Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 107 svör fundust
Hvaðan komu pokadýrin?
Spendýrum er oftast skipt í þrjá undirflokka; legkökudýr, pokadýr og nefdýr. Lengi var talið að pokadýr ættu rætur sínar að rekja til Norður-Ameríku snemma á krítartímabilinu, fyrir meira en 100 milljónum árum. Þá töldu menn að frumpokadýr (Metatheria) hefði kvíslast frá frumlegkökudýrum (Eutheria). Á þeim tíma va...
Af hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan?
Þetta er góð og umhugsunarverð spurning. Þegar menn segja að Leifur heppni eða Kristófer Kólumbus hafi „fundið“ Ameríku lýsir það í rauninni fyrst og fremst sjálfmiðjun Evrópumanna. Upphaflega var Ameríka tengd við Asíu með landbrú þar sem nú er Beringssund. Menn fóru um þessa brú frá Asíu til Ameríku fyrir tu...
Yfir hvaða landsvæði tekur gamli heimurinn?
Árið 1492 fór Kristófer Kólumbus í fyrstu ferð sína til Ameríku. Sú ferð var upphafið af skiptingu heimsins í hinn gamla heim og hinn nýja. Síðla árs 1492 notaði Peter Martyr d'Anghiera hugtakið nýi heimur fyrst, svo að talið er, í bréfi þar sem hann fjallaði um afrek Kólumbusar. Þrátt fyrir að norrænum mönnum ...
Hvað er merkilegt við Amasonfljótið, regnskóginn þar og allt dýralífið?
Amasonfljót er vatnsmesta fljót í heimi og það næstlengsta, á eftir Níl. Vatnsmagnið sem fellur til sjávar í Amasonfljótinu er meira en fellur til sjávar samanlagt í Níl, Mississippi- og Yangtze-fljóti en Mississippi-fljót er það þriðja lengsta í heiminum og Yangtze-fljót það fjórða lengsta. Fljótið rennur að mest...
Eiga heimsálfurnar eftir að koma saman aftur?
Risameginlandið Pangea varð til seint á perm-tímabilinu sem stóð yfir frá 285-225 milljónum ára. Pangea náði milli heimskauta og tók yfir alla meginlandsfleka jarðar sem nú eru til. Í svari við spurningunni Af hverju brotnaði Pangea upp? segir Sigurður Steinþórsson að það sé ólíklegt að meginlöndin sameinis...
Hversu margir fæðast og deyja að meðaltali á dag í heiminum?
Meðaltíðni fæðinga og dauðsfalla er mismunandi ár hvert. Í þessu svari er miðað við tölur frá 2017. Til samanburðar má benda á svar TÞ frá 22.6.2000 við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? en þar er að finna samskonar tölur fyrir árið 2000. Á heimasíðu Bandarísku manntalsskrifstofunnar (US Census Bureau) er a...
Búa pokadýr aðeins í Ástralíu?
Fjöldi og fjölbreytileiki pokadýra er langmestur í Ástralíu þar sem þessi undirflokkur spendýra hefur blómstrað. Í dag finnast pokadýr einnig í Nýju-Gíneu, Suður-Ameríku, Norður-Ameríku og Nýja-Sjálandi. Suður- og Norður-Ameríka Eftir aðskilnað í 200 milljón ár tengdust Norður- og Suður-Ameríka á ný fyrir um ...
Hvernig myndaðist Mið-Atlantshafshryggurinn?
Mið-Atlantshafshryggurinn myndaðist við það að risameginlandið Pangæa klofnaði, Norður- og Suður-Ameríka skildust frá Evrasíu og Afríku. Þetta var flókið ferli sem hófst á júra-tímabilinu, fyrir um 170 milljónum ára. Þegar skorpufleka rekur í sundur, myndast hafsbotn á milli — (Ísland er undantekning, „hafsbotn of...
Hvernig er gróðurfarið í Norður-Ameríku?
Í þessu svari er miðað við að mörkin á milli Norður- og Suður-Ameríku liggi um Panamaeiðið en stundum eru notuð önnur viðmið eins og greint er frá í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku? Í norðri nær Norður-Ameríka að heimskautaströndum Al...
Hvað tákna hringirnir í ólympíufánanum? Táknar hver litur eitthvað sérstakt?
Hringirnir fimm tákna þær fimm heimsálfur sem taka þátt í Ólympíuleikunum. Það eru allar heimsálfurnar nema Suðurheimskautslandið sem er óbyggt. Hver hringur vísar þó ekki til einnar ákveðinnar álfu en litirnir sex – gulur, rauður, grænn, blár og svartur í hringunum og hvítur í grunninum – taka yfir litina í öllum...
Hvert er hæsta fjall Noregs?
Hér er einnig svör við spurningunum: Hvert er hæsta fjall í heimi? Hver eru hæstu fjöll í hverri heimsálfu? Hæst fjall Noregs, sem jafnframt er hæsta fjall Norðurlandanna, kallast Galdhøppiggen og er 2470 metra hátt. Fjallið er á svæði sem kallast Jötunheimar og eru næstu bæir við það Sandane og Nordfjordeild í u...
Voru til risaeðlur á Íslandi?
Nei, það voru aldrei risaeðlur á Íslandi þar sem þær dóu út áður en Ísland tók að myndast. Blómatími risaeðlanna var á miðlífsöld en á mörkum krítar- og tertíertímabilanna, fyrir 65 milljón árum, urðu miklar náttúruhamfarir sem talið er að hafi valdið aldauða um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu, þar á me...
Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku?
Með auknum samgöngum og svonefndri alþjóðavæðingu má segja að heimurinn sé orðinn nánast eitt sóttkveikjusamfélag. Gott dæmi um það er bráðalungnabólgan HABL (e. SARS) sem kom upp í Suður-Kína fyrir nokkrum mánuðum en setti brátt alla heimsbyggðina í uppnám. Annað dæmi er eyðni, sjúkdómur sem upphaflega hefur senn...
Hver var fyrsti kvenforseti í heiminum?
Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum, fyrsti kvenforseti Evrópu og sú kona sem lengst hefur setið á forsetastóli. Hún var þó ekki fyrsti kvenforsetinn heldur fellur sá titill líklega í skaut annað hvor...
Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?
Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu...