Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort á að segja/skrifa ungabarn eða ungbarn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Samsett orð sem vísa til ungs aldurs á einhvern hátt eru flest stofnsamsett, það er notaður er stofn orðsins ungur til þess að mynda fyrri lið samsetts orðs. Einfaldast er að finna stofn lýsingarorða í nefnifalli kvenkyni. Dæmi um samsetningar með ung- að fyrri lið en barn að síðari lið eru ungbarnadauði, ungbarnaeftirlit, ungbarnafæða, ungbarnaföt, ungbarnaskoðun og ungbarnasund.

Engar sambærilegar samsetningar eru til með unga- að fyrri lið en barn að síðari lið. Dæmi um aðrar samsetningar með ung- eru ungdómur, unghæna, unglamb, ungliði, ungmenni, ungskáld og fjölmörg önnur.

Báðir rithættirnir, ungbarn og ungabarn, teljast réttir en frekar er mælt með rithættinum ungbarn.

Samsetningar með unga- að fyrri lið eru flestar tengdar fuglsungum, til dæmis ungadauði, ungadráp, ungaeldi, ungafiður, ungafæða, ungahópur, ungahæna, ungamamma og mörg fleiri. Þar er um eignarfallssamsetningu að ræða, það er fyrri liðurinn stendur í eignarfalli.

Algengt er þó í samtímamáli að nota myndina ungabarn samhliða ungbarn. Báðir rithættirnir, ungbarn og ungabarn, teljast réttir en frekar er mælt með rithættinum ungbarn.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.8.2006

Síðast uppfært

17.1.2022

Spyrjandi

Elín Ólafsdóttir, Ragna Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort á að segja/skrifa ungabarn eða ungbarn?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2006, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6141.

Guðrún Kvaran. (2006, 22. ágúst). Hvort á að segja/skrifa ungabarn eða ungbarn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6141

Guðrún Kvaran. „Hvort á að segja/skrifa ungabarn eða ungbarn?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2006. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6141>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort á að segja/skrifa ungabarn eða ungbarn?
Samsett orð sem vísa til ungs aldurs á einhvern hátt eru flest stofnsamsett, það er notaður er stofn orðsins ungur til þess að mynda fyrri lið samsetts orðs. Einfaldast er að finna stofn lýsingarorða í nefnifalli kvenkyni. Dæmi um samsetningar með ung- að fyrri lið en barn að síðari lið eru ungbarnadauði, ungbarnaeftirlit, ungbarnafæða, ungbarnaföt, ungbarnaskoðun og ungbarnasund.

Engar sambærilegar samsetningar eru til með unga- að fyrri lið en barn að síðari lið. Dæmi um aðrar samsetningar með ung- eru ungdómur, unghæna, unglamb, ungliði, ungmenni, ungskáld og fjölmörg önnur.

Báðir rithættirnir, ungbarn og ungabarn, teljast réttir en frekar er mælt með rithættinum ungbarn.

Samsetningar með unga- að fyrri lið eru flestar tengdar fuglsungum, til dæmis ungadauði, ungadráp, ungaeldi, ungafiður, ungafæða, ungahópur, ungahæna, ungamamma og mörg fleiri. Þar er um eignarfallssamsetningu að ræða, það er fyrri liðurinn stendur í eignarfalli.

Algengt er þó í samtímamáli að nota myndina ungabarn samhliða ungbarn. Báðir rithættirnir, ungbarn og ungabarn, teljast réttir en frekar er mælt með rithættinum ungbarn.

Mynd:...