Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 43 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um Hadríanusarvegginn?
Hadríanusarveggurinn eða Hadríanusarmúrinn, eins og hann er einnig nefndur, var 118 kílómetra langur varnarveggur, sem skildi að rómverska skattlandið Britanniu annars vegar og hins vegar landsvæðið, sem í dag heitir Skotland. Í dag standa rústir einar eftir af múrnum, þótt sums staðar séu þær nokkuð heillegar sem...
Hvaða vitneskju höfðu erlendar þjóðir um Ísland fyrir landafundi norrænna manna?
Í hefðbundinni íslenskri sagnfræði er landnám Íslands talið hafa átt sér stað á árunum 870-930. Ljóst er að þekking um landið er eitthvað eldri, hefur hugsanlega orðið til um svipað leyti og skipakostur norrænna manna fór að batna stórum á 8. öld, jafnvel snemma á þeirri öld eða seint á 7. öld. Veruleg útþensla no...
Hvað eru margar fálkategundir til og hvað heita þær?
Það er hefð að nefna alla ránfugla (falconiformes) innan ættkvíslarinnar Falco, sanna fálka og verður þeirri venju haldið hér. Innan þessarar ættkvíslar þekkjast nú sennilega 37 tegundir. Ættkvíslaheitið Falco er komið af latneska orðinu falx sem merkir sigð og vísar til vængja fálkans sem eru sigðlaga. Helstu...
Hver var Søren Kierkegaard og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Þann 5. janúar 1813, nákvæmlega fjórum mánuðum áður en Søren Aabye Kierkegaard fæddist, varð allsherjarefnahagshrun í Danmörku. Einn fárra danskra kaupsýslumanna sem komst því sem næst klakklaust í gegnum fjárhagserfiðleikana sem fylgdu í kjölfarið var faðir hans, Michael Pedersen Kierkegaard (1756-1838). Hann var...
Hvaða heimildir eru til um Tyrkjaránið?
Tyrkjaránið er minnisstæður atburður sem átti sér stað sumarið 1627. Ránsmannaflokkar frá Norður-Afríku gerðu strandhögg í Grindavík, á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum, drápu um 50 manns en tóku hátt í 400 manns herfangi sem þeir seldu á þrælamörkuðum í heimahöfnum sínum. Um 50 manns voru keyptir aftur heim með la...
Hvað er siðrof?
Oftast er talað er um siðrof þegar siðferðileg viðmið og almennt viðurkennd gildi í samfélagi víkja fyrir siðleysi og upplausn eða sem getuleysi til þess að uppfylla siðferðisstaðla samfélagsins. Orðið „siðrof“ er notað til þýðingar á franska orðinu „anomie“ (stundum ritað „anomy“ á ensku) sem er komið af grís...
Hvernig er sagan af því þegar Perelman leysti Poincaré-tilgátuna?
Alþjóðlega stærðfræðistofnunin (e. International Mathematical Union) er yfirleitt talin nokkurs konar æðsta vald í stærðfræði á alþjóðavettvangi. Stofnunin skipuleggur meðal annars heimsþing stærðfræðinga og veitir svokölluð Fields-verðlaun í greininni á fjögurra ára fresti. Verðlaunin þykja samsvara nokkurs konar...
Getið þið sannað Goldbach-tilgátuna?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:„Sérhver slétt tala stærri en 4 er samlagning tveggja prímtalna stærri en 2.“, Getið þið reddað mér um sönnun? Í stuttu máli: Nei. Setningin sem um ræðir er kölluð Goldbach-tilgátan meðal stærðfræðinga og er eitt af frægustu óleystu vandamálum stærðfræðinnar. Saga hennar næ...
Hver er Andrew Wiles og hvernig tókst honum að sanna síðustu setningu Fermats?
Andrew John Wiles er bresk-bandarískur stærðfræðingur fæddur 1953. Hann er nú prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Wiles er einn af þekktustu stærðfræðingum samtíðarinnar vegna sönnunar sinnar á síðustu setningu Fermats. Fyrir afrek hans aðlaði Bretadrottning Wiles árið 2000 en hann hefur hlotið margar...
Hvað er vigursvið og hvað er mætti vigursviðs?
Flest höfum við hár á hausnum. Ef vel er að gáð sést að engin tvö hár deila sömu rótinni, að hvert þeirra stefnir í einhverja átt og hefur ákveðna lengd, og að stefna og lengd háranna breytist nokkuð jafnt og þétt. Hárgreiðsla er ekki eitt af orðunum sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um stærðfræði, en þrátt ...
Hvað er Banach-Tarski-þverstæðan?
Banach-Tarski-þverstæðan er setning í rúmfræði eftir stærðfræðingana Stefan Banach (1892 - 1945) og Alfred Tarski (1901 - 1983). Hún segir að hægt sé að skipta kúlu upp í endanlega marga hluta, færa hlutana til og snúa þeim án þess að breyta lögun þeirra eða stærð, og setja þá saman á nýjan leik þannig að út komi ...
Af hverju er svona mikill munur á útliti og persónuleika fólks?
Hægt er að skilja þessa spurningu þannig að lesandi vilji vita hvers vegna tiltekið útlit og persónuleiki fari ekki saman. Hér verður aftur á móti gert ráð fyrir að spurt sé um hvers vegna munur sé á milli manna í útliti og persónueinkennum, það er af hverju það eru ekki allir eins. Spurningin um hvað ráði því ...
Hvenær varð jóladagatal algengt á heimilum fólks?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hver er uppruni jóladagatalanna (þessara hefðbundnu með 24 gluggum sem opnaðir frá 1. - 24. desember) og hvenær bárust þau fyrst til Íslands? Eins og svo margir aðrir jólasiðir á jóladagatalið uppruna sinn í Þýskalandi en hefur væntanlega borist til Íslands frá Danmörku. Ef...
Að hvaða leyti var íslenski rostungastofninn frábrugðinn öðrum rostungastofnum?
Greining á breytileika í hvatberaerfðaefni rostungstanna frá Íslandi hefur leitt í ljós að hér á landi hafi verið sérstakur stofn rostunga fyrir landnám og á fyrstu öldum byggðar í landinu (Keighley o.fl. 2019). Með aldursgreiningu á 34 tönnum, út frá samsetningu ísótópa, kom í ljós í sömu rannsókn að þrjár yngstu...
Prumpa hvalir og losa þeir þá mikið af metangasi sem veldur hlýnun jarðar?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað má reikna með að hvalur (t.d. hnúfubakur) gefi mikið frá sér af metangasi, eða skaðlegum efnum fyrir andrúmsloftið? Tímaeiningin gæti t.d. verið mánuður eða ár. Við erum að tala um hvalaprump. Það væri fróðlegt að fá samanburð t.d. við nautgripi. Langflest spendýr o...