Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 81 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er átt við þegar talað er um 'up' og 'down regulation' í sameindalíffræði?

Í sameindalíffræðinni vísar orðið „regulation“ eða stjórnun oft til stjórnunar á framleiðslu eða virkni prótína. Það getur þó líka átt við stjórnun á framleiðslu eða virkni annarra efna eða frumuhluta. Í þessu samhengi eru orðin „up regulation“ og „down regulation“ auðskilin. Þau vísa til aðferða til að auka ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Snædís H. Björnsdóttir rannsakað?

Snædís H. Björnsdóttir er dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún stundar rannsóknir á sviði örverufræði og sameindalíffræði og hafa þær einkum beinst að örverum frá íslenskum jarðhitasvæðum. Örverur finnast nánast alls staðar á jörðinni, meðal annars í heitum, súrum og jafnvel sjóðandi h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta heilu húsi?

Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni? má sjá að meðalgasblaðra getur lyft 15,7 grömmum. Það er þess vegna ekki flókið að reikna hversu margar gasblöðrur þurfi til að lyfta heilu húsi, ef við vitum hvað húsið er þungt! Hvað ætli þetta séu margar b...

category-iconUmhverfismál

Af hverju er Evrópusambandið að banna ryksugur sem eru 1600 vött eða meira?

Nýlegt bann Evrópusambandsins við markaðssetningu ryksugna sem eru 1600 vött eða meira er ávöxtur tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um visthönnun vöru sem notar orku (nr. 2009/125). Markmið tilskipunarinnar er að efla vernd umhverfisins með því draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra vara sem nota orku. Til...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig get ég peppað einhvern upp?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þýðir að vera "peppaður" eða "peppuð"? Hvaðan er orðið komið og hvað er það gamalt? Sögnin að peppa er venjulega notuð með atviksorðinu upp, það er peppa einhvern upp, í merkingunni að 'lífga upp á, hressa við’. Af henni er dregið lýsingarorðið peppaður 'sá sem ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er gott fyrir blóm og plöntur að fá sykur í moldina?

Undirrituð hefur aldrei heyrt um það að sykur sé góður fyrir pottaplöntur. Aftur á móti er gott að vökva þær með köldu kartöflusoði en í því er að finna ýmis næringarefni sem plöntur þurfa á að halda. Sykur er hins vegar góður fyrir afskorin blóm og í blómaáburði sem oft fylgir afskornum blómum er mikill ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getur geimveður haft áhrif á jörðina og GPS-mælingar?

Geimveður hefur ýmis áhrif á jörðina. Þegar hraðfleygur segulmagnaður sólvindur skellur á og hristir upp í segulsviði jarðar geysa öflugir segulstormar. Við það geta spanast upp straumar í iðrum jarðar sem geta slegið út raforkukerfi og þannig valdið rafmagnsleysi. Straumarnir hraða líka tæringu á olíuleiðslum og ...

category-iconOrkumál

Hvaða reglur gilda í ESB um helgunarsvæði raflína?

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni eru engar reglur um nýtingu lands í Evrópurétti þar eð aðildarríkin fara ein með þá valdheimild. Allar reglur um nýtingu lands fyrir verkefni á sviði almennrar orkuvinnslu eða rafmagnsflutninga svo og réttindi landeigenda í þessu tilliti fall...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur dægurklukkan á svefn?

Í stuttu máli má segja að dægurklukkan knýi áfram og samhæfi margbreytilega virkni í líkamanum sem sveiflast yfir sólarhringinn. Gott dæmi um það er dægursveifla melatóníns. Í takti við melatónín eru dægursveiflur í líkamshita en andhverfar, það er hæsti styrkur melatóníns er þegar líkamshitinn er lægstur og öfugt...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða orð er oftast notað í heiminum?

Við vitum ekki nákvæmlega hvert er algengasta orðið í heiminum. Það gæti verið eitthvað orð á mandarínsku, en hana tala flestir í heiminum, um 850 milljónir manna. Ensku tala um um 340 milljónir manna og á vefsíðu um tíðni enskra ritmálsorða fundum við þessa þulu um algengustu orðin:the of and a to in is you th...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað?

Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðrúnar spanna vítt svið íslenskra miðaldabókmennta og liggja eftir hana fjöldi alþjóðlegra ritrýndra greina og bóka. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslenskum m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að segja/skrifa ungabarn eða ungbarn?

Samsett orð sem vísa til ungs aldurs á einhvern hátt eru flest stofnsamsett, það er notaður er stofn orðsins ungur til þess að mynda fyrri lið samsetts orðs. Einfaldast er að finna stofn lýsingarorða í nefnifalli kvenkyni. Dæmi um samsetningar með ung- að fyrri lið en barn að síðari lið eru ungbarnadauði, ungbarna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að cachupa sem borðuð er á Grænhöfðaeyjum eigi sér rætur í íslenska orðinu kjötsúpa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Á Grænhöfðaeyjum er talað tungumál sem kallast „kreol“ og er kokkteill portúgölsku og ýmissa afrískra tungumála. Meðal ýmissa þjóðlegra rétta í matarmenningu eyjaskegga er svínakjötskássa sem svipar svolítið til íslenskrar kjötsúpu og nefnist cachupa en orðið er borið fram...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir „að taka upp hanskann fyrir einhvern“ og hvaðan kemur það?

Orðatiltækið að taka upp hanskann fyrir einhvern merkir ‘taka málsstað einhvers, aðstoða einhvern’ þekkist frá miðri 19. öld. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er til dæmis þetta dæmi: Tíminn tekur upp hanzkann fyrir formann síns flokks. Að kasta hanskanum er annað orðatiltæki úr sömu átt: Séra Sigurðr h...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

How far into the sky does the light from Yoko Ono's Peace Tower travel?

The short answer is that there is no particular limit to the distance it travels. If we were out in space and inside the ray of light, and there were no clouds between us and the light source, we could see it, either with the naked eye or with the appropriate equipment. With sufficiently good equipment, we would...

Fleiri niðurstöður