Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 189 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?

Anna Frank, fædd 12. júní 1929, var þýsk stúlka af gyðingaættum sem neyddist til að fara í felur á meðan ofsóknir nasista gegn Gyðingum stóðu yfir. Þann 6. júlí 1942 flúði fjölskylda Önnu heimili sitt og kom sér fyrir í leyniherbergi á vinnustað föður hennar í Amsterdam í Hollandi. Þar höfðust þau við í 25 mánuði ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hunangsfluga og býfluga það sama?

Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um býflugur og hunangsflugur. Þær eru meðal annars:Hvað éta býflugur?Hvað geta býflugur lifað lengi?Leggjast býflugur í dvala? Ef svo er, hversu lengi? Af hverju suða býflugur?Hvernig gera býflugur bú sín? Hvar gera hunangsflugur oftast búin? Hvernig fjölga býflugnadro...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Anna Ólafsdóttir stundað?

Anna Ólafsdóttir er dósent í menntunarfræðum og deildarformaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu á háskólastigi, hlutverki háskóla í samfélaginu og gæðamálum háskóla. Doktorsrannsókn Önnu kannaði hvað háskólakennarar álíta „góða háskólakennslu“, hvaða ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað gerir Anna Heiða fiskifræðingur í vinnunni?

Anna Heiða Ólafsdóttir er fiskifræðingur á uppsjávarlífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Hún er ábyrg fyrir verkefnum tengdum makríl og kolmunna. Viðfangsefni Önnu í vinnunni eru fjölbreytt og skiptast í vöktunarverkefni, vinnu á sjó, rannsóknir og kennslu. Helstu vöktunarverkefni eru gagnasöfnun fyrir stofnmat og...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?

Skarfakál (Cochlearia officinalis) er af krossblómaætt (Cruciferae). Það vex víða meðfram ströndum landsins en finnst einnig inn til sveita. Skarfakál vex best þar sem jarðvegur er þykkur eða moldríkur, til dæmis við lundaholur og við bæi við ströndina. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir að s...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru hörgulsjúkdómar?

Til hörgulsjúkdóma teljast allir sjúkdómar sem orsakast af skorti á næringarefnum, en hörgull þýðir einmitt skortur. Þar má fyrst nefna sjúkdóma sem stafa af almennum skorti á mat eða hitaeiningum. Einnig teljast allir þeir sjúkdómar sem stafa af skorti á tilteknu næringarefni vera hörgulsjúkdómar. Sem dæmi um ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Anna Agnarsdóttir stundað?

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hóf störf sem stundakennari við Háskólann upp úr 1980, var skipuð dósent árið 1990 og prófessor 2004. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830. Markmið rannsóknanna er að sýna fram á að Ísland...

category-iconLandafræði

Kolbeinshaus var klettur sem nú er kominn undir Skúlagötuna. Hver er uppruni þessa örnefnis?

Ekki er vitað við hvaða Kolbein Kolbeinshaus er kenndur. Þórhallur Vilmundarson taldi að Kolbeinn gæti verið gamalt skers- eða klettsheiti, en sker með sama nafni er einnig til út af Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Hann taldi sömuleiðis að orðið gæti verið skylt norsku kollbein í merkingunni ‘trénagli’ og kæmi sú me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að aldursgreina fisk?

Hægt er að beita nokkrum aðferðum við aldursgreiningu á fiskum. Þær sem mest eru notaðar, meðal annars hér á landi, eru greiningar á hörðum líkamshlutum fisksins svo sem kvörnum og hreistri. Kvarnir eru litlar steinagnir sem finnast í pokalaga líffærum eða skjóðum í innra eyra allra beinfiska (Osteichthyes). Ár...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Anna Bóasdóttir stundað?

Sólveig Anna Bóasdóttir er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er kristin siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði. Doktorsrannsóknin Violence, Power and Justice. A Feminist constribution to Christian Sexual Ethics (útgefin af Háskólaútgáf...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Anna Kristín Sigurðardóttir stundað?

Anna Kristín Sigurðardóttir er prófessor í menntastjórnun við Deild kennslu- og menntunarfræða á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntastjórnun og matsfræði. Rannsóknir hennar beinast einkum að menntaumbótum í skólum og menntakerfum. Viðfangsefni hennar í rannsóknum beinast að þró...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?

Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir min...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er ekki hægt að nýta varmaorkuna í andrúmsloftinu til orkuframleiðslu?

Spyrjandi bætir við:... þá á ég við að við nýtum 5°C eins og 100°X á háhitasvæðum.Hér verður fyrst einföld og stutt útgáfa af svari, en neðar er ítarlegra svar. Berum fyrst saman varmavél og vatnsorkuvirkjun. Í vatnsorkuvirkjun streymir vatn frá hærri þrýstingi til lægri þrýstings, rennur í gegn um hverfil og f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?

Hestar eru einstaklega félagslyndar skepnur. Forfeður þeirra voru dýr sléttunnar og þar er gott að vera í hóp til að geta falið sig í fjöldanum þegar rándýr eru á ferðinni. Það er því sterkt í eðli þeirra að flýja hættu og eins og allir vita þá fara þeir hratt yfir. Aðlögun að sléttulífi og félagslyndi sýnir sig b...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar finn ég teikningu af vatnshrút?

Vatnshrútur er vatnsdæla sem gengur fyrir fallkrafti vatns og getur náð verulegri lyftihæð. Hins vegar skilar aðeins lítill hluti vatnsins eða um 1/4 sér upp í þá hæð, mestur hlutinn fer framhjá dælunni og sér um að knýja hana.Vatnið er leitt úr vatnsbóli (a) um leiðslu í fremri klefann (b). Leiðslan verður að ver...

Fleiri niðurstöður