Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 87 svör fundust
Hvað vitið þið um Atla Húnakonung?
Atli Húnakonungur var síðasti og voldugasti konungur Húna, sem upphaflega komu frá Asíu. Hann fæddist líklega árið 406 og var krýndur konungur árið 434. Í fyrstu stjórnaði hann ríkinu ásamt bróður sínum, Bleda, en Atli myrti hann árið 435 og ríkti eftir það einn allt þar til hann dó sjálfur árið 453. Undir stjórn ...
Hverjar eru hugmyndir Platons um eðli og hlutverk karla og kvenna?
Þegar haft er í huga að heimspeki vestrænnar menningar hefur verið sögð lítið annað en “neðanmálsgreinar við heimspeki Platons” (A. N. Whitehead) er ekki að undra að hugmyndir Platons um kynin hafi í ríkum mæli mótað skilning okkar á hlutverkum kynjanna. Í heimspeki Platons er að finna tvíhyggju hins karllega og h...
Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?
Vafalaust myndu einhverjir líta á heimspekinginn Sókrates (470-399 f.Kr.) sem ónytjung væri hann uppi í dag, enda gerðu það margir fyrir 2400 árum í Grikklandi. Okkur er ekki kunnugt um að hvítskeggjaður öldungur hafi sést nýlega í hvítum kyrtli og sandölum, sprangandi um Ingólfstorg, umkringdur ungum mönnum með b...
Hvað var að gerast í leikhúslífi Íslendinga um 1918?
Fullveldisárið 1918 var um margt heldur litlaust þegar horft er til leiklistar á Íslandi. Með einni undantekningu, leikritinu Landafræði og ást eftir Björnstjerne Björnson, voru uppfærslur Leikfélags Reykjavíkur á árinu allt verk sem félagið hafði sýnt áður. Fyrsta frumsýning ársins var Heimilið eftir Hermann Sude...
Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?
Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...
Hvers vegna er latneski texti jólaguðspjallsins stundum "sem hann hefur velþóknun á" en annars "sem hafa góðan vilja"?
Í latnesku biblíuþýðingunni Vulgata, sem er meðal elstu og frægustu biblíuþýðinga, er síðari hluti englasöngsins á jólanóttina samkvæmt Lúkasarguðspjalli (2.14) svona: et in terra pax hominibus bonae voluntatis, sem þýðir orðrétt „og friður á jörðu til handa mönnum góðs vilja.“ Latneska textann hafa menn gjarna sk...
Hvað getið þið sagt um heimspekinginn Simone Weil?
Franski heimspekingurinn og baráttukonan Simone Weil (1909-1943) var dóttir læknisins Bernards Weils og konu hans Salomea sem vann alla tíð þétt við hlið manns síns og var vel að sér í læknisfræði. Á æskuheimilinu var mikið lagt upp úr menntun og sá Salomea um nám barna sinna tveggja, Simone og André sem bæði voru...
Hvað merkir þessi stafaruna sem rituð er með rúnum á trjábút: RB FIR KUI KLK IBBII?
Spyrjandi á líklega við rúnirnar á pínulitlu spýtubroti sem fannst í Viðey 1993 og er nú geymt á Árbæjarsafni. Við fornleifarannsóknir í Viðey fannst brot úr rúnakefli í rúst skála nokkurs. Brotið fannst í röskuðu lagi og er álitið að gólfskánin* sé frá 10. eða 11. öld. Rúnirnar sjálfar benda þó fremur til 11. ald...
Því fer svo lítið fyrir drengjum í ævintýrum?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Öskubuska, Þyrnirós, Mjallhvít, Rauðhetta, Gullbrá - og Litla-Ljót. Því fer svo lítið fyrir drengjunum í ævintýrunum? Ævintýri má skilgreina sem afbrigði af þjóðsögum. Í svari Rakelar Pálsdóttur við spurningunni Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? segir að:[æ]vintýri s...
Hver var rithöfundurinn Guðrún frá Lundi?
Guðrún Baldvina Árnadóttir frá Lundi fæddist árið 1887 í Skagafirði. Hún ólst upp í mikilli fátækt, í torfbæ, fjórða barnið í hópi níu systkina sem upp komust. Hún átti lítinn kost á menntun en þurfti að vinna frá blautu barnsbeini. Hún fékk farkennslu þrjár vikur á ári í þrjá vetur, samtals níu vikur. Það var öl...
Er það rétt að trú sé einkenni heilaskaða eða stafi af heilasjúkdómi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað er hæft í þeirri staðhæfingu að trú sé bara einkenni heilaskaða sem fólk hefur orðið fyrir eða heilasjúkdóms? Spurt er í framhaldi af orðræðu sem átti sér stað á Netinu um trúfrelsi þar sem þessu var haldið fram. Viðkomandi lagði fram greinina Damaged brains escape...
Hvaðan kemur pitsan (flatbakan)?
Eins og svo margir aðrir réttir kom flatbakan (pizzan/pitsan) ekki upprunalega frá landinu sem er frægt fyrir hana. Heimildir um fyrstu flatbökuna segja að hún hafi verið bökuð af Forngrikkjum sem fyrstir bökuðu stórt, kringlótt, flatt brauð og settu ofan á það ólífuolíu, krydd, kartöflur og margt annað. Flatbökuh...
Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?
Orfeifur var sonur Oeagrusar Þrakíukonungs og listagyðjunnar Kallíópu sem nefndist svo vegna þess hve rödd hennar var þýð. Orfeifur var frægasti söngvari, skáld og tónlistarmaður fornaldar. Grísku músurnar eða menntagyðjurnar, kenndu honum að leika á lýru og með hljóðfæraslætti gat hann hann tamið villidýr og sagt...
Hvert er talið merkasta ljóð Steins Steinarr?
Áhrifamesta einstaka verk Steins Steinarr (1908-1958) er ljóðabálkurinn Tíminn og vatnið sem kom út árið 1948 en nokkur ljóðanna höfðu birst áður í tímaritum. Tíminn og vatnið samanstendur af 21 tölusettu ljóði. Það hefur lengi heillað lesendur og fræðimenn og valdið þeim heilabrotum. Form þess er óbundið í hefðbu...
Gengur heimspeki út á það eitt að flækja hlutina svo mikið fyrir manni að maður kaffærist í eigin svörum?
Þetta er góð spurning og viðbrögð við henni meðal heimspekinga eru sjálfsagt ólík. En samkvæmt minni afstöðu til heimspeki er svarið tvímælalaust: Nei, heimspeki gengur ekki út á að flækja hlutina. Heimspekin spyr eins og barn. Hún gerir ekki ráð fyrir að nokkuð sé fyrirfram vitað. Heimspekileg spurning kann að...