Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 716 svör fundust
Hvað heita tungl Mars?
Mars hefur tvö lítil tungl, Fóbos (e. Phobos) og Deimos. Bandaríski stjörnufræðingurinn Asaph Hall sá þau fyrstur manna árið 1877. Þá var Mars bæði í gagnstöðu (e. opposition) og sólnánd (e. perihelion), en þá er fjarlægð hans frá jörð í algeru lágmarki. Tunglin draga nöfn sín af hestunum sem drógu vagn stríðsg...
Úr hverju er Mars?
Kjarni reikistjörnunnar Mars er seigfljótandi og líklega að mestu úr járni en einnig brennisteini. Utan um kjarnann er svo möttull úr sílíkötum. Yfirborð Mars er að mestu talið vera úr basalti. Þó eru vísbendingar um að yfirborðið sé kísilríkara en venjulegt basalt, líkt og andesít á jörðinni. Stór hluti yfir...
Hver fann reikistjörnuna Mars?
Fimm reikistjörnur sólkerfisins eru sýnilegar berum augum. Þær eru Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þær sjást yfirleitt á hverri nóttu þegar myrkur er og heiðskírt. Þó sjást þær ekki þegar þær eru svo nálægt sól, frá jörð að sjá, að þær eru aðeins fyrir ofan sjóndeildarhring meðan dagur er á lofti. Sum...
Eru ský á Mars?
Já, það eru ský á Mars, allt árið um kring. Skýin er jafnvel hægt að greina frá jörðinni með stjörnusjónauka. Loftþrýstingurinn við yfirborð Mars er einungis 7 millibör eða um 144 sinnum lægri en loftþrýstingur jarðarinnar. Andrúmsloft Mars er þó greinilega nógu þétt til að bera veðrakerfi því þar eru ský og vi...
Er þyngdarafl á Mars?
Já, það er þyngdarafl á Mars! Í svari JGÞ og ÞV við spurningunni: Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu? kemur fram: Sérhver hlutur sem hefur massa verkar á aðra massa með þyngdarkrafti, sem er hins vegar mismikill eftir því hve mikill massi upphaflega hlutarins er og eftir því hversu langt v...
Er andlit á reikistjörnunni Mars?
Andlitið á Mars, sem sást á mynd sem Viking 1 geimfarið tók árið 1976 af Cydoníu-svæðinu, er ekkert annað en vindsorfin hæð og leikur ljóss og skugga. Á myndinni sést það sem mörgum finnst við fyrstu sýn vera mannsandlit. NASA sendi myndina til fjölmiðla því að menn töldu að hún væri til þess fallin að vekja a...
Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera merki um líf á Mars?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Nýlega var mikið rætt um loftstein sem fannst á Suðurskautslandinu og var talinn hafa komið frá Mars fyrir um 13.000 árum. Hvernig er vitað um aldur, og hvernig er hægt að álykta að hann kom frá Mars?Árið 1983 var rannsakaður loftsteinn sem fundist hafði á jaðri Suðurskautsjöku...
Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?
Rússar (Sovétmenn) gerðu fyrstu tilraunir til að senda geimför til Mars á árunum 1960-1962, en þær mistókust allar. Fyrsta könnunarferð þangað, sem heppnaðist eins og til var ætlast, var farin árið 1964 er bandaríska geimfarið Mariner 4 flaug framhjá hnettinum og náði 20 ljósmyndum af litlum hluta yfirborðsins. Ma...
Hvenær mun reikistjarnan Mars næst sýnast jafnstór tunglinu frá jörðu séð og með hve löngu millibili gerist það?
Á internetinu gengur manna á milli tölvupóstur sem ranglega segir að nú í ágúst, þegar þetta svar er skrifað, eigi Mars að vera álíka stór og tunglið, séð með berum augum. Því er svo bætt við að enginn lifandi maður í dag muni nokkru sinni sjá þetta aftur. Þennan tölvupóst má raunar rekja aftur til ársins 2003...
Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getum við lifað á Mars? og í öðrum svörum sem þar er vísað á, er fátt sem bendir til þess að menn geti lifað á Mars í fyrirsjáanlegri framtíð. Menn hafa aldrei stigið fæti á Mars. Þótt vísindamenn viti ýmislegt um Mars þá þarf að afla mikillar viðbótarþekkingar um a...
Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. Í upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjónauka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfirborði hnattarins. Ályktaði hann að vitsmunaverur ...
Búa grænar geimverur á Mars?
Í svari við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? ræðir Þorsteinn Þorsteinsson mismunandi kenningar um þetta efni sem skotið hafa upp kollinum í gegnum tíðina. Eldri kenningar gerðu greinilega ráð fyrir að lífverur sem hugsanlega gætu búið á Mars væru líkar manninum á ýmsan hátt, til dæmi...
Hvað er langt til Mars?
Mars og jörðin eru bæði á braut kringum sólina svo að það getur verið misjafnlega langt hverju sinni á milli þessara reikistjarna. Pláneturnar fara á mismunandi hraða svo að á einum tíma geta þær verið sömu megin við sólina en hvor sínu megin á öðrum tíma. Þegar pláneturnar eru næst hvor annari eru um það bil 78.0...
Getum við lifað á Mars?
Eins og staðan er í dag geta menn ekki lifað á Mars og fátt sem bendir til þess að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð. Við komumst ekki af án súrefnis en í lofthjúp Mars er ekki að finna það súrefni sem þarf til þess að menn geti þrifist. Í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvernig er lofthjú...
Hvaða pláneta er næst Mars?
Það er jörðin sem er næsta pláneta við Mars. Fjarlægðin milli þeirra er mjög breytileg, allt frá tæplega 56 milljón km til 400 milljón km. Þessi munur stafar af því að reikistjörnur sólkerfisins ganga í sporbaug umhverfis sólina. Röðin á plánetum sólkerfisins frá sólu er þessi: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpí...