Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 207 svör fundust

category-iconVísindafréttir

Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn

Þann 25. janúar 2016 birtist þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavef Háskóla Íslands. Það er einstakur árangur og sýnir elju Guðrúnar og um leið mikinn og lifandi áhuga spyrjenda á íslenskri tungu, málfari, orðatiltækjum og almennt öllu því sem snertir málvísindi. Svör Guðrúnar eru aðallega í tveimur f...

category-iconAnswers in English

How did the Icelandic language start?

When Iceland was first settled in the 9th century, most of the settlers came from Norway, some of whom took slaves from Ireland en route. During the first centuries, the same language was spoken in Norway and Iceland, so there was little difference and the vocabulary was mostly Norse, with the exception of a f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?

Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir og hver er uppruni nafnsins Kvaran?

8. september 1913 voru samþykkt frá Alþingi lög um mannanöfn eftir miklar og heitar umræður, einkum um ættarnöfn. Í 8. grein laganna var tekið fram að semja skyldi skrá yfir orð og hluti, sem væru til þess fallin að hafa að ættarnöfnum, og skrá yfir góð, íslensk, forn og ný eiginheiti karla og kvenna. Kvaran v...

category-iconHugvísindi

Fyrst margt getur farið úrskeiðis getur þá annað farið skeiðis?

Orðið úrskeiðis er atviksorð sett saman af forskeytinu úr-, nafnorðinu skeið 'tiltekin vegalengd, (ákveðin) tímalengd , hlaup, kapphlaup' og viðskeytinu -is. Hér hafa kappreiðar farið úrskeiðis og nokkrir hestar og knapar fallið á brautinni. Orðið úrskeiðis merkir 'aflaga, úr lagi'. Atviksorð mynduð á þennan há...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er algengasta kvenmannsnafn á Íslandi?

Á vef Hagstofu Íslands má leita að upplýsingum um fjölda þeirra sem bera ákveðin eiginnöfn. Eftirfarandi grein var skrifuð árið 2003 og svaraði þá spurningunni út frá þeim tölum sem Þjóðskrá gaf upp á þeim tíma. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands voru þrjú algengustu kvennanöfnin í árslok 2001 þessi:Guðrún (...

category-iconAnswers in English

Are there rules that say when words in Icelandic should be masculine, feminine and neuter? For a foreigner it is not enough to add an article.

In Icelandic, words almost always have a fixed gender, and it is seldom possible to deduce the gender from the stem. There are only a few examples of words that exist in more than one gender. It is however true of hveiti and jógúrt, which have both feminine and neuter forms, and regnskúr which can be either mascul...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?

Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tím...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?

Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilviku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rangt að segja „við förum erlendis“?

Upprunlega spurningin hljóðaði svona: Er að velta fyrir mér notkun á orðinu "erlendis" Það var pistill á Rás 1 fyrir nokkru þar sem farið var yfir notkun á þessu orði. Þar var talið rangt að segja, "við förum erlendis", það ætti að segja til útlanda eða utan. Hvað er rétt í þessu máli, þessu hefur nefnilega ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru afleiður og þá afleiðustöður og notkun þeirra í fyrirtækjarekstri?

Afleiður (e. derivatives) eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda og þar með verðmæti afleiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verðmæti afleiðanna leiðir af verðþróun annarra eigna. Þær eignir sem afleiðurnar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er líklegt að ísinn neðst í Vatnajökli sé gamall?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað er líklegt að ísinn neðst undir Vatnajökli sé gamall? Gæti hann verið frá því á landnámsöld? Sumarið 1972 náðu starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans og félagar í Jöklarannsóknafélagi Íslands borkjarna úr jökulís Bárðarbungu. Því miður náði borinn ekki lengra en niður á ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig ber að nota orðin hvor og hver í setningu og hvað stjórnar kyni þeirra, tölu og falli?

Spurnarfornafnið hvor er notað þegar átt er við annan, aðra eða annað af tveimur, en hver ef átt er við einn, eina eða eitt af fleiri en tveimur. Dæmi: Guðrún á tvær dætur. Hvor er líkari henni? Báðar peysurnar eru götóttar. Hvor er skárri? Báðar peysurnar eru götóttar. Hvora viltu heldur? Tveir umsækjendur er...

category-iconJarðvísindi

Hversu gömul er Valagjá hjá Heklu?

Spurningin í heild sinni hljóðar svona: Góðan dag. Ég hef áhuga á að fá upplýsingar um aldur Valagjár norðan Heklu. Hef verið að reyna að "gúggla" Valagjá en lítið fundið. Afstæður aldur gæti hjálpað. Valagjá myndaðist við gos úr eldstöðvakerfi Heklu, líklega stuttu fyrir landnám. Breytingar urðu á vir...

category-iconLögfræði

Hvað heitir forseti Hæstaréttar?

Athugsaemd: Þegar þetta svar var skrifað var Guðrún Erlendsdóttir forseti Hæstaréttar (2003). Núverandi forseti Hæstaréttar heitir hins vegar Gunnlaugur Claessen (2007). Á vefsetri réttarins er að finna ýmsar upplýsingar um núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómara, sögu réttarins og dómskerfisins og fleira....

Fleiri niðurstöður