Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 38 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu lengi hafa hýenur verið til?

Samkvæmt fyrirliggjandi þekkingu komu hýenur fram á sjónarsviðið fyrir um 26 milljón árum. Fyrirrennari hýena var smávaxið rándýr sem minnti nokkuð á desketti nútímans. Elsta hýenan sem hefur fundist í steingervingum er 22 milljón ára gömul. Samkvæmt rannsóknum á beinabyggingu miðeyrans og tanna er um frumstæða hý...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa hundar klær?

Þótt heimilishundurinn sjáist ekki mikið beita klónum þá hafa þær örugglega verið mjög mikilvægar fyrir tegundina fyrr á tímum. Eitt af einkennum rándýra og annarra dýra sem stunda ránlífi eru klær. Þær komu fram tiltölulega snemma í þróunarsögu dýra, til að mynda höfðu frumstæð skriðdýr sem voru forfeður risa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heita afkvæmi hýena og foreldrar?

Hýenur mynda sína eigin ætt, hýenuætt (Hyaenidae) sem tilheyrir ættbálki rándýra (Carnivora) og undirættbálki kattlegra dýra (Feliformia). Ætt kattardýra (Felidae) tilheyrir einnig þessum undirættbálki. Hundaættin (Canidae) tilheyrir hins vegar undirættbálki hundlegra dýra (Caniformia). Hýenur eru því skyldari köt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?

Orðið yrðlingur er oftast notað um ung afkvæmi refs (þar á meðal heimskautarefs, Alopex lagopus), en stundum annarra dýra, til dæmis músa. Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvað refayrðlingar séu stórir þegar þeir fæðast. Eftir um 49-57 daga meðgöngu gýtur lágfóta eða bleyðan, eins og ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru mennirnir rándýr?

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar má finna tvær mismunandi skilgreiningar á rándýrum. Annars vegar eru dýr sem nærast einkum á kjöti annarra dýra, það er að segja kjötætur, oft nefnd rándýr. Hins vegar er rándýr íslenskt heiti fjölbreytts ættbálks spendýra sem kallast á fræðimáli Carnivora. Tennur ljón...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um persónuleika, uppeldi og meðgöngu þýskra fjárhunda?

Þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er sennilega frægasta hundakyn sem komið hefur frá Þýskalandi. Þessir hundar eru annálaðir fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og aðlögunarhæfni. Þeir henta ákaflega vel til þjálfunar og eru mikið notaðir til lögreglu- og herstarfa, sem leitar- og b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig getur maður greint á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars?

Þegar greina á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars, má sjá að blettatígurinn (Acinonyx jubatus) sker sig þó nokkuð frá hinum tveimur hvað varðar útlit og líkamsbyggingu. Í reynd er munurinn það mikill að hann hefur verið flokkaður í aðra undirætt en stórkettirnir. Hlébarði (Panthera pardus) og jagúar (Panther...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er greifingi?

Greifingjar tilheyra ættinni Mustelidae og ættbálki rándýra (Carnivora). Þeir flokkast í átta tegundir sem greinast í sex ættkvíslir. Svonefndur hungangsgreifingi raðast í sérstaka undirætt sem er nefnd hunangsgreifingjaætt (Mellivoinae) en aðrir greifingjar tilheyra undirættinni Melinae. Tegundirnar eru ólíkar hv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta úlfar?

Úlfar (Canis lupus) eru kjötætur og veiða bráð af ýmsu tagi. Sé útbreiðsla úlfa skoðuð í rás sögunnar má ætla að fá eða engin landdýr af ættbálki rándýra (Carnivora) hafi farið víðar. Af því leiðir að úlfar hafa veitt fjölmargar tegundir. Fæðuvalið hefur fyrst og fremst markast af framboði á bráð og úlfar eru ekki...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru háhyrningar hvalategund? Eru hvalir rándýr?

Svarið við fyrri spurningunni er já, háhyrningar eru sérstök tegund hvala og nefnis á fræðimáli Orcinus orca. Lausleg skilgreining á hugtakinu tegund er afmarkaður hópur lífvera, hvort sem um er að ræða jurtir eða dýr, sem eru í meginatriðum eins að útliti og líkamsgerð og geta átt saman frjó afkvæmi. Háhyrnin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er jagúar flokkaður?

Jagúarinn (Panthera onca) er eina tegund stórkatta sem lifir í Ameríku. Hann er rándýr af ætt katta og undirætt stórkatta (Panterhinae). Hinar tvær undirættir kattaættarinnar eru smákettir (Felinae), en þeirri grein tilheyra til dæmis heimiliskötturinn (Felis catus) og fjallaljónið (Puma concolor), og undirættin A...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér frá þróun úlfa?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hver var forfaðir timburúlfsins? Líklegast kom gráúlfurinn (Canis lupus) fram á sjónarsviðið í Asíu fyrir um milljón árum síðan. Hann er talinn hafa farið vestur yfir landbrúna sem lá yfir Beringssund og tengdi saman Asíu og Norður-Ameríku fyrir um 700 þúsund árum síðan. Það er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?

Það fer eftir heimildum í hversu margar tegundir lífríki jarðar er flokkað. Fræðimenn nota mismunandi aðferðir eða forsendur við flokkunina, það sem sumir telja undirtegund telja aðrir vera sérstaka tegund og svo framvegi. Þetta svar er byggt á upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast Inte...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?

Líkt og á við um fjölmargar aðrar tegundir katta er hlébarðinn (Panthera pardus) tiltölulega ung tegund. Talið er að fyrir rúmlega átta milljón árum hafi orðið klofningur milli tegunda sem síðan þróuðust í tvær meginlínur stórkatta, annars vegar ættkvíslina Neofelix og hins vegar ættkvíslina Panthera. Núlifand...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga ljón sér?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvernig fjölga ljón sér? (Katrín Sigurðardóttir)Á hvaða tíma árs og hvernig fjölga ljón sér? (Svanbjörg Sigmarsdóttir)Getið þið frætt mig um ríki, flokk, ætt, ættbálk, tegund og tengsl ljóna? (Ragnhildur Björk Theodórsdóttir) Ef spyrjendur leikur forvitni á að vita allt sem ...

Fleiri niðurstöður