Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 57 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er fólk á móti fötluðum?

Ég held það sé of mikið sagt að fólk sé á móti fötluðum. Hins vegar búa fatlaðir við neikvæð viðhorf og fordóma sem gera þeim lífið erfitt. Margir líta á fatlaða sem „bagga” á samfélaginu. Fræðimenn vilja rekja slík viðhorf til breyttra þjóðfélagshátta í kjölfar iðnbyltingarinnar (Barnes, Mercer og Shakespeare,...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er mannkynið svo erfðafræðilega einsleitt sem raun ber vitni?

Eins og fram kemur í svari Agnars Helgasonar við spurningunni Eru kynþættir ekki til? er tegundin maður (Homo sapiens) óvenju einsleit í skilningi erfðafræðinnar þrátt fyrir landfræðilega útbreiðslu sem spannar nær öll landsvæði jarðar. Það er því ekki óeðlilegt að sú spurning vakni hvers vegna tegund okkar er svo...

category-iconStærðfræði

Af hverju er margföldun framkvæmd á undan samlagningu?

Þetta er afar góð spurning og svarið við henni er ekki einhlítt. Mikilvægt er að röð aðgerða sé vel skilgreind og að eftir henni sé farið. Mörgum er röð reikningsaðgerða svo eiginleg að óhugsandi gæti virst að hún gerist á annan hátt, sérstaklega eftir að hafa setið undir þrástagli í grunnskóla um mikilvægi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu mörgæsir lifað á Íslandi?

Mörgæsir (Sphenisciformes) finnast einungis á suðurhveli jarðar; á Suðurskautslandinu og fjölda eyja í Suðurhöfum en einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). Það sem einkennir heimkynni mörgæsa er aðgengi að ríkulegum fiskistofnum á hafsvæðum með mik...

category-iconSálfræði

Hvað er meðvirkni, hvernig getur hún birst og hvað er til ráða?

Meðvirkni er hugtak sem mest hefur verið notað kringum vímuefnamisnotkun. Meðvirkur einstaklingur er einstaklingur sem er "háður" öðrum einstaklingi eða einstaklingum. Þeim meðvirka finnst hann eða hún vera fastur/föst í sambandi, sem einkennist af misnotkun og stjórnsemi. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa léle...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað stjórnar lit á hægðum og þvagi fólks?

Galllitarefni gefa bæði þvagi og hægðum lit. Galllitarefni tengjast endurnýtingu rauðra blóðkorna eða rauðkorna. Rauðkorn lifa ekki nema í um það bil 120 daga. Þetta stafar af því að viðkvæmar frumuhimnur þeirra slitna og rifna smám saman þegar rauðkornin troða sér í gegnum háræðar. Slitin, útjöskuð rauðkorn ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur kona haft blæðingar þó að hún sé ófrísk?

Venjulegar tíðablæðingar eru merki um að getnaður hafi ekki átt sér stað eins og komið er inn á í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Af hverju hafa konur blæðingar? Þar segir meðal annars: Oftast er miðað við að fyrsti dagur tíðahrings sé þegar blæðingar eða tíðir hefjast. Í raun er þó rökréttara að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum?

Eftir að kreppan skall á okkur Íslendingum hefur töluvert verið rætt um að fólk flytji úr landi. Það er því ekki óeðlilegt að upp vakni spurningar um hversu margir Íslendingar séu búsettir erlendis. Spurningin kann að hljóma einföld en svarið við henni er hins vegar ekki auðfengið, allavega ekki eitt endanlegt og ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að svitna í vatni?

Þegar við syndum verðum við ekki vör við svita á sama hátt og þegar við hjólum, hlaupum eða reynum á okkur á annan hátt. Í sundi erum við umlukin vatni og finnum því ekki svitann á húðinni sem raka. Það er því ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort fólk svitni ekkert i í vatni. Staðreyndin er sú að þ...

category-iconLögfræði

Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri?

Í heild sinni var spurningin svona: Hvaða lagalegu réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri, til dæmis í verslunarkjörnum eða öðrum fjölförnum stöðum á Íslandi? Í svarinu hér á eftir er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við rétt ljósmyndara til að taka myndir af einstaklingum en ekki bara byggingum, styttum eða s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á að beygja erlend nöfn og íslensk ættarnöfn í eignarfalli?

Oft er fólk í vafa um beygingu erlendra nafna og íslenskra ættarnafna í eignarfalli. Mælt er með eftirfarandi reglum (sjá nánar um þetta efni rit Ingólfs Pálmasonar, Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku, 1987): Ættarnöfn kvenna, innlend sem erlend, eru að jafnaði ekki beygð: að sögn Sigríðar Snævarr, þáttu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við að klukkan sé fjögur en ekki klukkan er fjórar?

Þegar við tilgreinum tímasetningu notum við töluorð í hvorugkyni – segjum klukkan er eitt / tvö / þrjú / fjögur. Við sem eigum íslensku að móðurmáli tökum yfirleitt ekki eftir því að þetta sé neitt skrítið en það veldur oft heilabrotum hjá þeim sem eru að læra íslensku sem annað mál. Lýsingarorð og beygjanleg töl...

category-iconLæknisfræði

Hvað er háfjallaveiki?

Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð (oftast yfir 2.400 metra), einkum þá sem búa að öllu jöfnu við sjávarmál. Í þessum hópi eru meðal annars fjallgöngumenn, aðrir göngugarpar og skíðamenn. Orsakir og einkenni Orsakir háfjallaveiki eru minni loftþrýstingur og lítill...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Williamsheilkenni?

Williamsheilkenni er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem áætlað er að 1 af hverjum 20.000 lifandi fæddum börnum hafi. Williamsheilkenni var fyrst viðurkennt sem sérstakur sjúkdómur árið 1961. Það kemur fram strax við fæðingu, jafnt hjá stúlku- og sveinbörnum. Heilkennið hefur verið greint um allan heim og kemur fyrir hj...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Angelman-heilkenni og hvernig lýsir það sér?

Angelman-heilkenni er erfðasjúkdómur. Örsök heilkennisins er í 70% tilvika sú að ákveðinn genabút vantar á litning 15 (15q11-q13) frá móður og slökkt er á þessum sama bút á litningi föðurs vegna sjaldgæfs fyrirbæris sem kallast erfðagreyping (e. genomic imprinting). Langoftast er þetta ný stökkbreyting (de novo). ...

Fleiri niðurstöður