frumefni 95-118 hafa aðeins myndast í kjölfar kjarnasamruna í eindahröðlum. Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er ein vika sjávar löng vegalengd í metrum talið?

Vika sjávar er ekki nákvæmlega skilgreind eining enda var erfiðleikum háð að mæla fjarlægðir á sjó nákvæmlega fyrr á tímum. Orðabók Menningarsjóðs segir að vika sjávar sé um einnar stundar sigling en í metrum einhvers staðar á bilinu 7,5 - 9 km. Hvað ætli þessi hafi siglt margar vikur? Mynd. Wikimedia commons...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er strúktúralismi?

Strúktúralismi er rannsóknaraðferð sem á rætur að rekja til kenninga svissneska málvísindamannsins Ferdinands de Saussure (1857-1913). Hann er stundum talinn vera faðir nútíma málvísinda og leitaðist við að útskýra kerfi tungumálsins í stað þess að rekja sögu einstakra mála. Þrjár ályktanir Saussure um tungumál...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast súr kvika?

Súr kvika getur myndast á tvennan máta: Í fyrsta lagi getur hún orðið til við hlutkristöllun á basískri kviku (hlutkristöllun er útskýrð í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?). Basísk kvika er frumkvikan sem verður...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er heilög þrenning og við hvað er átt?

Samkvæmt kristinni trúarjátningu er Guð samfélag föður og sonar og heilags anda í einum guðdómi og þetta samband eða samfélag í Guði nefnist þrenning eða heilög þrenning. Íslenska orðið þrenning er þýðing á latnesku orði trinitas sem var mótað á 2. öld eftir Krist. Þrenningarkenningin sjálf var síðan mótuð á 4. öl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig hljómar strengjakenningin og hver er hin sennilegasta minnsta eining?

Strengjafræði sameinar lýsingu á öllum þekktum öreindum og víxlverkunum náttúrunnar í einni kenningu. Hún er ennþá á rannsóknastigi og gæti átt eftir að víkja fyrir öðrum betri kenningum í framtíðinni, en sem stendur eru miklar vonir bundnar við hana sem sameiningarkenningu öreindafræðinnar. Strengjafræðin byggir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er gangstéttin grá?

Gangstéttin er grá því að efnin sem eru notuð til að búa hana gefa af sér gráan lit. Til að búa til steypuna sem gangstéttir og gangstéttarhellur eru gerðar úr þarf þrjú aðalefni: sement, sand og vatn. Auk þess eru stundum notuð íblöndunarefni, svo sem flotefni, til að breyta eiginleikum steypunnar. Sement e...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu langt er eitt ljósár? Hversu hratt þyrfti maður að ferðast til að ná þangað á einu ári?

Ljósár er vegalengdin sem ljós ferðast á einu ári í tómarúmi. Því þarf maður að ferðast á ljóshraða til að 'ná þangað á einu ári' en eins og útskýrt er í þessu svari Þorsteins Vilhjálmssonar er það ekki hægt. Einingin ljósár er mikið notuð í stjarnvísindum þar sem einingar á borð við metra og kílómetra hrökkva ...

category-iconHagfræði

Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar?

Nú á dögum er David Ricardo (1772-1823) almennt eignað að hafa mótað hina almennu tækni hagfræðinnar. Sá höfundur sem þeir Ricardo og Thomas Malthus vinur hans1 lásu einna mest um hagfræðileg efni var Adam Smith. Smith hafði mjög víðfeðma sýn en Ricardo þrengdi sjónarhornið. „Markmið mitt er að skýra lögmál og til...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Henri Becquerel?

Henri Becquerel (1852-1908) var franskur eðlisfræðingur sem uppgötvaði geislavirkni. Þessi uppgötvun er helsta framlag hans til eðlisfræðinnar og honum til heiðurs heitir SI-einingin fyrir geislavirkni becquerel (Bq). SI-einingakerfið (úr frönsku: Système International) er alþjóðlegt kerfi mælieininga og í dag er ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er bogasekúnda?

Mikilvægur þáttur stjörnufræðinnar er að fylgjast með staðsetningum og sýndarstærðum fyrirbæra himinsins. Ekki er hægt að tilgreina fjarlægðir milli stjarnanna á himninum í metrum eða sentímetrum, og til þess að auðvelda sér mælingar tilgreina stjörnufræðingar fjarlægðir með hornmálum. Horn er opið milli tveggja l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar?

Hugmyndir um jarðkjarnann koma úr fjórum áttum: Í fyrsta lagi sýna jarðskjálftamælingar að kjarninn er úr þungu efni og að innri kjarninn er fast efni en ytri kjarninn fljótandi. Jafnframt er stærð kjarnans og hinna tveggja hluta hans þekkt frá jarðskjálftafræði. Í annan stað „vantar“ járn í berg jarðmöttu...

Fleiri niðurstöður