Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 452 svör fundust
Hvaða kenningar hafði John Dewey um menntun og skóla?
John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...
Hvað getið þið sagt mér um kenningar Georges Cuvier og stöðu þeirra innan nútímavísinda?
Það er einkum tvennt, sem franski steingervinga- og dýralíffærafræðingurinn Georges Cuvier er þekktur fyrir. Annað er framlag hans til samanburðarlíffærafræði dýra, en segja má að hann hafi lagt grunninn að nútímagerð fræðigreinarinnar. Hann benti á að ákveðin einkenni í líkamsgerð dýra fylgjast löngum að og tengj...
Hvað er lengsta lag í heimi langt? (Þá meina ég í nútímatónlist, ekki sinfóníur.)
Efalaust verður verk bandaríska tónskáldsins Johns Cage Organ2/ASLSP (skammstöfunin á að standa fyrir 'as slow as possible', eða eins hægt og mögulegt er) einhvern tíma lengsta tónverk sögunnar. Flutningur verksins hófst 5. september 2001 í bænum Halberstadt í Þýskalandi og verkinu á að ljúka 639 árum síðar. ...
Hver var John Wycliffe og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?
John Wycliffe fæddist um 1325 á Norður-Englandi, sonur efnaðra foreldra. Hann hélt til náms við háskólann í Oxford og er vitað að hann var þar 1345. Áhugi hans var fyrst aðallega á sviði stærðfræði og náttúrufræði en síðar einbeitti hann sér að námi í guðfræði, kirkjurétti og heimspeki og lauk meistaragráðu í guðf...
Hvaða merkingu hefur tabula rasa eiginlega í heimspeki?
Orðin tabula rasa eru latína og þýða óskrifað blað. Þau eru gjarnan notuð til þess að lýsa hugmyndum raunhyggjumanna um eðli mannshugans við fæðingu, það er að hugurinn sé eins og óskrifað blað sem reynslan fyllir út. Enska heimspekingnum John Locke er oft eignuð þessi orð en í riti sínu Ritgerð um mannlegan skiln...
Hvað getið þið sagt mér um efnafræðinginn John Dalton og atómkenningu hans?
John Dalton (1766-1844) var enskur efnafræðingur, veðurfræðingur og eðlisfræðingur. Hann var brautryðjandi í þróun atómfræðinnar og atómhugtaksins og rannsakaði einnig litblindu. John Dalton (1766-1844). Dalton fæddist 6. september árið 1766 í Eaglesfield á Englandi. Hann ólst upp, ásamt tveimur eldri systki...
Hver var John von Neumann og hvert var framlag hans til vísindanna?
John von Neumann (1903-1957) var með eindæmum afkastamikill vísindamaður. Þótt hann væri fyrst og fremst stærðfræðingur og afkastaði miklu í þeirri grein þá liggja einnig eftir hann verk á fjölmörgum öðrum sviðum sem hvert og eitt myndu líklega duga til að halda nafni hans uppi. Sá sem hér styður á lyklaborð hefur...
Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar?
John Langdon Down var fyrstur til að lýsa Down-heilkenni en hann kallaði það mongólisma.Down-heilkenni er kennt við breska lækninn John Langdon Down (1828-1896) sem var fyrstur til að lýsa því í grein sem hann birti árið 1866. Þá reyndu fræðimenn oft að flokka fólk í kynþætti eftir ýmsum útlitseinkennum, en sú flo...
Fann einhver upp samlokuna?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er einhver sem fann upp samlokuna? Af hverju heitir hún sandwich á ensku? Hér er einnig svarað spurningu Hjalta:Hvers vegna er samloka á ensku sandwich, ætti langloka þá ekki að vera longwich? Enska og alþjóðlega heitið sandwich er sagt vera frá 18. öld og kennt við 4. j...
Fyrir hvað vann John Nash Nóbelsverðlaun og hvert var framlag hans til hagfræðinnar?
Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Bandaríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið ...
Hver fann upp umferðarljósin?
Yfirleitt er talið að breski verkfræðingurinn og uppfinningamaðurinn John Peake Knight (1828-1886) hafi fundið upp umferðarljósin. Knight var frá borginni Nottingham á Englandi. Hann fór ungur að starfa við járnbrautir og vann mikið að því að bæta öryggi og gæði járnbrautasamgangna. Hans er þó helst minnst sem upp...
Hver fann upp sjónvarpið og hvenær?
Skoski verkfræðingurinn John Logie Baird (1888-1946) fann upp sjónvarpið. Hann sendi út fyrstu sjónvarpsmyndirnar frá herbergi á Central Hotel í Glasgow árið 1924. Þar var aðeins um útlínur hluta að ræða. Fyrsta andlitið birtist á skjánum hjá Baird ári seinna og fyrstu sjónvarpsmyndirnar af hlutum á hreyfingu þann...
Hvað getið þið sagt mér um samanburð á siðfræði Kants og Mills?
Hér er einnig svarað spurningu Hlínar Reykdal:Hver er munurinn á skyldusiðfræði og afleiðingasiðfræði?Siðfræði Johns Stuarts Mill (1806–1873) tilheyrir svonefndri nytjastefnu en megineinkenni hennar er að athafnir öðlast réttlætingu í ljósi afleiðinga þeirra fyrir almannaheill. Þetta hefur verið kallað hámarkshami...
Hvar get ég lesið um Sókrates og alla heimspekingana?
Upphaflega var spurningin svona: Ef ég ætla að fara að lesa mér til um heimspekinga, Sókrates og þá alla, á hverjum á ég þá fyrst að byrja? Nú er óljóst nákvæmlega hvaða heimspekinga er átt við að Sókratesi undanskildum. Það gæti verið að spyrjandi hafi í huga aðra gríska heimspekinga eða einfaldlega aðra fræga...
Hver eru algengustu einkenni lungnakrabbameins?
Einkenni lungnakrabbameina eru margvísleg, en algengust eru einkenni frá brjóstholi. Lungnakrabbamein getur þó einnig greinst fyrir tilviljun við myndatöku vegna annarra sjúkdóma, til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma eða eftir áverka.[1][2] Algengustu einkenni lungnakrabbameins eru eftirfarandi: hósti brjóstve...