Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2097 svör fundust
Hvernig er stærðfræðileg sönnun þess að a + b = b + a og að (a + b) + c = a + (b + c) ef a, b og c eru rauntölur?
Þessar vel þekktu reglur eru kallaðar víxl- og tengiregla samlagningar. Ásamt nokkrum öðrum vel þekktum reglum um samlagningu og margföldun mynda þær grundvallaraðgerðir þeirrar algebru sem maður lærir í grunn- og menntaskóla. Þrátt fyrir að þær virðist einfaldar og eðlilegar er þó ekki hlaupið að því að sanna þær...
Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er norðuramerísk krabbategund með náttúrulega útbreiðslu frá S-Karólínu norður til Labrador. Hann er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið allt að 15 cm að skjaldarbreidd. Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 750 metra dýpi. Fullorðnir einstaklingar hafa mjög v...
Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?
Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til v...
Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Það virðist afskaplega erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar og nýtanlegar heimildir á veraldarvefnum um tilurð og aldur handrita sagnaritara eins og Heródótosar. Spurning mín er því sú. Hver eru helstu og elstu handrit af "Herodotus Histories" og aldursgrei...
Hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega „það er engin leið að vita það“. Það sem núna er að gerast við Grindavík kann að vera fyrsta vísbending um að næsta goshviða sé í aðsigi. Því skiptir höfuðmáli að vel sé fylgst með. Spurningunni er einnig hægt að svara í aðeins lengra máli en þar takast á tvö grundv...
Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?
Upprunalega var m.a. spurt:Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu? Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samt...
Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára?
Hér er einnig svarað spurningunum:Geta börn undir 15 ára haft kynmök? Er það leyfilegt þótt þau séu ekki orðin kynþroska?Hvað þarf maður að vera orðinn gamall samkvæmt lögum til að mega stunda kynlíf? Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er kynlíf? hefur hugtakið kynlíf mjög víða merking...
Hvað er hættulegt við að eignast barn 14-17 ára?
Þegar konur eru orðnar kynþroska geta þær orðið óléttar við samfarir. Fyrsta egglos hjá stúlkum verður að meðaltali um 13 ára aldur, en það er þá sem sagt er að stelpan sé kynþroska. Þó að stúlkur séu orðnar kynþroska er ekki þar með sagt að þær séu fullvaxta og því eðlilegt að líkaminn eigi eftir að taka út talsv...
Hvað eru endurhverf viðskipti?
Endurhverf viðskipti felast í því að selja einhverja eign og semja um leið um að kaupa hana aftur síðar. Frá sjónarhóli þess sem kaupir hefur hann þá um leið samið um að selja eignina upphaflega seljandanum aftur síðar. Þetta kunna að virðast undarlegir viðskiptahættir en í reynd má líta á svona sölu og kaup sí...
Getur vetnisperoxíð og C-vítamín losað líkamann við veiruna sem veldur COVID-19?
Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingi er gefið vetnisperoxíð (H2O2) og C-vítamín hverjar eru líkurnar á því að manneskjan losni við veiru úr líkamanum eins og t.d. COVID-19? Stutta svarið við spurningunni er að samkvæmt núverandi þekkingu eru líkurnar engar á því að vetnisperoxíð eða C-vítamín gagnist...
Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?
Vestmannaeyjar eru alls 18 eyjar og sker auk 55-60 eldstöðva sem hafaldan hefur sigrast á. Þessar eldstöðvar mynda sérstakt eldstöðvakerfi, Vestmannaeyjakerfið, sem talið er að megi rekja 70.000 til 100.000 ár aftur í tímann. Elstu jarðmyndanir ofansjávar eru Norðurklettar nyrst á Heimaey sem mynduðust fyrir um 40...
Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hversu margir búa í Afríku? eru upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Í svarinu hér á eftir er stuðst við upplýsingar fyrir árið 2000 af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna. Til þe...
Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?
Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta no...
Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims? Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau g...
Hvað eyða raftækin miklu rafmagni?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvað eyðir prentari miklu rafmagni? (Jóhanna) Hver er kostnaðurinn við að hafa kveikt á tölvu og/eða tölvuskjá miðað við einn sólarhring og núverandi gjaldskrá orkuveita? (Gunnar) Hver er kostnaðurinn við notkun fartölvu miðað við notkun almennrar ljósaperu? (Hafliði) Hva...